Goðasteinn - 01.09.2016, Page 204
202
Goðasteinn 2016
Sigurjón trúði á mátt og frjómagn moldarinnar. Um það ber garðurinn
hans umhverfis bæinn fagurt vitni þar sem öllu var vel við haldið og hlúð að
hverri plöntu og hverju tré, enda er garðurinn sannkallaður unaðsreitur og bæj-
arprýði. Og hefur hann hlotið að minnsta kosti tvisvar sinnum viðurkenningu
sem slíkur.
Hann var maður hreinskiptinn og vanafastur. Sem dæmi um það, að þó þau
hjón væru fyrir þó nokkru hætt með kýrnar, þá fór hann alltaf að ókyrrast og
vildi halda heim á leið þegar leið að „mjaltartíma“. Hann vildi hafa stjórn á
hlutunum, var árrisull og stundvís, og snyrtimenni fram í fingurgóma.
Hann var mikill vinur vina sinna og hjálpsemin var honum í blóð borin.
Hann hafði um árabil umsjón með steypuvél hreppsins og átti mörg handtök
í byggingum sveitarinnar, íbúðar- og útihúsum, svo og Heimalandi og víðar.
Og þá starfaði hann líka í björgunarsveit Eyfellinga, Bróðurhöndinni.
Hann hafði ákaflega gaman af ferðalögum, sér í lagi jeppaferðum, að kom-
ast inn að hjarta landsins og njóta þess sem ekki er í alfaraleið. Og hann þekkti
sig vel til og kunni skil á öllum örnefnum hér sunnanlands.
Sigurjón var trúmaður og sat um árabil í sóknarnefnd kirkjunnar hér í Stóra-
dal og var forvígismaður þess að hér var byggð upp ný kirkja og ófá handtök
á hann við þennan stað varðandi viðhald og uppbyggingu, og um þrjátíu ára
skeið tók hann grafir sveitunga sinna hér í garðinum.
Hann var mikill áhugamaður um ættfræði, hafði fengið frásagnargleðina í
arf frá föður sínum og kunni óþrjótandi sögur um menn og málefni. Hann sagði
sjálfur að það væru 2 biblíur á heimilinu; - Sunnlenskar byggðir og fjárbókin.
Hann var gestrisinn og góður heim að sækja, tók öllum opnum örmum.
Sigurjón andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi 18. ágúst 2015. Hann var jarð-
sunginn frá Stóradalskirkju 28. ágúst.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Fellsmúla