Goðasteinn - 01.09.2016, Page 191
189
Goðasteinn 2016
einkum hjá frændum sínum á Hárlaugsstöðum, því stefnan var eflaust strax í
æsku sett á að láta drauminn um að ganga menntaveginn rætast. Hann fór á
íþróttakennaranámskeið á Reykjum í Hrútafirði og síðan í Menntaskólann á
Laugarvatni, þaðan sem hann útskrifaðist sem stúdent 1955. Þremur árum síðar
hélt Knútur utan til náms í Aachen í Þýskalandi þar sem hann átti heima næstu
árin og las fyrst verkfræði en síðar byggingartæknifræði og lauk námi sem
byggingartæknifræðingur.
Á námsárunum kom hann jafnan til Íslands á sumrin og vann fyrir náminu,
einkum á þungavinnuvélum við vegagerð. Í þá daga voru engir möguleikar
á námslánum líkt og í dag, og því þurftu menn að nýta vel sumartímann til
að afla til alls ársins, og vera skynsamir og aðhaldssamir í meira lagi til að
láta sumarhýruna nægja yfir veturinn. Knútur flaug jafnan út til Þýskalands á
haustin en á vorin var aurinn uppurinn og samdi hann þá um far heim til Ís-
lands með fiskiskipum og vann fyrir því um borð.
Þegar Knútur kom heim frá Þýskalandi að námi loknu starfaði hann árum
saman við byggingar- og framkvæmdaeftirlit m.a. hjá Vegagerðinni og Raf-
magnsveitum Ríkisins. Það starf hentaði honum einkar vel þar sem hann fékkst
við gerð byggingarteikninga, útreikninga á burðarþoli og önnur verkefni á sínu
fagsviði. Síðar á lífsleiðinni fékkst hann einnig við kennslustörf m.a. í Garð-
inum og á Selfossi, þar sem færni hans í raunvísindum, einkum stærðfræði og
eðlisfræði nýttist vel. Hann átti heimili sitt að Melgerði 4, í Kópavogi þar sem
hann undi hag sínum vel og bjó einn alla tíð.
Knútur hafði skýra og mótaða lífsafstöðu. Hann fylgdist af áhuga með öll-
um þjóðmálum. Setti veröldina alla í samhengi, skynjaði nið tímans og mik-
ilvægi sögulegra atburða.
Hann var málamaður og hafði vald á fjölmörgum tungumálum og þýskan
var sem hans annað móðurmál. Hann las erlendar bækur sér til skilnings og
ánægju. Hann átti mikið bókasafn og var góður vinur fornbókasala heima og
erlendis.
Knútur var maður vísindanna og rökhugsunarinnar, vel gefni pilturinn aust-
an úr Ásahreppi sem gekk menntaveginn á þeim árum, þegar aðeins brotabrot
þjóðarinnar hafði möguleika á að brjótast til mennta. Hann las fyrst og fremst
vísinda- og fræðirit, var víðlesinn og bjó yfir yfirgripsmikilli þekkingu á svo
mörgum sviðum, allt frá læknisfræði til stjörnufræði og mannkynssögu sem
og þjóðmálum hvers konar. Hann nýtti sér tæknina og átti alltaf nýjustu gerð
tölvu og kunni að nýta sér þau tæknivísindi öll.
Hann ferðaðist talsvert síðustu áratugina og hafði mikla ánægju af því að