Goðasteinn - 01.09.2016, Side 208
206
Goðasteinn 2016
Sverrir bjó síðustu misseri á Hjúkrunar- og dvalarheiminu Lundi á Hellu.
Hann lést 8. febrúar 2015 og var útför hans gerð frá Oddakirkju 21. febrúar.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Þórir Jónsson
Þórir Jónsson fæddist á Selalæk á Rangárvöllum 2.
júlí 1957. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Bjarnadótt-
ir, fædd 1915 í Böðvarsholti Staðarsveit, dáin 2002 og
Jón Egilsson fæddur 1908 á Stokkalæk á Rangárvöll-
um, dáinn 1992. Þórir var næst yngstur tíu systkina.
Þau eru, Skúli sem er látinn, Eygló, Egill, Helgi sem
er látinn, Svanborg, Bjarni, Bjarnveig, Bára og Við-
ar.
Það var mikið umleikis og gestkvæmt á æsku-
heimili hans, stór systkinahópurinn og margir áhyggjulausir æskudagarn-
ir í útreiðatúrum og gönguferðum um landið. Öll þurftu þau að hjálpa til
við sveitastörfin og strax frá unga aldri var Þórir dugmikill. Hann gekk í
barnaskóla að Strönd og Hellu og lauk síðan landsprófi frá Skógaskóla. Hann
varð búfræðingur frá Hvanneyri vorið 1976, það sama ár 1. júní þegar vant-
aði þá ekki nema mánuð í 19 ára afmælisdag hans tók hann við búi á Selalæk,
ásamt bræðrum sínum Bjarna og Skúla. Þórir og Bjarni stofnuðu félagsbú með
kúabúskap sem aðalbúgrein, en Skúli tók við fjárbúinu. Gekk þeim alla tíð
samstarfið vel og voru ásamt eiginkonum sínum samstíga í að hafa snyrtilegt í
kringum búið og hýbýli sín.
Eftirlifandi eiginkona Þóris er Guðný Söring Sigurðardóttir, hún fluttist á
Selalæk 1989 en 12. ágúst ári síðar gengu þau í hjónaband. Foreldrar hennar
eru hjónin Íshildur Þrá Einarsdóttir Söring frá Keflavík og Sigurður Þorgilsson
frá Ægissíðu. Börn þeirra eru Þráinn fæddur 1991, Sesselía fædd 1994, unnusti
hennar er Ólafur Logi Guðmundsson og Birta Sólveig fædd 1997.
Þórir var alla tíð barngóður og börnum tók hann alveg eins og sem fullorðin
væru, með mikilli virðingu og í eldhúsinu var alltaf boðið upp á veitingar á
diski. Hann sinnti föðurhlutverkinu með miklum sóma, aðstoðaði krakkana
við heimanámið, var duglegur að leika við þau og finna upp á einhverju æv-
intýralegu sem hann hafði sjálfur ekki minna gaman af. Var hann börnum
sínum mikil og góð fyrirmynd. Oft var reynt að fara í einhverjar skemmtilegar