Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 200
198
Goðasteinn 2016
hesta sína reið Runi í hlað. Hann hvíldi sig stutta stund og hélt síðan áfram
inneftir með leitarmönnum. Þegar inn að Skiptingarhöfða var komið voru hans
hestar minnst sveittir, sem bar hestamennsku hans glöggt vitni og tilfinningu
fyrir skepnunum.
Þegar Runi kom að Fljótsdal hafði hann þó nokkurn bústofn með sér, nokkr-
ar kindur en aðallega hesta. Hann fékkst fyrstu árin nokkuð við tamningar en
fljótlega valdi hann sér fremur að sinna fjárstofni sínum og hlúa að honum,
enda átti hann margt fjár. Hann hafði metnað fyrir því að hvítu ærnar væru
vel og fallega hvítar og mislita féð væri sem fjölbreyttast. Hann hafði ýmsar
tilgátur í ræktunarstarfinu sem voru kannski ekki eftir bókinni.
Líklega sá Runi aldrei nokkra ástæðu til að hefta för sauðfjár. Hann viðhélt
þremur girðingum um ævina, þó með mismunandi árangri. Það var hrossagirð-
ingin, til að halda reiðskjótum heima við, girðingin framan við heiði til að
halda hinum hrossunum í heiðinni og svo girðingin ofan við tún vestan megin
til að halda Barkarstaðabeljunum frá túnunum. Ærnar máttu koma og fara eins
og þeim sýndist.
Fjárglöggur var Runi með afbrigðum svo af fóru sögur milli sýslna.
Vanalega lagði hann inn lömbin á Djúpadal eða Hellu, enda voru þar næstu
sláturhús. Eitthvert sinn var þó farið með lömbin út á Selfoss og þar gerði hann
það sem hann var vanur; lagði lömbin inn eftir númerum án þess nokkurn
tíman að skoða merkin. Þetta þótti Árnesingum svo sérstakt að oft var um það
rætt og hlýtur því að vera styrk stoð fyrir sögunni.
Eitt sinn fór hann með fjallmönnum inn á Emstrur, líklega til að gá að fé.
Þar fundu þeir tvílembu sem sást tilsýndar. Runa varð þá að orði að þessi ær
væri frá bæ einum í Álftaveri. Þegar ærin var handsömuð kom í ljós að sú var
raunin. Þessi ær var komin langt frá sínum heimahögum og örugglega verið
liðin mörg ár síðan Runi hafði síðast séð fé af þeim bæ sem hann hafði nefnt.
Þegar Runi hafði heimt fé sitt að hausti úr högum og af fjalli leit hann gjarn-
an yfir hópinn vandlega, fór að því loknu inn til sín og skráði niður þær ær sem
hann taldi sig hafa séð og þekkt. Sagan segir að sjaldan eða aldrei hafi skeikað
þar miklu ef þá einhverju.
Tengdasonur Runa, Þorkell, var nú ekki í háum metum, sér í lagi hvað varð-
aði búskapinn. Ef Keli stakk upp á hrúti til ásetnings þá var hann líklega hafð-
ur í matinn skömmu síðar. Og þegar Anna og Keli voru að taka við búskapnum
og ætluðu að stýra notkun hrúta, þá varð sá gamli skyndilega allur hressari, því
hann dreif sig út í fjárhús, nánast án þess að geta það, opnaði hrútastíuna og
hleypti þeim inn til ánna. Runi sættist við ráðslag þeirra um síðir en var alltaf
forvitinn um hvað tengdasonurinn væri að bauka.