Goðasteinn - 01.09.2016, Side 205
203
Goðasteinn 2016
Stefanía Jórunn Sigurþórsdóttir
frá Kollabæ.
Stefanía Jórunn fæddist í Kollabæ hér í Fljótshlíð
6. sept. 1917. Hún lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli 29. maí 2015 s.l. Foreldrar hennar voru
Sigríður Tómasdóttir frá Járngerðarstöðum í Grinda-
vík og Sigurþór Ólafsson frá Múlakoti í Fljótshlíð.
Þeim hjónum varð 8 barna auðið og var Stefanía
yngst: Hin voru þessi í aldursröð: Sveinn, Tómas,
Ólafur, Erlendur, Margrét, Ingibjörg og tvíburasyst-
urnar Guðrún og Stefanía Jórunn.
Maki Stefaníu var Yngvi Ólafsson, f. 1914, d. 1982. Þau skildu. Dætur
þeirra eru:
1. Sigríður Þóra, f. 1945. Hennar maður var Sverrir Steindórsson,
f. 1938. D. 2005.
2. Katrín Yngvadóttir, f. 1946. Maður hennar er Guðjón B. Guðnason,
f. 1946. Börn þeirra:
1. Stefanía Guðjónsdóttir. Maki Iouri Zinoviev. Þau eiga þrjár dætur.
2. Borgar Guðjónsson. Maki Berglind Salvör Heiðarsdóttir.
Þau eiga tvö börn.
3. Alda Guðjónsdóttir. Maki Ólafur Guðmundsson. Börn þeirra eru tvö.
Eins og algengt var um ungar stúlkur þess tíma hleypti Stefanía heimdrag-
anum og hélt til atvinnuleitar í Reykjavík, hvar hún dvaldi og starfaði í nokkur
ár. Þar kynntist hún manni sínum, Yngva Ólafssyni, og eignaðist með honum
tvær dætur, svo sem fram hefur komið. Leiðir þeirra skildu. Eftir skilnaðinn
flutti Stefanía aftur heim í Kollabæ með dætur sínar tvær og bjó í fyrstu með
foreldrum sínum og Erlendi bróður sínum, en þegar gömlu hjónin brugðu búi
tóku þau systkinin við og bjuggu þar saman allt til þess tíma að þau fluttu á
Hvolsvöll.
Stefaía Jórunn var heilsteypt og vönduð kona sem vildi öllum gott gera. Hún
var glaðlynd að upplagi, vildi fá að lifa lífi sínu óáreitt og lét ógert að hnýs-
ast í annarra manna hagi. Hún var þakklát fyrir lífdaga sína og fólkið sitt allt
sem hún hafði yndi af að fylgjast með. Hún var falleg kona innra sem ytra, vel
lesin, einkum í ferðabókmenntum, því hún hafði ódrepandi áhuga á löndum og
lýð. Lestur slíkra bóka var hennar ferðamáti, fletti gjarnan upp í landabréfum
samhliða lestrinum til að átta sig betur á staðháttum landa og borga á jarð-