Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 207
205
Goðasteinn 2016
við iðnina eða 1974. Eftir að hann fluttist að vestan kynntist hann lífsförunauti
sínum. Ólafía Sigríður Birna Bjarnadóttir var fædd 11. júní 1935 hún lést 8.
desember 2013. Foreldrar hennar voru Sigrún Stefánsdóttir og Óskar Guð-
jónsson. Ólafía og Sverrir gengu í hjónaband 11. júní 1955 og hófu búskap
á Mýrargötu 10 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1. Jóna Elísabet f. 1955 maki
Pálmar H. Guðbrandsson þau eiga 4 börn. 2. Bjarni Rúnar f. 1956 hann á 3
börn. 3. Elín Þóra f. 1959 maki Einar S. Bjarnason, þau eiga 4 börn. 4. Sverr-
ir Þór f. 1964 maki Brynja Sverrisdóttir þau eiga 2 börn. Einnig átti Sverrir
dótturina Sigríði Helgu f. 1964, móðir hennar er Kristín Ingunn Haraldsdóttir,
hún er látin. Sigríður var gift Úlfari Þór Aðalsteinssyni, hann er látin, hún á
2 börn.
Um tíma bjó fjölskyldan á höfuðborgarsvæðinu en fluttust vestur þegar
Sverrir vann ýmis múrverk í Ísafjarðardjúpi m.a. við Reykjanesskólann. Þau
ráku ferðahótel við Arngerðareyri, eftir það fluttu þau í Ögur og bjuggu þar
í ein fjögur ár. Þau bjuggu í tvö ár í Árnesi Í Gnúpverjahreppi þar sem hann
stýrði allri múrvinnu við byggingu félagsheimilisins þar. Síðar keyptu þau
íbúð í Vesturbergi í Efra-Breiðholt og múraði hann víða í Breiðholti. Í apríl
1974 keyptu þau Rimakot í Þykkvabæ, voru um tíma á Hellu en fluttust aftur
í Þykkvabæ og keyptu Hábæ árið 1992. Eftir að þau fluttust í Rangárvalla-
sýsluna múraði hann þar víða, hann fór einnig í kartöfluræktina og hóf í kring-
um 1982-83 svepparækt, var ræktunin í gamla húsinu í Rimakoti og voru þau
hjónin með ræktunina í ein fjögur ár. Hann fór í enskuskóla til Southampton
í Greylands-skóla 1999 og 2001, bjó hann sér þannig starfsvettvang með því
að keyra ferðamenn og var fær um að tala við þá, vann hann við þetta í um
tvö ár. Hann stofnaði bókaútgáfuna Gýgjarstein og gaf út sína fyrstu bók árið
2005. Eftirtaldar bækur gaf hann úr; ljósmyndbækurnar Fletta, Gluggasteinn
og Frá dögum við Djúp, hann gaf einnig út æskuminningar sínar frá því hann
var í Heydal, Ævintýradalurinn. Þá gaf hann út dagbókarbrot og gamanmál en
þar segir hann frá ferðalagi sínu og námi á Englandi. Er gaman að lesa þessa
frásagnir og skynja hversu vel hann tók eftir öllu umhverfi sínu og segir vel frá,
enda góður sögumaður. Átti þessa bókaútgáfa vel við hann enda var hann mik-
ill grúskari og fróðleiksfús og naut þess að miðla fróðleiknum. Hann spilaði
með Harmonikufélagi Reykjavíkur og Harmonikufélagi Rangæinga. Sverrir
var oft stórhuga, framsýnn eldhugi sem fékk miklar hugmyndir sem margar
hverjar hann hreinlega framkvæmdi og voru ekki orðin tóm.
Hin síðustu ár áttu þau hjón notalegt ævikvöld, þau fóru oft vestur í ferðalög
en einnig höfðu þau gaman af ferðum út fyrir landsteinana og ógleymanleg
var ferð þeirra til Kúbu.