Goðasteinn - 01.09.2016, Side 201
199
Goðasteinn 2016
Runa búnaðist ætíð vel enda góður bóndi og vinnusamur. En í seinni tíð
voru ekki allir þættir búskaparins honum jafn handgengnir. Má þar nefna sam-
skipti hans við dráttarvélar, sem voru sérstök ævintýri út af fyrir sig. Einhverju
sinni gerðist það að hann festi slíkt tól í hyl útí miðju Markarfljóti rétt við
Dímon, líklega séð fé sem hann kannaðist við og vildi kanna betur. Þegar svo
var komið gerði hann sér lítið fyrir og kom sér af sjálfsdáðum í land og ekki
einasta það, heldur gekk hann rennandi blautur og illa búinn sem endranær, um
hávetur alla leið heim í Fljótsdal. Það eitt og sér var þrekvirki. Í kjölfarið þessa
atburðar var haft á orði á þorrablóti að það væri sennilega hentugast fyrir Runa
að fá sér dráttarvél með utanborðsmótor. Þessi atburður lýsti vel hversu óragur
hann var og hvernig hann vann sig úr vanda með jafnaðargeði og yfirvegun.
Hann lét smásprænur eins og Markarfljót ekki hefta för sína ef ær áttu í hlut.
Runi fór aldrei út fyrir landsteinana utan það eina skipti þegar honum
bauðst að fara í bændaferð með dráttarvélafyrirtæki eftir að hafa keypt af því
nýja dráttarvél. Þá dreif hann sig í að fá sér vegabréf og lét smámuni eins og
reynsluleysi í ferðalögum og skort á tungumálakunnáttu ekki stoppa sig. Hann
naut ferðarinnar en samferðarfólkið naut samvista við hann enn betur, enda
maðurinn í senn skemmtilegur og eftirminnilegur.
Árið 1978 lenti Runi í mjög alvarlegu slysi, sem atvikaðist með þeim hætti
að bændur voru að smala Þórólfsfell og hafði griðing verið strengd á stað sem
hann vissi ekki um. Á mikilli yfirferð kemur hann að girðingunni án þess að
hann eða hestur sjái hana, með þeim afleiðingum að hann kastaðist fram af
hestinum og lenti með höfuðið á undan sér á stórgrýti. Hann lá meðvitundalaus
í þrjár vikur og var síðan sendur heim eftir fjögurra vikna sjúkrahúslegu, án
endurhæfingar, í afdal til vanfærrar eiginkonu og tveggja ára dóttur.
Eftir þetta áfall náði hann sér aldrei. Hann hafði verið líflegur og gam-
ansamur gleðigjafi fyrir slysið, söngvinn og spilaði vel og mikið á hljóðfæri.
Allt var þetta meira og minna frá honum tekið, hann gerðist heldur þögull og
einrænn og virtist síður hafa ánægju af að blanda geði við annað fólk, altént
í því mæli sem hann áður hafði gert, en þá kom hann víða við og fór á bæi til
skrafs og skemmtunar.
En þrátt fyrir að yfir Runa hafi dofnað átti hann oft góða spretti í hnittnum
tilsvörum og gamansemi. Þannig hafði hann talsverða ánægju af að lýsa því
hvernig hann rændi konu sinni af fyrri eignmanni hennar og hafi eingast með
henni tvö börn sem sá fyrri hafi ekki komið í verk. Og einhverju sinni var
hann spurður um hvaðan börnum þeirra kæmu allar þeirra gáfur, en Anna og
Pétur eru bæði annálað námsfólk, svaraði Runi af umtalsverðri hógværð: “Ja,