Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2024, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 02.10.2024, Qupperneq 11
innviðahópur almannavarna er með varnargarða við reykjanesbraut og Voga til skoðunar. Möguleikar á að leiða hraun til sjávar eða setja upp varnarveggi hafa verið skoðaðir. engar ákvarðanir hafa verið teknar. Þetta kom fram á íbúafundi í Sveitarfélaginu Vogum á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís verkfræðistofu, á sæti í innviðahópnum og hann sagði á fundinum að horft hafi verið á möguleikann á að hraun geti runnið yfir Reykjanesbraut allt frá árinu 2021, þegar fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Varnir við Reykjanesbraut hafi verið skoð- aðar samhliða vörnum við bæði Grindavík og Svartsengi. „Við skoðuðum líka varnir hér á þessu svæði. Þá lögðum við grunnlínur um varnir hér við Voga og sáum að við höfðum tíma til að koma upp slíkum vörnum því það tæki tíma að fylla þessa rýmd þarna fyrir innan og á þeim tíma- punkti gætum við sett upp varnir ef það væri þörf á því. Þar sem undir- göngin (undir Reykjanesbraut) eru er þessi megin rennslislína. Árið 2021 vorum við að horfa á það að hleypa hrauninu til sjávar. Núna erum við að skoða virði þess að hafa Reykjanesbrautina í gangi og erum þá að skoða mögulegar varnir fyrir ofan Reykjanesbrautina,“ sagði Ari á fundinum. Ari segir engar ákvarðanir hafa verið teknar. Verið er að skoða málið í innviðahóp almannavarna hvaða áhrif þetta hefur. „Þetta eru aðeins erfiðari varnir en leiðigarð- arnir í Grindavík og Svartsengi þar sem við erum að leiða hraunið í ákveðnar stefnur en hérna yrðum við að vera með stíflu. Það gefur auga leið að það er takmörkuð lausn þar til hraunið verður það mikið að það fer yfir. Það getur verið lausn til ákveðins tíma og mögulega hættir hraunrennslið á þeim tíma,“ sagði Ari. Fram kom að varnargarðar hafa verið forhannaðir við Voga, sjávar- megin við Reykjanesbrautina. „Við höfum verið að skoða hversu stórir þessir garðar yrðu. Þeir yrðu ekkert mjög háir. Við erum að horfa til þess að við eigum tíma til að byggja þá. Árið 2021 vorum við með línu við byggðina og í kringum iðnaðarsvæðið vestan við bæinn. Það eru ekki það umfangsmiklar framkvæmdir að við sjáum að við getum farið í þær eftir að við sjáum hraunrennsli byrja. Við erum líka að skoða varnir við Reykjanes- brautina og meta valkosti, hvað væri heppilegast og hversu stórar varnir það yrðu,“ sagði Ari Guð- mundsson verkfræðingum í svari við fyrirspurnum á fundinum. Skoða varnargarða við Reykjanesbraut og Voga Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Á ljósmæðravakt Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja fæddist stúlka 23. september kl. 22:34. Þyngd: 2796 grömm. Lengd: 46,5 sentimetrar. Foreldrar: Sunmi Park og Le Van Tuan. Ljósmóðir: Katrín Helga Stein- þórsdóttir. Nemi: Mekkín Silfá Karlsdóttir. N Ý B U R A R Bjarni Dagur Jónsson er fimmtán ára nemandi í tíunda bekk Gerðaskóla. Hann æfir fótbolta og ætlar í FS. Bjarni er ungmenni vikunnar. Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Bartosz Porzezinski, atvinnumaður í körfubolta. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Ekkert sem mér dettur í hug annað en að fara á Reyki með bekknum. Hver er fyndnastur í skólanum? Ögmundur ásgeir og bartosz Por- zezinski. Hvert er uppáhaldslagið þitt? White Ferrari með Frank ocean. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? beikonpasta. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? die Hard 1. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Sög til þess að saga niður tré. Kveikjara til þess að búa til eld og veiðistöng til þess að veiða fisk. Hver er þinn helsti kostur? Ég er fljótur að kynnast fólki og er stemningsmaður. ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? ósýnileiki. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Hjálpsemi. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í FS. Stundar þú íþróttir eða aðrar tóm- stundir? Ég æfi fótbolta. ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði, hvaða orð væri það? Fjörugur. Ungmenni vikunnar: Nafn: Bjarni Dagur Jónsson. Aldur: 15 ára. Bekkur og skóli: 10. bekkur Gerðaskóla. Áhugamál: Fótbolti og vera með vinum. Hjálpsamur fótboltagaur Formenn Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélags Grindavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um sameiningu. Undanfarna mánuði hafa farið fram viðræður milli stjórna félaganna um mögulega sameiningu. Í síðustu viku var viljayfirlýsing undirrituð um að hefja form- legar viðræður um sameiningu félaganna. Í henni stendur að viðræðurnar snúist um að kanna hvort og hvernig best sé að sameina félögin til að tryggja enn betri þjónustu við félagsmenn og til að styrkja félögin enn frekar. Stefnt er að því að viðræðum sé lokið fyrir áramót. Einnig hvetja stjórnir félaganna verkalýðsfélagið í Sandgerði til þátttöku í viðræðunum. Vinna að sameiningu verkalýðsfélaga Keflavíkur og Grindavíkur guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK og Hörður guðbrandsson, formaður VlFgrV undirrituðu viljayfirlýsingu stjórnanna um viðræður til sameiningar félaganna. Ný tillaga landeigenda hefur verið lögð fram hjá framkvæmda- og skipulagsráði Suðurnesjabæjar með fyrri fyrirspurn um heimild til breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna þéttingu íbúðabyggðar á landi Bræðra- borgar í Garði. Málið var síðast á dagskrá á fundi ráðsins 22. júlí sl. Ráðið samþykkir að heimila breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags á landi Bræðraborgar og að gerð verði verkefnislýsing með fyrirvara um skipulagsvinnan sé Suðurnesja- bæ að kostnaðarlausu. Sú tillaga sem lögð var fram á fundi ráðsins er í samræmi við þær ábendingar og skoðanir sem hafa komið fram á fyrri fundum ráðsins. Þétting byggðar í Bræðraborgarlandi kynnt Í ljósi þess að fyrirhugað er að framkvæmdum við stækkun á hjúkrunarheimilinu við Nesvelli ljúki á næsta ári sem og samein- ingar dagdvala, er þörf á stækkun á núverandi framleiðslueldhúsi. Núverandi aðstaða er nú þegar og verður of lítil til að þjóna þeim þörfum sem ætlast er til þegar nýtt hjúkrunarheimili opnar og sam- eining dagdvala verður að veru- leika. Stjórn Eignasjóðs Reykja- nesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að málið verið unnið áfram af starfsmönnum eignaumsýslu. Eigandi Skiphóls, Skagabrautar 64 í Garði, hefur lagt fram fyrirspurn um hvort heimilað yrði að breyta bílgeymslu að Skagabraut 64 í tvær litlar íbúðir í tengslum við rekstur þeirrar gististarfssemi sem sömu aðilar reka á svæðinu. Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrir- vara um grenndarkynningu án at- hugasemdar. Jafnframt er umsækj- anda gerð grein fyrir að ekki verði heimiluð ný bílgeymsla á lóðinni verði núverandi bílgeymslu breytt í íbúðarnot. Bílgeymsla verði breytt í íbúðir Þurfa stærra eldhús á Nesvöllum VÍKurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.