Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 203
201
Goðasteinn 2016
Runólfur lést á Kirkjuhvoli þ. 21. júní 2015. Útför hans fór fram frá Hlíð-
arendakirkju þann 27. júní.
Önundur S. Björnsson, Breiðabólstað
Sigurjón Sveinbjörnsson
Sigurjón fæddist í Mið-Mörk hinn 29. apríl 1946,
sonur hjónanna þar Jóhanns Sveinbjörns Gíslasonar
frá Núpakoti og Kristínar Sæmundsdóttur frá Stóru-
Mörk. Í Mið-Mörk ólst hann upp ásamt systkinum
sínum en þeim hjónum fæddust níu börn, þau eru,
auk Sigurjóns sem var næstelstur; Sæmundur, Guð-
rún, Guðbjörg, Sigurbjörn sem andaðist kornabarn og
Sigurbjörn yngri, Guðmundur, Gísli og Ásta.
Hann líkt og hans kynslóð lifði tvenna tíma; - frá því að hann hljóp á barns-
aldri um grundir og hlíðar í Mið-Mörk, hefur svo margt breyst. Forðum voru
ekki til vélar að létta störfin við búskapinn og fólk treysti á hverja einustu
vinnufúsa hönd, líka barnanna. Æskuheimilið var hollur skóli til þess að móta
trausta og heilbrigða skapgerð.
Fimmtán ára gamall fór Sigurjón sem vinnumaður að Efra-Hvoli og síðan
að Dufþekju. En það var hafið sem heillaði og í mörg ár sótti hann sjóinn og
var á vertíðum í Vestmannaeyjum, lengst af á Þórunni Sveinsdóttur VE 401.
Hann kunni vel við sjómennskuna, en örlög réðu því að hann fór heim og gekk
inn í búið með foreldrum sínum og tók síðan alfarið við því 1974.
Lífsförunautur hans og eftirlifandi eiginkona er Jóna Gerður Konráðsdóttir
frá Búðarhóli, f. 31. janúar 1952. Þau gengu í hjónaband 9. júlí 1983. Og stúlk-
urnar þeirra þrjár litu dagsins ljós, þær: María f. 28. okt. 1982, Sigríður f. 31.
des. 1983 og Guðrún Hulda f. 25. júní 1985. Fyrir átti Sigurjón soninn Elfar
með Pálínu Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur, en hann er f. 12. nóv. 1972, börn hans
tvö eru; Jóhanna Kristín og Sigurjón Valberg.
Og árin sem í hönd fóru voru vinnuár, ár búskapar og barnauppeldis. Verka-
hringur Sigurjóns var bundinn Mið-Mörk og starfsgleði, verklagni og alúð lýsti
sér í heimilbrag öllum og búskaparháttum. Jörðina bjó hann vel og bar hún
vitni trúmennsku góðs bónda. Hann var áhugsamur búfjárræktarmaður og átti
jafnan fallega og nytjagóða gripi bæði í fjárhúsi og fjósi og voru þau hjón marg-
verðlaunuð fyrir úrvalsmjólk.