Goðasteinn - 01.09.2016, Page 197
195
Goðasteinn 2016
Páll Ísleifsson
Páll Ísleifsson fæddist í Reykjavík hinn 28. ágúst
árið 1946 og hann lést eftir langvinn veikindi hinn 8.
nóvember árið 2015.
Hann var einn af 7 börnum þeirra heiðurshjóna
Guðrúnar Valmundsdóttur og Ísleifs Pálssonar í
Ekru. Þau systkini 7 ólust upp við guðsótta og góða
siði hjá foreldrum sínum og lærðu að biðja bænir og
sækja kirkju. Palli átti einlæga trú og gekk með Jesú
í gegnum lífið. Hann tók við hringjarastöðu pabba síns við Oddakirkju og sá
um að hringja til messu og annarra athafna í kirkjunni sinni í mörg ár. Hann
á mörg handverkin fyrir kirkjuna sína og umhverfi hennar. Hann kom t.d. að
þeirri miklu vinnu þegar kirkjugarðurinn var stækkaður ásamt fleira fólki og
þar á meðal var Ísleifur sonur hans. Hann unni kirkjunni sinni og er honum
þakkað af alhug fyrir hans óeigingjarna starf í þágu hennar.
Palli var ekki langskólagenginn, hann gekk í barnaskólann á Strönd og í
skóla lífsins eftir það með góðum árangri. Hann bjó í Ekru alla sína ævi, fyrir
utan tvær vertíðir sem hann fór á í Vestmannaeyjum og í Þorlákshöfn. Hann
stundaði búskapinn með foreldrum sínum en var vinnumaður um tíma bæði í
Skarði og í Ártúnum. Árið 1976 tók hann alfarið við búskapnum í Ekru. Og
þá voru góð ráð dýr, Palli hafði ekki enn eignast konu og nú fann hann að það
væri nú betra að hafa konu til að hugsa um heimilið, svo hann brá á það ráð
að auglýsa eftir ráðskonu Auglýsingin hljómaði næstum því svona: ,,Ráðskona
óskast í sveit, má hafa með sér barn.“ Palli hafði heppnina með sér því austur
á fjörðum var ung stúlka að vinna í saltfiski og rak hún augun í auglýsinguna.
Stúlkan sem réði sig til hans Palla var hún Halldóra Guðrún Valdórsdóttir sem
fáir þekkja undir öðru nafni en Höllunafninu. Hún pakkaði sér og Evu sinni
litlu saman og hélt á vit ævintýranna á Suðurlandinu. Þarna fékk hann Palli til
sín konuna sem átti eftir að verða lífsförunautur hans í blíðu og stríðu og líka
litla stelpu sem varð hans frá fyrstu stundu. Ekki leið á löngu þar til einkason-
ur Palla og Höllu leit dagsins ljós en hinn 10. maí árið 1979 kom drengurinn í
heiminn og hlaut hann nafnið Ísleifur. Þau Palli og Halla gengu í hjónaband á
afmælisdegi Höllu hinn 30. september 1979. Þau bjuggu alla sína tíð á Ekru allt
þar til Palli missti heilsuna og þau fluttu inn á Hellu. Búskapurinn var hans
ævistarf, hans líf og yndi og var Palli fjárglöggur með eindæmum, hann þekkti
öll mörk og var með allan sinn fjárstofn á hreinu og ekki nóg með það heldur