Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2024, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 02.10.2024, Qupperneq 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Aðalfundur Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum, haldinn 28. september 2024 hvetur rík- isvaldið til að hefja viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í takt við íbúafjölgun á Suður- nesjum. Þegar byggt var við skólann síðast 2004, þá var íbúa- fjöldinn á Suðurnesjum 17.090. Í september var íbúafjöldinn í Reykjanesbæ einum 24.120. Þann 1.september 2024 var íbúa- fjöldi á Suðurnesjum 31.849. Þetta kemur fram í ályktun sem var lögð fram á aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga á Suður- nesjum um síðustu helgi. Því lætur nærri að íbúafjöldinn á svæðinu hafi tvöfaldast síðan síðast var byggt við skólann. Rétt er að hafa í huga að hlutfall nemenda sem sækja um nám í framhalds- skóla hefur hækkað frá því sem var 2004 og því eru sífellt fleiri úr hverjum árgangi sem sækja um skólavist. Hlutfall nemenda af er- lendum uppruna er einnig hátt á svæðinu og þeir sækja eðlilega líka um skólavist Suðurnesjum. Þann 6. apríl síðastliðinn mættu bæjarfulltrúar frá Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ ásamt mennta- og barnamálaráðherra, á undirritun um viðbyggingu Fjöl- brautaskólans á Suðurnesjum. Samningurinn hljóðaði upp á við- byggingu við skólann upp á allt að 1900 m². Þegar aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er haldinn þann 28. september hafa liðið alls 25 vikur frá undirritun- inni eða hálft ár. Eitthvað hefur þokast í málinu en þó yfirleitt að- eins það að sendar eru inn nýjar teikningar þar sem fermetrum fækkar í hvert skipti. Teikningar af nýju viðbygging- unni eins og sakir standa í dag eru alls 1.800 m² sem er á engan hátt að endurspegla þarfir skólans þar sem áskoranir snúa meðal annars að mjög miklum fjölda nemenda, að miklum fjölda nemenda sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, að verulegri þrengingu að verk- námsaðstöðu en auk þess hefur skólinn tekið að sér nemendur sem voru áður í menntaskólanum við Ásbrú auk brauta sem sneru að einkaþjálfun og styrktarþjálfun. Svo virðist vera að Excel skjöl ríkisins skilgreini stækkun verk- námsaðstöðu um allt land sem heildarfermetrafjölda og deila þannig niður fermetrum milli svæða, sem verður að teljast virki- lega sérstök aðferð við að skipu- leggja stækkun aðstöðu ólíkra skóla. Aðalfundur S.S.S. skorar á ríkis- valdið að hefja viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í sam- ræmi við þarfir hans, sem fyrst svo ekki líði aðrar 25 vikur án þess að nokkuð gerist í verkefninu, segir í ályktuninni. Rætt er við skólameistara Fjöl- brautaskóla Suðurnesja um málið í viðtali á síðu 4 í Víkurfréttum. Aðalfundur Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum, haldinn þann 28. september, hvetur ríkisvaldið til að standa betur undir ábyrgð sinni í þjónustu við börn með fjölþættan vanda hvað varðar ábyrgð á úrræðum og fjár- mögnun þeirra. Á undanförnum 10 árum hefur skapast gjá á milli ríkis og sveitar- félaga hvað varðar þjónustu við börn með f jölþættan vanda. Ríkið hefur dregið verulega úr úrræðum á þessu tímabili en skv. framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu hefur meðferðar- plássum fækkað úr rúmlega 60 í tæplega 20 pláss. Barnaverndar- þjónustur á landsvísu hafa fundið verulega fyrir þessari þróun og hefur kostnaður sveitarfélaga við þennan þjónustuhóp aukist á sama tíma. Skilgreiningarvandi á hvað telst barn með fjölþættan vanda, ásamt fækkun úrræða af hendi ríkisins veldur því að grá svæði hafa myndast milli ríkis og sveitar- félaga þegar kemur að þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það hefur skapað kerfislegan vanda og ábyrgð á þjónustu við þennan hóp lagst á herðar sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa verið nauðbeygð til þess að mæta þjónustuþörf- inni með því að kaupa þjónustu af einkareknum úrræðum á borð við Klettabæ, Heilindi og Vinakot. Kostnaður sveitarfélaganna vegna slíkra samninga er gríðarlegur eða um 150 milljónir fyrir hvern samning á ársgrundvelli. Það er réttlætismál fyrir alla aðila að þessi mál séu skýrari og ekki sé verið að færa vandann á milli kerfa. Barnaverndarþjón- ustur á Suðurnesjum eru með fleiri en eitt mál sem falla undir þörf fyrir þjónustu skv. 79. gr. barnaverndarlaga. Þessi mál hafa öll verið í kerfinu í lengri tíma með víðtækum vandkvæðum fyrir alla aðila. Þessi börn þurfa að fá við- eigandi þjónustu og þau þurfa að fá hana hratt. Ljóst er að nú er komið að þol- mörkum hjá sveitarfélögunum bæði hvað varðar úrræði og fjár- mögnun og verður ríkið að stíga fram og sinna lagalegri skyldu sinni í málaflokknum. Starfsfólk sveitarfélaga hefur vissulega lagt sig allt fram til að leysa öll mál og jafnvel gengið svo langt að taka börn inn á sitt eigið heimili. Jafnframt hefur starfsfólk kallað ítrekað eftir svörum varðandi framkvæmd þeirra úrræða sem tilgreind eru hér að ofan en einu svörin sem fást eru þau að lítið þokist í málaflokknum og að ekki sé til fjármagn. Barna- og fjöl- skyldustofa (BOFS) hefur engin svör, ekki úrræði og ekki fjármagn til að koma þeim á laggirnar. Hér er um að ræða neyðarástand sem varðar líf og framtíð barna. Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum krefst þess að ríkið vinni hratt að því að leysa gráu svæðin í þjónustu við börn með fjölþættan vanda, tryggi nauðsynlegt fjár- magn og hefji strax vinnu við að koma á fót þeim úrræðum sem lögð hafa verið til. Í Áfangaskýrslu II sem gefin var út í september 2024, koma fram skýrar tillögur sem þurfa að koma til framkvæmda, segir m.a. í ályktun S.S.S. Jafnvel gengið svo langt að taka börn inn á sitt eigið heimili n Ályktun um börn með fjölþættan vanda á aðalfundi S.S.S. Fermetrum í viðbyggingu fækkar í hvert skipti sem nýjar teikningar koma n Ályktun um viðbyggingu Fjölbrautaskóla Suðurnesja Fulltrúar Suðurnesjabæjar á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um síðustu helgi. Niðurstöður rannsókna útiloka ekki byggingu flugvallar í Hvassahrauni Skýrsla starfshóps um rann- sóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni var kynnt á þriðjudag. Helstu niðurstöður eru þær að veðurskilyrði mæla ekki gegn byggingu flugvallar í Hvassahrauni, að flugvallarsvæði væri að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og að langtíma- áhrif verði ekki mikil á innan- landsflug verði það fært á nýjan flugvöll. Meðal tillagna hópsins er að skilgreint svæði verði tekið frá upp af Hvassahrauni fyrir þrjár flugbrautir og að unnið verði að frekari rannsóknum. „Vandaðar og yfirgripsmiklar rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru mikilvægar fyrir samfélagið til framtíðar. Undir- búningur fyrir byggingu flugvallar tekur langan tíma og það blasir við að þróa þarf nýtt flugvallarsvæði fyrir ólíkar þarfir í flugsamgöngum til lengri framtíðar. Aðstæður á Reykjavíkurflugvelli bjóða til að mynda ekki upp á þróunarmögu- leika. Það er því brýnt að skapa umræður um niðurstöður starfs- hópsins og eiga samtal um framtíð- arvalkosti. Niðurstöður rannsókn- anna nú útiloka ekki að byggður verði flugvöllur á Hvassahrauni þegar horft er til lengri tíma og að það komi til álita að byggja upp flugvöll fyrir þyrluflug, einkaflug og innanlandsflug í Hvassahrauni,“ segir Svandís Svavarsdóttir innvið- aráðherra á vef stjórnarráðsins. Nánar má lesa um málið á vf.is Flugvallarsvæðið sem er til skoðunar í Hvassahrauni. VF/Hilmar bragi 2 // VÍKurFrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.