Goðasteinn - 01.09.2016, Page 194
192
Goðasteinn 2016
ar er Rúnar Magnússon og synir þeirra eru Hjörleifur Máni fæddur 2008 og
Jón Oliver fæddur 2010. Síðar eignaðist hún soninn Kormák Atla Unnþórsson
hann er fæddur 16. apríl árið 2000. Hún var ótrúlega stolt af krökkunum sínum
og hvað þau væru góðir krakkar sem þau sannarlega eru.
Bjuggu þær mæðgur fyrst um sinn á heimili foreldra hennar á Hellu en síðar
fluttu þær í burtu. Þær bjuggu um tíma á Sauðarárkróki eða í ein fjögur ár,
þaðan flutti hún til Reykjavíkur og í ágúst 2011 flutti hún aftur á æskuslóðir
sínar á Hellu.
Hún var hörkudugleg í vinnu og langaði að vinna, fannst það gaman og var
ánægð í svo mörgu sem hún tók sér fyrir hendur og vildi vinna mun meira en
hún oft hafði heilsu til. Vann hún víða bæði á Sauðárkróki, Reykjavík og í
Rangárvallasýslu. Hún var alls staðar vel liðin á vinnustöðum sínum og þeim
sem unnu með henni fannst það skemmtilegt. Nú síðast vann hún á Kansl-
aranum þegar heilsan leyfði.
Hún var einstaklega góð öllum og mátti aldrei neitt aumt sjá og kom víða til
hjálpar. Það passar vel inn í þá mynd að láta sér þykja vænt um dýr, hún sá ekki
sólina fyrir dýrunum sínum, hundurinn hennar Rán var henni svo mikið kær.
Klæðaburður hennar var öllum kunnur og afar sérstakur. Hún var svona
hippaleg í stíl sínum og gekk í fötum sem fæstir nema hún komust upp með að
ganga í og af fötum átti hún alveg meira en nóg. Hún skreytti sig mikið með
hálsfestum, hringum og áberandi naglalakki og átti hún um 30-40 mismunandi
sólgleraugu.
Með fötum sínum, framkomu og ýmsum hætti fékk hún fólk til að brosa og
bæði láta hlæja að sér og með sér og hvort sem var fannst henni gott að hafa
bros og hlátur í kringum sig enda með smitandi hlátur sjálf. Það var þannig
að fólk laðaðist að henni og að vera í nærveru hennar, hún gat alltaf tekið upp
á einhverju skemmtilegu. Eðlilega stóðu ömmudrengirnir hjarta hennar nærri,
ormabobbarnir hennar eins og hún kallaði þá. Þeir eiga einmitt margar góðar
minningar um ömmu sína og þegar þeir gistu hjá ömmu voru allir þar upp í og
hundurinn og kötturinn líka. Hún var líka í eðli sínu barngóð og nutu þau þess
börnin sem í kringum hana voru.
Linda hafði oft gaman af því að hlusta á tónlist og eiga mikið af vinum
hennar minningar af tónlist sem tengist henni eða ákveðnum tíma eða atvik-
um. Það var einnig skrautlegt heima hjá henni, dúkar undir öllum kertastjök-
um og mikið af myndum á veggjum af því sem kalla má af stórfjölskyldunni,
það voru ekki bara hennar nánustu heldur líka vinir og bara hver sem henni
fannst að ætti heima á mynd á vegg hjá sér.