Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 30
12
HRAFNISTA
netin af og til litu út fyrir borðstokkinn og til-
kynntu aflann, sem í vændum var á eftirfarandi
hátt:
„Ein glóri kindin“, „tveir hefðu þeir verið“, „það
er andinn og prikið og strollan, og selinn“, og að
lokum „það er hvítt fyrir neðan“. Þegar svo er
komið, var orðið mokfiski. Þegar búið var að inn-
byrða fiskinn og greiða hann úr netunum var hon-
um kastað aftur á skipið. þar var hann blóðgaður
oig látinn nokkurn veginn jafnt í öll rúmin nema
austurrúmið, í það var aldrei látinn fiskur. Ég vildi
fá að taka þátt í störfum og var ég látinn blóðga.
Ég hamaðist við verkið og nú hvarf sjóveikin með
öllu. Körlunum líkaði vel handbragð mitt og guldu
mér lof í lófa, sem jók starfsgleðina. Aflinn tregð-
aðist aftur þegar búið var að taka meirihlutann af
trossunni og í austurendanum var mjög tregur afli.
Þegar búið var að taka alla trossuna var hún lögð
aftur á þann hátt að skipinu var róið aftur á, en
netin voru látin renna út úr barkanum. Síðastur fór
stjórinn, þá stjórafærið. Þegar það var runnið á
enda og framámennirnir ætluðu að fleygja belgn-
um út, sagði formaður þeim að halda belgnum inni
á meðan lagað væri til á skipinu. Fiskinum var nú
dreyft um skipið svo að það væri rétthlaðið, þegar
því var lokið lögðu hásetamir út árar, formaður
setti fyrir stýrið.
Engeyjarmenn áttu aðra trossu til í sjó, það var
venja að vitja um báðar trossurnar í sama róðrin-
um, þegar ætla mátti að skipið bæri aflann úr
þeim báðum eða þegar veður var sæmilegt.
Engey var með gott hálffermi úr fyrri trossunni
en formanninum hefur víst ekki líkað veðrið því
hann lét hina trossuna vera óhreyfða, en hélt af
stað til lands þegar búið var að laga til í skipinu.
Vindurinn var heldur þyngri heldur en um morg-
uninn og af sömu átt. Bliku bönd færðust upp á
himininn, austurf jöllin voru hulin að mestu í brúna
móðu, á Hafnarsandinum þyrluðust upp rykmekk-
ir til og frá.
Ég var það veðurglöggur að ég vissi fullvel að
þetta útlit spáði ekki góðu, að minnsta kosti ekki
logni eða lygnandi veðri. Það greip mig því dálít-
ill beigur, átti þessi fyrsta sjóferð mín líka að verða
sú síðasta? Ég fór í huganum yfir öll sjóslys, sem
orðið höfðu í verstöðvunum sunnanlands og ég
mundi eftir, og gerði skýra rannsókn á því hvort
nokkurt þeirra hefði orðið við slíkar aðstæður og
þær, sem við vorum nú í. Ég komst að þeirri niður-
stöðu, að svo væri ekki og hughreistist ég nokkuð
við það, en þyngra var þó á metaskálum látbragð
skipverjanna, þeir voru sjáanlega hvergi smeikir,
en hófu öruggan róður til lands og létu ekkert á
sig fá þótt hann yrði fyrirsjáanlega í lengra lagi.
Ég sat aftur á og horfði frameftir skipinu. Ég
varð gagntekinn af því að horfa á róður hásetanna.
Þeir réru sex á hvort borð, með samstilltum ára-
togum, svo að líkast var að þeir væru allir á ein-
um ási.
Þeir hvöttu hvern annan við róðurinn með stutt-
um eggjunarorðum, svo sem: „Þetta er lagið“, „all-
ir nú“, o. s. frv. Sá eini, sem ekkert lagði til þeirra
mála var formaðurinn. Skipið skreið drjúgan þrátt
fyrir vindinn og kvikuna, sem voru beint í stefn-
ið. Mér tók að kólna og nú kom sjósóttin aftur, ég
kúgaðist nokkuð en hafði engu til að selja upp
annað en gallið. Þegar ég hafði kúgast um hríð,
sagði formaður mér að hvíla annan austurrúms-
manninn. Ég gerði það og tók við árinni, og ætlaði
að komast á lagið með hinum ræðurunum, en svo
óhönduglega tókst til að ég missti snögglega árina
upp úr sjó og féll aftur yfir mig ofan í miðskips-
rúmið. Fallið var þó ekki hátt því rúmið var meira
en hálffullt af fiski. Ég brölti aftur upp á þóftuna
og hugðist reyna í annað sinn, en þá tók hásetinn