Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 192
190
Goðasteinn 2016
upplifa ólíka menningu, strauma og stefnur annarra landa og þjóða. Hann und-
irbjó sig vel fyrir ferðirnar með því að lesa sér til um land og þjóð. Og heim
kominn á ný lifði hann lengi á endurminningunum úr ferðalaginu.
Þýska orðatiltækið „Mehr sein, als schein“ (að vera, ekki sýnast), hefðu
getað verið einkunnarorð hans. Ekkert var honum fjær skapi en prjál, hégóm-
leiki eða stundarhagsmunir, eða að baða sig í ljósi athyglinnar, eða hlaupa eftir
tískusveiflum. Og þessir eiginleikar í fari annarra urðu honum oft tilefni hnytt-
inna athugasemda og góðlátlegara gamanyrða.
Hann var í senn alvörugefinn og kíminn, stundum orðvar og stundum hvat-
skeyttur. Hann þorði að vera sjálfum sér nógur og finna lífi sínu þann farveg
sem hentaði honum best og gerði það áreynslulaust og ótrauður. En hann var
alls ósnortinn af öðru en því sem honum hentaði.
Knútur andaðist 4. mars 2015 og var jarðsunginn frá Kálfholtskirkju 15.
mars.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla
Kristinn Antonsson frá Glæsistöðum.
Kristinn Antonssona frá Glæsistöðum fæddist þar 26.
des. árið 1930 og ól þar allan sinn aldur. Hann var sonur
hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Sigluvík í V.-
Land. f. 1898, d. 1980 og Antons Þorvarðarsonar bónda
á Glæsistöðum f. 1889, d. 1990. Bræður Kristins voru
Sigurður f. 1928, d. 2011, en hann var elstur, Guðmundur
bóndi og málarameistari f. 1929 og yngstur er Ástþór, f.
1932. Bræðurnir fjórir bjuggu alla tíð saman félagsbúi að Glæsistöðum.
Þótt Kristinn hafi að mestu leyti sinnt búskapnum heima á Glæsistöðum var
hann einn þeirra ungu bændasona úr þessu héraði sem héldu á vertíð til Vest-
mannaeyja og víðar. Þótt reikna megi með að kynnin af vertíðinni hafi verið
ævintýri líkust fyrir ungan sveitamann, kynnin af þessari miklu andstæðu sveit-
arinnar, önnum hennar og iðandi mannlífi, held ég að það hafi aldrei hvarflað
að honum að ílendast við sjávarsíðuna og gera þá atvinnu að ævistarfi, þó vel
væri hann liðtækur til þeirra starfa sem annarra. Sveitin, foreldrar, bræður og
búsmalinn toguðu of mikið til þess að svo yrði.
Kristinn Antonsson var um margt sérstæður maður. Hann var stálminnugur,
hljóður og hæglátur, trúlegast viðkvæmur og hlýr. En þrátt fyrir hið milda yf-