Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 21
HRAFNISTA
3
Fyrsta sjóferðin
mín
Grímur Þorkelsson, Sigurjón Á. Ólafsson,
Jón Axel Pétursson, Júlíus Olafsson
Grímur Þorkelsson:
Þegar saga þessi gerðist, var ég á níunda ári
og átti heima á Eyrarbakka. Ég var að leika mér
í flæðarmálinu fyrir neðan Mundakot með tveim-
ur jafnöldrum mínum. Þetta var á vorvertíð.
Jón Einarsson hreppstjóri í Mundakoti var for-
maður fyrir áraskipi og reri úr Mundakotslend-
ingu. Hann var á sjó en hafði skilið eftir tveggja
manna far neðarlega í fjöruborðinu. Var farkost-
um þessi, þar sem hann lá á hliðinni í fjöruborð-
inu, bundinn á kollubandinn við einhvern þungan
hlut eða stjóra. Þannig hagar til þarna, að fjöru-
borðið er langur aflíðandi halli og fellur sjórinn út
af stóru svæði. Talsverð vegalengd er því um fjöru
frá efsta flóðfari og niður að sjónum. Um flóðið er
því allmikið dýpi bar sem ganga má þurrum fót-
um um fjöruna. Við vorum að leika okkur að því
að „flytja kerlingar“. Sá leikur er í því fólginn að
velja smáa flata steina og kasta þeim eftir yfir-
borði sjávarins, þannig að þeir skoppi á sjónum
en snerti yfirborðið aðeins við oig við þar til þeir
að síðustu sökkva. Listin í þessum leik er í því
kunningja mína, Kristján Bjarnason og Jafet Ól-
afsson, sem síðar fórst með skipi sínu. Við keypt-
um sinn hvor skipið. Skip mitt hét þá „Clulow“
og var spítalaskip, síðar skýrði ég það upp. Krist-
ján lagði fyrstur af stað heimleiðis með sitt skip,
en við Jafet fórum samdægurs. Við fengum versta
veður, mjög vondan útsynning, vorum til dæmis í
5 sólarhringa á leiðinni frá Portlandi til Reykja-
víkur. Þá var hvergi viti eða nein önnur slík leið-
armerki.
í 6 ár sigldi ég svo á nafna mínum — og gekk
vel. Það var afbragðs skip. Þegar ég yfirgaf hann,
hætti é.g um leið á þilskipum. Ég tók við togaran-
um Snorra Sturlusyni, síðar var ég með Snorra
goða, Eggert Ólafsson, Maí eldri og Maí yngri í
mörg ár. Þess utan var ég og með Rán og enskan
togara um skeið. Ég var og jafnframt útgerðarmað-
ur, átti í báðum Maí-togurunum. Ég hætti sjó-
mennsku 1928, en síðan hef ég verið í ýmsum
sjávarútvegsfyrirtækjum, var um skeið forstjóri
Dráttarbrautar Keflavíkur, en nú er ég forstöðu-
maður h. f. Kirkjusands“.
— Og nú er kyrrlátara að Mýrarhúsum en áður
var.
„Minnstu ekki á það, allur atvinnurekstur hætt-
ur, allt fólk farið, næstum allir krakkarnir flognir
burt. En samur er sjávarniðurinn — og sami ilm-
urinn þegar maður kemur út á kvöldin svona til
að gá til veðurs og kynna sér skýjafarið og á
morgnana, þegar maður rís úr rekkju um átta
leytið.
Svo setur maður á sig flibba, sezt upp í bifreið
— og ekur til bæjarins í stað þess að sæta lagi um
flóð til þess að komast yfir Grandann“. V. S. V.