Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 190
188
Goðasteinn 2016
velta vöngum yfir vandamáli, og eftir því sem lausnin færðist nær, því heitari
og meiri varð glóðin í pípunni.
Hann var náttúruunnandi og naut sín á fjöllum og hafði ákaflega gaman af
snjósleðaferðum og fór í góðra vina hópi í margar sögulegar snjósleðaferðir inn
á afrétt og það þarf ekki að efa að á þeim dögum hafði náttúra landsins skartað
sínu fegursta í vetrarbúningi sínum. Og að renna fyrir fisk hafði hann yndi af
alla tíð. Þeir sem fóru í Veiðivatnaferðir með Jóni áttu láni að fagna. Hann var
fróður um náttúru landsins og í fjallaferðum og veiðiferðum var hann ómiss-
andi, hafði jafnan ráð undir rifi hverju hvort heldur eitthvað bilaði eða það
þurfti að lesa í straumhörð jökulvötn og virtist kunna leiðina yfir hverja ófæru,
alltaf íhugull og rólegur og komst sína leið. Hann bjó yfir þessari traustri yf-
irvegun, varð aldrei hræddur, en útsjónarsamur og fljótur til.
Jón var heilsuhraustur lengstum, og vann alla ævi eins og kraftar leyfðu
og var maður þeirrar gerðar að vilja í engu bregðast því er honum var trúað
fyrir.
Jón lést á dvalarheimilinu Lundi 16. október 2015 og var jarðsunginn frá
Marteinstungukirkju 31. október.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
Knútur Jónsson
Jón Knútur Jónsson og var fæddur í Kálfholtshjá-
leigu, þar sem nú er Lækjartún þann 20. júlí 1929.
Foreldrar hans voru hjónin Rósa Runólfsdóttir frá
Snjallsteinshöfðahjáleigu, sem nú heitir Árbakki, og
Jón Jónsson frá Hárlaugsstöðum. Þeim hjónum varð
fimmtán barna auðið, en þau eru; Guðrún, þá Knútur,
Sigurður, Sigrún, Jón Vídalín, Herborg, Helgi, Inga,
Lóa, Kristín, Ásta, María, Maja, Ólafur Arnar, Krist-
ín Herríður. Sex eru nú látin.
Þegar þrjú elstu börnin höfðu litið dagsins ljós fluttu foreldrar hans að Herr-
íðarhóli þar sem þau bjuggu æ síðan og þar ólst Knútur upp, og sýndi hann
fljótt að hann var hneigður til náms.
Hann naut hinnar hefðbundnu barnafræðslu sem þá tíðkaðist. Og um leið
og hann hafði þrek og þroska til fór hann að vinna fyrir sér, til að byrja með