Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 22

Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 22
4 HRAFNISTA fólgin að geta flutt sem flestar kerlingar eftir sjón- um í einu steinkasti. Með útfallinu færðist leikurinn niðureftir fjöru- borðinu en nú var sjór farinn að hækka og leikur- inn farinn að færast upp eftir. Einhver okkar þriggja fann nú upp á því að hætta þessum leik en fara heldur upp í bátinn sem lá þarna á þurru og láta sjóinn falla í kringum hann. Hörkuaðfall var nú komið. Aðsog og útsog skiptust á. Aðsogin færð- ust sífellt í aukana, báturinn var nú brátt umflot- inn, þar kom að hann fór á flot en var stjóraður niður með kollubandinu. Við uggðum ekki að okk- ur, því að við vorum uppteknir af einhverjum leik uppi í bátnum og vissum ekki fyrr en of seint var að vaða í land og urðum að láta fyrir berast það sem við vorum komnir. Brátt fór að bera á því að báturinn tók að hallast fram yfir sig. Sá endi bátsins sem var bundinn við stjórann fór að lækka, en hinn að hækka smátt og smátt. Fyrst í stað fannst okkur ekkert við þetta að athuga, en þar kom að okkur var ljóst að kolluband bátsins var of stutt en það mundi verða til þess að báturinn flyti ekki fram yfir flóð, en þá færi illa fyrir okkur, því bullandi dýpi var komið þar sem báturinn hafði legið um f jöruna. Gripum við nú til þess ráðs að kalla á hjálp en enginn heyrði til okkar og engin lifandi vera sást á ferli fyrir neðan sjógarð. Þetta fór að verða ískyggilegt, skutur bátsins hækkaði æ en framend- inn seig að sama skapi. Brátt mundi stjórinn toga bátinn niður fyrir yfirborð sjávar en þá væri úti um okkur. Við kölluðum á hjálp sem mest við máttum og létum öllum illum látum, en ekkert dugði. Að síðustu sáum við bát koma inn Munda- kotsós. Hann var að koma af „þyrslingi". Við köll- uðum nú meira en nokkru sinni fyrr. Bátsverjar virtust ekki heyra til okkar, því þeir beigðu vest- V' ur lónin innan við svokallaðan Svartaklett eins og þeir ætluðu vestur í Háeyrarlendingu Okkur lá við sturlun, sjórinn var að því kominn að renna inn í þann enda bátsins sem niður veitti. Við vor- um í hnapp í skutnum sem upp á við vissi, bátur- inn var að því kominn að sökkva. Allt í einu beigði báturinn sem var að koma að af leið sinni. Hann hafði þá heyrt í okkur hljóðin og kom til að bjarga okkur. Eftir skamma st-und vorum við komnir í land og úr allri hættu. Fyrsta sjóferð okkar félaga var á enda. Signrjón Á. Ólafsson: Ég er alinn upp við nyrztu takmörk Breiðaf jarð- ar í héraði er Rauðisandur nefnist, hvort hann ber háfn af Ármóði hinum rauða er gerðist þar land- námsmaður eða af hinum mikla skeljasandi sem er með allri sjávarströndinni, vil ég ekki dóm á leggja- Rauðasandsbugt markast af Bjargtöngum og Stálfjalli (Skor). í bernsku minni mátti sjá mik- inn fjölda skipa á þessum slóðum, sérstaklega á vorin, í norðanátt og í norðanveðrum lögðust mörg skip fyrir akkeri. Fyrir barnsaugum mínum var þetta tignarleg sjón að sjá þennan skipaflota með þöndum hvítum voðum sigla fram og aftur- Þarna voru skip af ýmsum gerðum og stærðum, allt frá einsigldum smáskútum vestfirskum til skonnorta bæði franskra og ameríkanskra, otg þótti mér hin- ar ameríkönsku bera af. Allt þetta sem fyrir aug- un bar skóp eftirvæntingu og þrá eftir því að kom- ast á þessi skip þegar maður yrði stór. Það var því ekki lítil tilhlökkun er ég átti þess von að mega fara í kaupstað þar sem nokkur hluti leiðarinnar var farinn á sjó. í þann tíð var sumarkauptíðin að jafnaði fyrir sláttarbyrjun í 12. og 13. viku sumars. Var þá lögð inn í verzlunina vorullin, sem ekki var höfð til heimaiðnaðar og ýmsar aðrar búsafurðir sem gjald- gengar þóttu. Árið 1891 um mánaðamótin júní— júlí rann upp sá langþráði dagur að ég, þá á sjö- unda ári, og systir mín ári yngri, fengum að fara í kaupstað með foreldrum okkar. Lagt var af stað snemma morguns í glaða sólskyni og hita með fjóra hesta klyfjaða og tvo til reiðar, sinn handa hvoru, mömmu og pabba. Við systkinin vorum bundin ofan á milli bagga aftan við klifbera og fór vel um okkur. Fjallferðin tók okkur rúmlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hrafnista

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.