Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 44

Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 44
26 HRAFNISTA heitri súpu. Það var aðeins einn maður af allri skipshöfninni, sem ekki tók virkan Jþátt í því að hjálpa mér til að dyljast og það var Daninn Fred Nelson. Hann kom þó niður til mín, augsýnilega til þess að tala við mig nokkur vel valin orð, en þegar hann sá mig, gleymdi hann strax erindinu, því að hann hristi bara höfuðið' og sagði: „Það er bölvað að þú skulir þurfa að hýrast hér innan um allar þessar rottur, skippari“. Og svo snerist hann á hæii og hvarf. Allan daginn var ég falin þarna niðri í lestinni í myrkri, en ég vildi þúsund sinnum heldur vera þar en í landi, þar sem allt var svo bölvanlega öf- ugsnúið og vitlaust. Um klukkan sex heyrði ég rödd pabba drynja uppi á afturþilfarinu. „Ég skal brjóta hvert ein- asta bein í skrokknum á ykkur bölvaðir ormarnir, ef þið segið mér ekki hvar hún er“. — Ég heyrði hvernig þeir Olesen, Stitches og Jamasita voru yfirheyrðir og svo þrumaði pabbi aftur: „Ég veit með vissu að hún er hérna einhvers staðar. Hvert hefði hún svo sem annað átt að fara? Jæja, út með það helvískir flugfiskarnir, eða ég. .. Hvar er hún?“ Aftur heyrði ég hásetana muldra eitthvað. Ég heyrði að þeir sóru við alla helga vætti, að þeir hefðu ekki hugmynd um hvar ég væri. Svo heyrði ég helvízk læti, eins og slegist væri og menn hlypu fram og aftur um þilfarið. Það var bersýnilegt, að pabbi var í þann veginn að gera alvöru úr þeirri hótun sinni að hann skyldi brjóta hvert einasta bein í skrokknum á þeim. Þá fannst mér að ég gæti ekki lengur setið hjá aðgerðalaus. Ég varð að gefa mig fram upp á náð eða ónáð. Ég skreið því upp úr myrkrastofunni og upp á afturþilfarið. Þar birtist ég allt í einu fyrir framan pabba, sem stóð þar vígalegur og ófrýnilegur. Andlit hans var eldrautt af yonzku, „Hvað (og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis) á þetta að þýða?“ öskraði hann, en ég heyrði á raddblænum að þetta var að nokkru leyti uppgerð. Ég stamaði: „Ef.. . ef ég fæ að vera kyrr um borð þá ... þá máttu flengja mig fyrst eins mik- ið og þú vilt. Ég vil miklu heldur láta flengja mig á hverjum degi en að ég sé aftur send í land“. ,,Snáfið þið í burtu bölvaðar hengilmænurnar. Á hvern andskotann eruð þið eiginlega að glápa marglitturnar ykkar?“ öskraði pabbi til hásetanna, sem stóðu í fylkingu fyrir framan hann og gláptu á hann og síðan á mig eins og þeir ætluðu að éta mig með augunum af því að ég hafði gert full- yrðingar þeirra að engu. Þeir hurfu hver af öðrum undir eins og voru augsýnilega fegnir að sleppa svo vel. Eftir að pabbi hafði svo barið mig duglega með kaðalspotta, ja, það var áreiðanlega versta flenging, sem þessi slitni spotti hafði verið notað- ur til, fór hann aftur með mig 1 land og heim til mömmu sem var, þegar við komum heim, útgrát- in — og tók mér vægast sagt mjög þegjandalega. Ég var látin borða í eldhúsinu. Og svo fór ég að hátta án þess að segja við hana eitt einasta orð. Um leið og sólin kom upp var ég komin á fætur, en pabbi hafði þó sloppið á brott frá mér. Hann hafði farið klukkutíma áður til skips. Það var á góður aflandsvindur og byr því ágætur. Ég gat séð höfnina greinilega og bláan haffletinn. Ég hljóp að húsabaki, en þar var hátt og mikið tré. Ég var vön að klifra upp siglutrén alla leið upp í topp og mér veirtist því létt að klifra upp í trjákrónuna. Ég gat, því hærra sem ég fór, betur séð höfnina og hafnarkjaftinn, og að lokum, þegar ég var kom- in alla leið upp, gat ég séð skipin — og þar á með- al mitt eigið skip. Byrinn var hinn ákjósanlegasti svo að það var enginn vafi á því, að pabbi mundi þá og þegar setja öll segl upp og leggja af stað — án þess að hafa mig með. Og þegar mér datt það í hug, setti að mér óstjórn- legan grát. Og hvað eftir annað hrópaði ég eins hátt og ég gat: „Pabbi minn, elsku pabbi minn. Þú mátt efcki skilja mig eftir hérna í landi, heyrir þú það. Komdu aftur hingað og sæktu mig. Ég bið þig um það. Taktu mig með þér, því annars dey ég úr leiðindum hérna í landi“. Ég starði viðstöðu- laust á höfnina og vindurinn blés framan í mig. Mig sveið'svo í augun, en ég hélt samt áfram að stara og stara. Ég var viti mínu fjær af örvæntingu og ég hlýt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hrafnista

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.