Goðasteinn - 01.09.2023, Síða 22

Goðasteinn - 01.09.2023, Síða 22
20 Goðasteinn 2023 22. ágúst 2023 var einstaklega fallegur dagur hér á Suðurlandi. Sól skein á heið- um himni og það blakti ekki hár á höfði. Fjöldi prúðbúinna gesta hafði komið sér fyrir á Miðbæjartúni Hvolsvallar til að fylgjast með forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni, og elsta hópi leikskólans Öldunnar afhjúpa afsteypu af einu frægasta myndlistarverki Íslendings erlendis: Spirit of Achievement, Afrekshuga, eftir Nínu Sæmundsson. „Afrekshugur“ er hugtak sem segja má að hafi einkennt æviferil Nínu. Hún var fædd 22. ágúst 1892, skírð Jónína og var Sæmundsdóttir, uppalin í Nikulás- arhúsum í Fljótshlíð þar sem hún bjó fram á unglingsár; nítjándu aldar sveita- stelpa, yngst fimmtán systkina. Lífsbarátta tímans gerði ekki ráð fyrir neinum afrekum af hennar hendi, en hún bjó yfir anda og sál listamannsins, umkringd hinum magnaða fjallasal, víðsýninu og guðdómlegri náttúru Fljótshlíðar. Og þessi sveitastelpa varð fyrsta íslenska konan sem gerði höggmyndalist að ævi- starfi og naut alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir verk sín. Saga Nínu er nefnilega svolítið Öskubuskuævintýri. Árið 1911 er Nína 19 ára og fer til Kaupmannahafnar að dvelja hjá frænku sinni, Helgu Guðmundsdótt- ur, sem rak þar þvottahúsið Geysi og var mikil hjálparhella íslenskra stúdenta í borginni. Nína leitaði fyrir sér um nám og langaði að læra á fiðlu, en Helga frænka var mótfallinn því að hún lærði listir, því hún sagði að listamenn eign- uðust aldrei peninga. Nína lærði þá tannsmíði og prófaði nám í verslunarskóla. En svo vildi til að hún eignaðist vinkonu sem var listmálari og bjó í Svend- borg á Fjóni. Nína dvaldi hjá henni um tíma í hópi annarra listamanna og þar gerði hún sína fyrstu mynd, barnshöfuð mótað í leir. Það er einstaklega ljóðræn tilviljun að afsteypan af Afrekshuga er einmitt gerð í Svendborg á Fjóni, sama bæ og Nína mótaði sína fyrstu höggmynd sem var upphafið á glæsilegum ferli hennar. Hið fagurmótaða barnshöfuð ruddi Nínu braut inn í Tekniske Skolen, og á einu ári lauk hún tveggja ára undirbúningsnámi fyrir Listaakademíuna. Dugnaður hennar vakti athygli og verk hennar sömuleiðis, svo mjög að Helga frænka fékk endurgreidd skólagjöldin sem hún hafði lagt út fyrir. Eftir fjögurra ára nám veiktist Nína af berklum og dvaldi á berklahæli í Sviss, en ári síðar var hún á Ítalíu og kom sér upp vinnustofu í Róm. En það var í París sem höggmynd hennar, Móðurást, vakti mikla athygli og Nína hlaut viðurkenningu og peningaverðlaun, sem komu sér vel, því hún hafði eytt síð- ustu aurunum til að greiða fyrir þátttöku þessa verks inn á Haustsýninguna í Grand Palais 1924. Listvinafélag Íslands keypti afsteypu af Móðurást og 1930 var henni komið fyrir þar sem hún stendur enn, í Mæðragarðinum við Lækjar- götu; fyrsta höggmyndin eftir konu sem sett var upp hér á landi og einnig fyrsta höggmyndin sem ekki er hefðbundið minnismerki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.