Víkurfréttir - 02.10.2024, Síða 5
INFLÚENSU- OG COVID-
BÓLUSETNINGAR 2024
Áhættuhópum er boðið upp á inflúensu- og/eða
Covid-bólusetningar á eftirtöldum stöðum:
Hljómahöll í Reykjanesbæ, miðvikudaginn 9. október kl. 9–12
Álfagerði í Vogum, föstudaginn 11. október kl. 10–12
Varðan í Suðurnesjabæ, þriðjudaginn 22. október kl. 13–14:30
Hljómahöll í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13–15
ÁHÆTTUHÓPAR INFLÚENSU ERU:
n Allir einstaklingar 60 ára og eldri
n Öll börn fædd 1.1.2020–
30.6.2024 sem hafa náð sex
mánaða aldri þegar bólusett er.
n Öll börn og fullorðnir sem þjást
af langvinnum hjarta-, lungna-,
nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu,
sykursýki, illkynja sjúkdómum
og öðrum ónæmisbælandi sjúk-
dómum.
n Barnshafandi konur.
n Heilbrigðisstarfsmenn sem annast
einstaklinga í áhættuhópum sem
taldir eru upp hér að ofan.
ÁHÆTTUHÓPAR COVID ERU:
n Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
n Öll börn og fullorðnir sem þjást af
langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna
og lifrarsjúkdómum, offitu, sykur-
sýki, illkynja sjúkdómum eða eru
ónæmisbæld af völdum lyfja eða
sjúkdóma.
n Barnshafandi konur, eftir fyrsta
þriðjung meðgöngu.
n Heilbrigðisstarfsmenn sem annast
einstaklinga í áhættuhópum sem
taldir eru upp hér að ofan.
Bóluefnið er forgangshópum að kostnaðarlausu
Hægt er að bóka tíma á heilsuvera.is eða í síma 422-0500 á milli kl. 8–16.
Kveðja,
Heilsugæsla HSS
Innleiðing á bláhöttum hafin
B-listi í Suðurnesjabæ
hefur óskað eftir að
hafin verði vinna við
aðgerðaáætlun um
lýsingu á gangbrautum
við allar nærliggjandi
skólabyggingar í sveit-
arfélaginu. Erindinu
var fylgt eftir með
bókun og tillögu á síðasta fundi
framkvæmda- og skipulagsráðs
Suðurnesjabæjar.
Í bókuninni segir m.a.: „Öryggi
gangandi vegfarenda, sérstaklega
barna, er okkur hjartans mál. Við
teljum mikilvægt að sveitarfélagið
stígi markviss skref til að bæta
lýsingu á gangbrautum við skóla-
byggingar til að tryggja betri sýni-
leika og öryggi fyrir bæði gangandi
og akandi vegfarendur. Nýjustu
tæknilausnir, eins og hreyfiskynj-
arar og LED-lýsing (blue light) sem
kviknar þegar vegfarandi
nálgast gangbraut, hafa
reynst vel í nágranna
sveitarfélögum og stuðla
að auknu öryggi, sér-
staklega á dimmum
árstímum. B listi vill
að hafist verði handa
við aðgerðaáætlun sem
tryggir innleiðingu á slíkri tækni
hér í sveitarfélaginu við allar skóla-
byggingar í Suðurnesjabæ og gerð
verði ráð fyrir fjármögnun á slíku
í næstu fjárhags- og framkvæmda-
áætlun fyrir árið 2025.“
í bókun framkvæmda- og skipu-
lagsráðs segir að innleiðing á blá-
höttum er hafin og hefur verið sett
upp á nokkrum stöðum. Ráðið
tekur undir mikilvægi þess að
haldið sé áfram með verkefnið og
aðgerðaráætlun um áframhaldið
lögð fyrir ráðið.
Nýr þáttur á
föstudögum á vf.is
Ungmenni kynntu sér framtíðarstörfSkipulag í
Reykjanesbæ
Nánari gögn er að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar
skipulagsgatt.is og á reykjanesbaer.is
Reykjanesbær 2. október 2024
Rammahluti aðalskipulags
Reykjanesbæjar 2020-2035 fyrir Ásbrú
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 17.
september 2024 að auglýsa tillögu að rammahluta
aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 fyrir Ásbrú
samkvæmt 31.gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Samhliða er auglýst tillaga að umhverfisskýrslu samkvæmt
7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Tillagan er í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá og með
2. október til 19. nóvember 2024. Tillagan er einnig
aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar,
www.reykjanesbaer.is.
Íbúafundir um efni tillögunnar verður haldinn á
auglýsingatíma og er nánar útlistað á heimasíðu
Reykjanesbæjar: reykjanesbaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að
skila inn athugasemdum er til 19. nóvember 2024.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum í skipulagsgátt
Skipulagsstofnunar málsnúmer 1074/2023
Súlan
Menningarverðlaun
Reykjanesbæjar 2024
Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar
óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna
Reykjanesbæjar 2024. Tilnefna skal einstakling, hóp
eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum
í bæjarfélaginu.
Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar
Tilnefningu ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað á
netfangið: menningarfulltrui@rnb.is í síðasta lagi
föstudaginn 18. október næstkomandi. Upplýsingar
um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á
vef Reykjanesbæjar undir flokknum „Mannlíf.“
VÍKurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 5