Goðasteinn - 01.09.2016, Page 206
204
Goðasteinn 2016
arkringlunni. Vafalaust hefði hún notið þess að ferðast um hefði þess gefist
nokkur kostur.
Um Stefaníu ömmu sína skrifaði nafna hennar fyrir mörgum árum eftirfar-
andi í bréf:
,,Það er ósk mín að eldast eins og amma. Verða svona lífsglöð og hress,
jákvæð og viljug. Ég var svo montin þegar ég sá að amma fór í splitt og sýndi
öllum myndina þegar amma var að halda fótbolta á lofti.
Takk fyrir amma. Kveðja Stefí.”
Undir 1990 flutti Stefanía í fallegar vistarverur á dvalarheimilinu Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli þar sem hún bjó til dauðadags. Þar naut hún hlýju og góðrar
umönnunar starfsfólks sem hér og nú skal þakkað.
Stefanía lést á heimili sínu, Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, þ. 29. maí 2015. Útför
hennar fór fram frá Breiðabólstaðarkirkju þann 15. júní. Jarðsett var í Gufu-
neskirkjugarði.
Önundur S. Björnsson, Breiðabólstað
Sverrir Gíslason
Sverrir Gíslason múrarameistari var fæddur 14.
október 1931. Foreldrar hans voru Gísli Jóhann Jóns-
son f. 1910 d. 1941 og Jóna Pálsdóttir f. 1913 d. 1942.
Systur Sverris, sammæðra: Þuríður, Ásta og Ásthild-
ur. Bræður, samfeðra: Sigurður, Gunnar hann er lát-
inn og Brynjólfur sem einnig er látinn. Sverrir bjó á
nokkrum stöðum með móður sinni m.a. á Ísafirði, hjá
ömmu sinni á Eyrarbakka en þegar mamma hans lést
var Sverri komið í fóstur í Heydal, þar varð fóstri hans Elínus Jóhannesson
og fóstra Þóra Runólfsdóttir. Einnig var á heimilinu móðir Þóru, Evlalía, var
honum hlýtt til Þóru sem kenndi heima en hann gekk einnig í skóla að vori
á Reykjanesi og fermdist í Vatnsfjarðarkirkju 1945. Þeir voru stundum langir
vinnudagarnir fyrir unga drenginn í Djúpinu sem gekk í öll þau bústörf sem
honum voru ætluð með kúm, kindum og hestum og engin voru þægindin til
staðar. Þrátt fyrir harðbýli oft á köflum átti hann góðar minningar og heillaði
Ísafjarðardjúpið, Heydalur og umhverfið allt.
Sverrir vann um tíma við vegavinnu á Ísafirði, keypti sér vörubíl. Hann
vann einnig á flugvellinum í Keflavík, hjá hernum. Hann nam múrvek í Iðn-
skólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1959 síðar lauk hann meistaraprófi