Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 46
28
HRAFNISTA
Yifar, ijósskip og dufl
Leiðarmerki sjófarendanna
Saga skipanna, eftir bandaríska siglinga- og skipa-
fræðinginn Hawthorne Daníel með formála eftir Frank-
lín D. Roosevelt Bandaríkjaforseta er einhver merk-
asta bók um skip, sjóferðir, siglingar og siglingatækni,
sem komið hefur út. Þessi bók er nú komin út hér,
með uppundir 200 myndum. — Kafli sá, sem hér fylgir
um vita, ljósskip og dufl er tekin úr bókinni með góð-
fúslegu leyfi útgefenda.
Alveg eins og uppruni skipanna er týndur í
myrkri forsögutímans, þannig er og uppruni vit-
anna tapaður Ef til vill hófst hann með því, að kon-
ur einhverra frummanna kynntu eld á ströndinni,
í því skyni að vísa leið fiskimönnum, sem voru að
koma að, þegar þeir voru allan daginn og fram á
nótt búnir að leggja net sín og fleygja stingjunum
eftir fæðu. Sú er enn venja frumstæðra þjóða, sem
búa við sjóinn og sækja sér þangað lífsviðurværi.
Sennilega hafa Forn-Egyptar fengið af þessu
hugmyndina um íjós, sem loguðu á hverju kvöldi
á ákveðnum stöðum nálægt ströndinni svo að skip
ættu hægara með að rata. Slíkir eldar voru þá
kynntir af prestum, og það var prestaskylda, og
er enn, þó að óbrotið og hógvært fólk tendri nú
bál af því að það álítur að verkið þurfi að leysa
af hendi, en það hefur ómetanlegt gildi fyrir skip,
og verknaðurinn hefur launin í sjálfum sér fólg-
in.
Grískt skáld, sem starfaði um 660 fyrir Krists-
burð, minnist á vita við Sieum, borg nálægt þar
sem stóð hin forna Trója, og þetta var einhver
fyrsti viti, sem rekinn var reglulega. En upp frá
Bugspjótið deyf trjónunni í saltan sjóinn. Niðri
klingdu sex glös og vaktin mætti á þilfarinu. Skip-
ið vaggaði og það var eins og það væri svo glatt
yfir því að vera laust úr hlekkjunum sem bundið
höfðu það við hafnarbakkann. Fred Nelson stóð
við stýrið. Stitches sat á íramþilfarinu og söng.
Pabbi gekk fram og aftur uppi og ég gat séð á
glóðinni í pípunni hans hve mörg skref hann gekk
í hvert sinn. Og hátt uppi í reiðanum, uppi yfir öll-
um heiminum, sat ég og gaf landinu langt nef,
landinu sem nú var langt f jarri og ég f jarlægðist æ
meir. -— Guði sé lof.
því fór þeim að fjölga, og um leið og farið yar að
viðurkenna þýðingu þeirra, fóru þeir að taka á sig
svipaða lögun og tíðkast nú á dögum. Þetta má
sennilega marka af byggingu hins fræga Pharos
við Alexandríu 1 Egyptalandi kringum 275 fyrir
Kristsburð, sem sagnir herma að hafi verið 600
feta hár og líkur að lögun mínarettunum, sem al-
gengar eru í Múhameðstrúarlöndum enn í dag.
Vafasamt virðist það, að byggingin hafi verið svona
há, en þó verður að telja, að hún hafi verið afburða
há, þar eð hún var talin með sjö furðuverkum
veraldar. Varla hefur svo áhrifamikill viti verið
sá fyrsti sinnar tegundar, þó að hann hafi borið af
öllum öðrum.
Á toppi þessa mikla turns var látinn loga eldur,
og í nálega sextán aldir stóðst þessi mikli stromp-
ur tönn tímans. þangað til hann hrundi í jarð-
skjálfta. Mörgum öldum áður höfðu múhameðsku
sigurvegararnir náð yöldum í Egyptalandi, og uppi
undir toppi þessi mikla turns hafði verið komið
fyrir litlu bænahúsi.
Og áður en umbrot náttúrunnar steyptu þessu
mikla bákni til jarðar, hafði aukizt stórkostlega
áhugi fyrir vitum, og þjóðir víða um lönd höfðu
byggt sína vita, til þess að vísa sjómönnum til veg-
ar um höfin.
Róm hafði byggt marga meðfram ströndum, sem
skip hennar urðu að heimsækja, einn við Dover og
einn hjá Boulogne, og voru þeir líklega fyrstu vit-
amir á ströndum Englands og Frakklands. Báðir
eru þeir nú horfnir og hafa skilið eftir litlar menj-
ar, en rústir hins forna turns hjá Ostia, við mynni
Tíbers, eru enn til og minna okkur á galeiðurnar
miklu, sem fengu leiðarvísun af nætureldum hans
á fyrstu öld eftir Kristsburð. Hjá Corunna á Spáni
stendur enn forn turn, fenískur eða rómverskur,
kunnur undir nafninu Herkulesarstólpi, og frá
toppi hans logaði aftur í ómunatíð eldur, sem lýsti
langt út á sjó.
En allir þessir vitar voru byggðir á þurru landi,
varðir fyrir brimi. Það var borgin Bordeaux, við
ána Girode í Frakklandi, sem fyrst byggði vita úti
á eyðiskeri.
Áin Girode rennur út í hinn brimsama Biscay-
flóa, og er mynnið oft hlaðið brimöldum, sem
brotna á klettaskeri í miðjum ósnum. Svo mörg
skip höfðu farizt á þessum klettum, að helzt voru
Fram á 18. öld var kyntur viðareldur í þessum
horfur á að hin vaxandi borg Boreaux mundi missa
af sjóverzluninni. Og til þess að halda í viðskipt-