Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 19

Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 19
------^----: :——i-:---1—-*n HRAFNISTA Blnð win sjómenn, sjóferðir og siglingar 1. Tölublað Jóllfl 1948 1- Árgangur Ritstjóri: Vilhj. S. Vilhjálmsson Útgefandi þessa tölublaðs er Fjársöfnunarnefnd dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Björn í Mýrarhúsum segir frá Mýrarhús á Seltjarnarnesi er nátengt útgerð- arsögu okkar í hundrað ár eða jafnvel lengur. Þaðan var mikil útgerð róðraskipa fyrrum, síð- ar skútuútgerð og loks kom þaðan mikill afla- maður og sjósóknari, Björn í Mýrarhúsum, sem var einn kunnasti skipstjóri skútualdarinnar og síðar togaraflotans að minnsta kosti fyrr á árum, en jafnframt skipstjórn sinni var hann umsvifamikill útgerðarmaður. Mýrarhús höfðu ekki sérstöðu í útgerð og mikl- um umsvifum í atvinnumálum á Selstjarnarnesi. Þar voru fleiri stórbýli, sem mikið komu við sögu í útgerð og búskap. Þar var mannmargt á hverju býli á vertíðum, þar bjuggu stórbændur rausnar- búum og þaðan hefur komið kjama fólk. Björn í Mýrarhúsum, Björn Ólafs, virðist enn ungur að árum. Hann er að vísu búinn að lifa langa ævi, 69 ár, qg umsvifamikla, en hann er fullur af lífsfjöri, sífellt brosandi og rneð gamanyrði á vör- um. Hann er sístarfandi, nú sem stendur fram- kvæmdastjóri h. f. Kirkjusandur og ekur bifreið sinni eins og ungur strákur um götur Reykjavík- ur þrátt fyrir umferðaflækjur og umferðahnúta. En hann er vanur því að fást við hnútana á sjó og því leikur hann sér að þeim á landi. En hann gerir og fleira. Hann ber velferð sjómannastéttarinnar mjög fyrir brjósti og gjaldkeri Dvalarheimilissjóðs aldraðra sjómanna hefur hann verið frá upphafi. Hann hefur ætíð verið góður fjárgeymslumaður og Jafet Ólafsson og Björn Ólafs. Myndin er tekin í ferðinni, sem sagt er frá. sjóður Dvalarheimilisins er vel kominn í hans höndum. Þegar ákveðið var að gefa út þetta blað til ágóða fyrir sjóðinn, ákvað ég að fá Björn til að segja les- endum þess nokkuð frá fyrstu sjóferð hans. Af því tilefni sneri ég mér til hans einn daginn og rabb- aði við hann. Við sátum lengi saman. Hann hafði frá mörgu að segja, og mál sitt kryddaði hann með gamansögum frá skútuslarki og togarastriti, en hér verður eingöngu haldið sér við efnið að hans eigin ósk og væri þó freistandi að skrásetja eitthvað af sögum hans öðrum. „í raun og veru á ég allsendis ómögulegt með að segja þér frá fyrstu sjóferð minni“, segir Bjöm. „Ég man nefnilega alls ekki eftir mér öðru vísi en á sjó, og það er víst af því að ég hef farið á sjó meðan ég var enn á milli vita. Það er líka hægt að segja að við Mýrarhúsamenn höfum alizt upp á sjó. Afi minn bjó í Mýrarhúsum og faðir minn bjó þar og ég hef lifað þar allan minn aldur. Allir höfum við stundað sjó og sveitabúskap, nema hvað ég er nú að mestu hættur sveitabúskapnum. Faðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hrafnista

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.