Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 32

Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 32
14 HRAFNISTA Hvernig heimsmyndin heíur breyzt gegnum aldirnar Mennirnir hafa frá alda öðli reynt að gera sér einhverja heimsmynd. Sérhver hinna fornu menn- ingarþjóða reyndu að skilja sambandið milli jarð- ar, himins og himintungla. Hindúar hugsuðu sér jörðina táknrænt sem lót- usblóm, sem vaggaði á heimshafinu, en þar um- hverfis voru Gulllandið og hin heilögu fjöll, sem stöðvuðu vötnin og hindruðu þau í að fossa út í Ginnungagapið. í miðju blóminu var spíran, tákn Meru-fjalls, sem menn töldu að væri á miðri jörð- inni. Krónublöðin og æðarnar táknuðu fjöllin, sem umkringdu Meru-fjall og voru dvalarstaðir goð- anna. Fjögur stór blöð táknuðu fjögur óravíð lands- svæði, eitthvað í líkingu við heimsálfurnar fjórar, og önnur blöð, hálf-hulin, táknuðu eyjar heimshafs- ins. Táknmynd heimsins með Forn-Egiptum finnum vér á papyrus-blaði með hieróglýfum, sem geymt er í Louvre-safninu. Jörðin er liggjandi mannvera hulin laufblöðum. Himininn er gyðja sem myndar hvelfingu með stjarnskreyttum líkamanum. Tveir bátar sigla um himininn, annar með rísandi, hinn með hnígandi sól. Á miðri myndinni sést iguðinn Mau, hin guðlega forsjón, sem vakir yfir jafnvægi alheimsins. Hver þjóð taldi miðdepil jarðarinnar vera í sínu landi. Egiptar álitu, að það væri Þeba, Assyríu- menn, að það væri Babylon, Hebrear Jerúsalem, Grikkir sögðu fyrst, að það væri Olympstindur, en síðar musterið í Dehli. Heimsmynd •Forn-Assyringa var á þessa leið: Jörðin var flöt og himinn var hvelfing, sem hvíldi á fjöllum umhverfis. Sólin fór gegnum dyr á himn- inum, líka tungl og stjörnur. Gluggar voru líka á himninum, og inn um þá gat komið vatn það, er umkringdi jörðina, og var þá regn. Egiptar töldu jörðina vera í aflangri öskju og var land þeirra í henni miðri. Himininn hvelfdist yfir eins og stálhjálmur og niður úr héngu himin- tunglin í sterkum þráðum. Himinhvolfið hvíldi á fjórum kvíslgreindum stofnum, og til vonar og vara voru líka fjórir fjallstindar, ef eitthvað slys skyldi velta stofnunum um koll. Samkvæmt elztu heimsmynd Grikkja var jörð- in flöt og kringlótt, en umhverfis hana streymdi fljót mikið, „Oceonus“, sí og æ í hring. Yfir jörð- inni hvelfdist bronce-himinn og stóð á háum súl- um, sem stjörnurnar voru á festar. Undir jörðinni var Tartarus, dimmur og djúpur undirheimur. — Þessa lýsingu gefur gríska skáldið Hómer um 1000 árum f. Kr. af heimsmyndinni. Grískur rithöfundur, Hesiod, sem uppi var öld síðar en Hómer, kemur með áhrifamikið dæmi til að sýna fram á þá ógnarhæð, sem er frá himni til jarðar og í gjána miklu, sem undir henni er. Hann segir, að ef koparsteðja væri varpað af himni, mundi hann falla í níu daga og níu nætur og lenda á tíunda degi á jörðu niðri. Sömuleiðis mundi steðji falla í níu daga og níu nætur af jörðu niður í hið dimma Tartarus. Aftur á móti er frá því sagt 1 Illionskviðu Hómers, að Júpiter varpaði Vúlkan eldguði af himnum ofan í bræði sinni og hann var ekki nema einn dag á leiðinni, en var að því, er sögnin segir, mjög ruglaður, er hann kom niður á Lemnos-ey. Almenningur í Grikklandi leit öldum saman á heimsmynd Hómers sem rétta og órengjandi, en grískir menntamenn undu ekki lengi við þessar frumstæðu hugmyndir. Þeir gagnrýndu þær mjög og smám saman komust þeir að þeirri niðurstöðu, að jörðin væri hnöttótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hrafnista

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.