Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2024, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 02.10.2024, Qupperneq 15
Keflvíkingar stefna alltaf í hæstu hæðir „Keflvíkingar þekkja ekkert annað en stefna á að bæta titlum við í titla- safnið, það verður engin stefnubreyting fyrir þetta tímabil,“ segir þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Bónusdeild karla, Pétur Ingvarsson en hann skilaði bikartitli á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins í fyrra og fór í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins á móti Grindavík. Margir hugleiða eflaust hvernig sú rimma hefði farið ef Bandaríkjamaður Keflavíkur, Remy Martin, hefði ekki slitið hásin í fyrsta leiknum en Keflvíkingar létu það áfall ekki á sig fá og gáfu Grindvíkingum hörku seríu en þurftu að sætta sig við tap í oddaleiknum. Keflvíkingar ætla sér stóra hluti á komandi tímabili. Á síðasta tímabili kölluðu aðdá- endur andstæðinganna einn leik- manna Keflavíkur „pabbastrák“ en Sigurður er yngri sonur Péturs og átti frábært tímabil með Kefl- víkingum. Í vetur þurfa andstæð- ingarnir að kalla „pabbastrákar“ þar sem eldri sonurinn, Hilmar, er kominn í Keflavíkurbúninginn en hann reyndi fyrir sér í atvinnu- mennsku í Þýskalandi á síðasta tímabili. „Spurning hvort ég sé rétti aðilinn til að meta son minn, ég myndi líklega vilja fá hann þótt hann gæti ekkert en að öllu gríni slepptu þá er Hilmar landsliðs- maður og á pottþétt eftir að styrkja okkur í vetur. Svo fengum við Ja- relle Reischel sem er Þjóðverji, lék með Bremerhaven síðustu þrjú tímabil og skilaði góðum tölum en hann er um tveggja metra fram- herji. Wendell Green jr. kemur svo í staðinn fyrir Remy Martin, hann er leikstjórnandi eins og Remy og er að hefja sitt annað tímabil sem atvinnumaður. Hann var í Serbíu á síðasta tímabili og hefur verið í dóminíska lýðveldinu í sumar svo hann kemur í góðu formi. Þetta er lítill og snaggaralegur leikmaður sem ég bind vonir við í vetur. Ég er bara nýlega búinn að fá allan hópinn saman og við höfum ekki spilað neina æfingaleiki til þessa en ég reyndi að finna leikmenn sem passa inn í það sem ég vil gera. Það sem ég hef séð til þessa lofar góðu. Fyrir utan Remy þá missum við Urban Oman og Danero Thomas.“ SterKuStu NÝliðAr SÖguNNAr? Elstu menn muna ekki aðra eins nýliða eins og eru í úrvalsdeild karla í körfu fyrir þetta tímabil, KR og ÍR eru bæði með talsvert ríkari körfuboltasögu en liðin sem féllu, Hamar og Breiðablik. Pétur á von á enn jafnari keppni en var í fyrra. „Ég þarf ekkert að segja þér hvað markmið Keflavíkur er, hér á bæ er stefnan alltaf sett á titla og það verður engin stefnubreyting í ár. Í fljótu bragði koma Íslands- meistarar Vals upp í hugann og Tindastólsmenn ætla sér sömu- leiðis stóra hluti en það er mikill metnaður í gangi hjá öllum liðum en ljóst að það geta ekki allir unnið. Með fullri virðingu fyrir Hamri og Breiðabliki, þá erum við að fá mun sterkari nýliða í deildina í ár og ég á von á að deildin verði mjög jöfn og skemmtileg Ég er ánægður með hópinn minn en kór verður aldrei góður ef allir syngja í sínu horni, nú er verkefnið að fá samhljóm og ef það tekst þá verðum við í góðum málum,“ sagði Pétur að lokum. Ljónagryfjan yfirgefin fyrir rúmbetri Stapagryfju „Ég hafði hugsað mér að taka mér pásu eftir síðasta tímabil en þegar kallið kom frá karlaliði Njarðvíkur var það of gott tækifæri að grípa ekki traustatökum,“ segir nýráðinn þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í Bónusdeild karla í körfuknattleik, Rúnar Ingi Erlingsson. Rúnar var búinn að vera í sex ár kvennamegin, þar af í fjögur ár sem aðalþjálfari og fær það hlutverk að leiða Njarðvíkinga á nýjar slóðir en eftir margra áratuga sigursæla veru í Ljónagryfjunni, munu grænu ljónin færa sig í Innri-Njarðvík og leika heima- leiki sína í glænýju íþróttahúsi við Stapaskóla, Stapagryfjunni. Körfubolti er alltaf körfubolti, hvort sem börn, karlar eða konur eru þjálfaðar. „Fyrir utan að karlar hlaupa ör- lítið hraðar og hoppa aðeins hærra, þá er þetta keimlíkt og ég mun koma með svipaða hugmyndafræði að karlaborðinu eins og ég var með undanfarin ár við kvennaborðið. Þjálfarinn þarf alltaf að aðlaga sig leikmannahópnum, ólíkt þjálfara í háskólaboltanum í Bandaríkj- unum t.d. en þar er algengt að sami þjálfarinn sé svo áratugum skiptir og hann getur valið úr fjölda leik- manna á hverju ári sem passa inn í hans hugmyndafræði. Við þjálfar- arnir á Íslandi búum ekki alveg eins vel og þurfum að vinna með það sem við fáum upp í hendurnar. Ég mun pottþétt nota sumt af því sem ég notaði í fyrra með kvenna- liðið og annað verður nýtt. Það er alltaf gaman að takast á við nýja spennandi hluti, ég hlakka til að koma með mína hugmyndafræði að borðinu en ég er búinn að vera í öllum hlutverkum má segja hjá Njarðvíkurliðinu, byrjaði sem vatnsberi tíu ára gamall, sá um ritaraborðið, tölfræðina, var nýliði í liðinu, var aldursforseti og fyrir- liði og var aðstoðarmaður Daníels Guðna Guðmundssonar árið 2017 til 2018, aðalþjálfarastaðan var það eina sem ég átti eftir fyrir utan auð- vitað stjórnarhlutverkin en ég læt þau bíða betri tíma.“ troðFullt á FYrStA HeiMAleiKNuM? Eins og hjá öðrum liðum eru breyt- ingar á Njarðvíkurliðinu fyrir kom- andi tímabil. „Við missum Þorvald Árnason, hann fer í sitt gamla félag, KR og Elías Bjarki Pálsson fór til Banda- ríkjanna í nám. Það munar um minna í þessum tveimur leik- mönnum, báðir hávaxnir bak- verðir og voru báðir byrjunarliðs- menn um tíma. Í staðinn hef ég fengið þrjá efnilega stráka, tvo frá Fjölni og einn Íslending sem bjó í Noregi og svo njótum við þess að hafa Veigar Pál Alexandersson frá upphafi en hann bættist í hópinn um síðustu áramót og óx ásmegin allan tímann. Sömuleiðis bætist Isaiah Coddon í hópinn en hann er bandarískur en leikur sem Ís- lendingur, hann hefur leikið með Skallagrími, Haukum og síðast með Álftanesi. Svo má ekki gleyma fjölmörgum ungum og efnilegum Njarðvíkingum sem koma upp í meistaraflokkshópinn. Ég ákvað að skipta um Banda- ríkjamann síðan í fyrra en hitti ekki beint í mark í fyrstu atrennu, ég ákvað að gera breytingu fyrir stuttu og bind vonir við að Khalil Shabazz muni reynast happafengur, hann gerði góða hluti með Balikeshir í tyrknesku B-deildinni í fyrra og var með sautján stig og sex stoð- sendingar í leik. Hinir erlendu leikmennir frá síðasta tímabili verða allir áfram. Deildin í ár verður gríðarlega sterk, Valsmenn og Stólarnir verða sterkir og í raun bara öll lið held ég. Okkar væntingar til tímabilsins eru eins og venjulega, við Njarð- víkingar þekkjum ekkert annað en ætla okkur að vinna titla. Við erum að vinna með minni fjármuni en mörg lið en það breytir því ekki að við ætlum okkur að ná árangri. Ég hafði hugsað mér að taka mér pásu eftir síðasta tímabil en að fá að leiða karlaliðið inn í nýja höll var of gott tækifæri. Auðvitað verður erfitt að yfirgefa Ljóna- gryfjuna, það mun taka einhvern tíma að finna sama takt á nýjum stað en það er undir okkur komið hvernig við nálgumst það verk- efni. Ég get ekki beðið eftir fyrsta heimaleiknum sem verður laugar- dagskvöldið 12. október kl. 19, ég vil sjá húsið troðfullt og þetta verði alvöru menningarviðburður í Innri-Njarðvík,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Grindavík ætlar sér að gera betur en í fyrra og það þýðir bara eitt „Það var ákveðinn sláttur á okkur í fyrra, við ætlum okkur ekki að vera með minni slagkraft í vetur,“ segir þjálfari karlaliðs UMFG í Bónusdeild karla, Jóhann Þór Ólafsson, en enginn þjálfari fyrir utan bróður hans með kvennalið UMFG, þurfti að upplifa neitt viðlíka á síðasta tímabili þar sem allir þurftu að yfirgefa Grindavík. Smárinn varð nýi heimavöllurinn og Grindavík nýtti sér mótlætið mjög fljótlega og reið á stórri öldu allt til loka tímabils en þurfti að lúta í lægra haldi í oddaleik gegn Val í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Á lokahófi liðsins var strax tilkynnt um nýja samninga við leikmenn og fljótlega ljóst að Grindvíkingar leggja allt í sölurnar í vetur til að landa titli, já eða titlum. „Að sjálfsögðu voru mikil vonbrigði að ná ekki að landa Íslandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili en í raun var strax kominn hugur í okkur og við tryggðum okkur strax krafta Deandre Kane, ég er nokkuð viss um að önnur íslensk lið hefðu borið víurnar í hann ef við hefðum ekki klófest hann. Það gustaði auðvitað í kringum hann en það var miklu meira jákvætt en neikvætt, fjölmiðlar voru fljótari að pikka upp það neikvæða en allir í hópnum eru himinlifandi að hafa hann áfram, það dugir mér. Við náðum líka að halda Dananum Daniel Mortensen og ég var ánægður með að næla í Jason Gigliotti en hann er Bandaríkjamaður sem leikur á ungversku vegabréfi, eins og Deandre frændi hans. Jason er miðherji og skilaði flottum tölum með Þór Akureyri í 1. deildinni í fyrra, ég er viss um að hann mun passa vel í úrvalsdeildina. Ég hefði auðvitað vilja halda Dedrick Basile en var ánægður með mína menn að fara ekki í verðstríð við Stólana. Því þurfti ég að finna nýjan Kana og bind miklar vonir við Devon Thomas sem er sömuleiðis lítill og snöggur leikstjórnandi. Hann er mjög öflugur varnarlega og ég hef trú á að hann muni reynast okkur vel í vetur. Við missum Arnór Tristan Helgason, hann ætlar að spreyta sig á Tenerife í vetur og á örugglega eftir að standa sig þar og vaxa sem leikmaður. Í staðinn fáum við tvo gamla félaga, Odd Rúnar Kristjánsson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson, þeir eiga eftir að þétta hópinn.“ Öll liðiN ÆtlA SÉr titiliNN Í fyrra var talað um að átta til tíu lið hafi ætlað sér Ís- landsmeistaratitilinn og fyrir þetta tímabil má í raun gera ráð fyrir að öll liðin ætli sér alla leið, nýliðar deildarinnar eru af dýrari gerðinni, Reykjavíkurris- arnir KR og ÍR. „Það var sláttur á okkur í fyrra og við ætlum okkur ekki að vera með minni slagkraft í vetur en málið er bara að nánast öll hin liðin hugsa eins. Valsarar eru alltaf sterkir, Stólarnir ætla sér alla leið, metnaðurinn í Keflavík er alltaf sá sami og ég gæti í raun nefnt öll liðin, ég held að deildin muni enn og aftur toppa sig í vetur og það er von á spennandi og skemmtilegu móti. Ég á ekki von á öðru en mínir sveitungar muni halda áfram að líta á körfuboltaleiki sem samverustundir, við áttum frábæran tíma saman í Smáranum á síðasta tímabili og sé ekki út af hverju það ætti ekki að halda áfram í vetur. Við ætlum okkur að gera betur en í fyrra og það þýðir bara eitt,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Mynd/ingibergur Þór VÍKurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.