Víkurfréttir - 02.10.2024, Side 13
Keflvíkingar þurfa að bíða lengur eftir sæti í efstu deild
Úrslitaleikur Keflavíkur og Aftueldingar í umspili lengjudeildar
karla í knattspyrnu fór fram á laugardalsvelli síðastliðinn laugar-
dag við frábærar aðstæður. leiknum lauk með eins marks sigri
Mosfellinga sem fyrir vikið tryggðu sér sæti í efstu deild að ári en
Keflvíkingar sitja eftir með sárt ennið.
Það var búið að gera mikið úr
viðburðinum og stuðningsmenn
Keflavíkur fjölmenntu í Laugar-
dalinn, fyrst í félagsheimili Þróttar
þar sem Keflvíkingar undirbjuggu
sig fyrir átökin í stúkunni.
Keflavík - Afturelding (0:1)
Afturelding byrjaði leikinn af krafti
og það tók smá tíma fyrir Keflvík-
inga að vinna sig inn í leikinn.
Eftir því sem leið á fór Keflavík
að sækja framar á völlinn og ná
betri tökum á leiknum. Keflvík-
ingar áttu nokkrar álitlegar sóknir
en vantaði herslumuninn til að
brjóta þétta vörn Mosfellinga á
bak aftur.
Besta færið í fyrri hálfleik átti
Ásgeir Helgi Orrason þegar hann
náði góðu skoti úr teignum en
markvörður Aftureldingar sá við
honum og varði glæsilega.
Þá gerði Kári Sigfússon vel og var
hársbreidd að komast alla leið þegar
Keflavík komst í skyndisókn en
hann var aðeins of lengi að athafna
sig á lokametrunum og Mosfell-
ingum tókst að bægja hættunni frá.
Keflvíkingar urðu fyrir áfalli
þegar einn besti maður liðsins,
Sami Kamel, fór meiddur af velli
skömmu fyrir leikhlé en það virtist
þó ekki hafa áhrif á leik liðsins sem
var sterkari aðilinn í seinni hálfleik.
Eina mark leiksins kom tólf mín-
útum fyrir lok venjulegs leiktíma
þegar Mosfellingar sóttu, Arnór
Gauti Ragnarsson náði skoti sem
Ásgeir Orri Magnússon varði vel en
Sigurpáll Melberg Pálsson náði frá-
kastinu og stýrði boltanum í netið
(78’).
Keflvíkingar reyndu allt til að
jafna metin og voru ágengir við
mark Aftureldingar en vörn þeirra
hélt út og sigurinn féll þeim í skaut.
„Mér fannst við gefa allt í leikinn.
Við vorum ofan á í leiknum,
komumst í margar mjög fínar
stöður en náum ekki að búa til
þetta dauðafæri og það er ljótt
að segja en mér fannst við vera
betri í leiknum – en það eru oft
þessi litlu móment í leiknum.
Það fellur einn bolti fyrir þá,
eitthvað frákast eftir skot, og
það vinnur leikinn,“ sagði Sindri
Snær Magnússon. „Ósanngjarnt
að mínu mati en stundum tap-
arðu þrátt fyrir að leggja þig
allan fram og það gerðist því
miður í dag.“
Sindri sagði að tölfræðin seinni
hluta mótsins sýndi að Keflavík
væri með sterkasta liðið en að
lokum réðust úrslitin í þessum
eina leik.
„En ég meina, þetta er bara
ógeðslega súrt. Spilamennskan
í seinni umferðinni, við vorum
náttúrulega langbesta liðið seinni
hluta mótsins – en það er ekki nóg
að vera bara góður í ellefu leiki,
annars værum við komnir í efstu
deild,“ sagði Sindri og bætti við að
Keflavík ætli í Bestu deildina 2026.
Vestmannaeyjar
Einbýlishús í Vestmanna-
eyjum til sölu.
Verð 58,5 m.kr. Verð á fer-
metra er 269 þús.kr.
Nánari upplýsingar í síma
840 5540.
SMÁAUGLÝSINGAR
n Sigurður Guðmundsson
næstbesti kylfingur í heimi
í sínum flokki
Kylfingurinn Sigurður Guð-
mundsson úr Suðurnesjabæ
keppti á einu sterkasta golfmóti
fatlaðra í heiminum í Macau í
síðustu viku og náði frábærum
árangri þar sem hann hafnaði í
öðru sæti í sínum flokki.
Keppendur í mótinu komu víðs-
vegar að, m.a. frá Finnlandi, Sví-
þjóð, Ástralíu, Bandaríkjunum,
Hong Kong og auðvitað Íslandi.
Alls voru fimmtán keppendur í
sama flokki og Sigurður en Siggi
sló þeim flestum við þegar hann
lék hringina tvo á 163 höggum
(80 og 83 högg).
Góður árangur á fyrsta móti vetrarins
Sundfólk úr ÍRB keppti á haustmóti Ármanns um helgina. Góður
árangur náðist í hinum ýmsu keppnisgreinum og stórar bætingar
komu í þónokkrum sundum. Þrír elstu flokkarnir fóru til keppni á
mótið og aldursflokkurinn tíu ára og yngri gerði sér lítið fyrir og bætti
tíu ára gamalt innanfélagsmet í blönduðu 4x50 metra skriðsundi.
Greinilega efnilegir sundmenn framtíðarinnar. Sveitan skipuðu þau
Kristinn Freyr Guðmundsson, Franciszek Adam Czachorowski, Svan
Run Imsland og Dea Nikolla.
Silfur í
Macau
Siggi og Víðir tómasson, þjálfarinn
hans, flagga silfurmedalíunni eftir
verðlaunaafhendinguna.
G R Í Ð A R L E G V O N B R I G Ð I
„Við vorum ofan á
í leiknum“
„Ótrúlega svekkjandi“
„Maður er bara hálfdofinn eftir þetta,“
sagði Hólmar Örn rúnarsson, aðstoðar-
þjálfari Keflvíkinga, í viðtali við Víkur-
fréttir skömmu eftir leik.
„Þeir byrjuðu aðeins betur án þess að
skapa sér eitthvað og svo komumst við
betur inn um miðbik fyrri hálfleiks og
fengum allavega einn helvíti góðan séns
sem að hann varði vel frá okkur. Svo fannst
mér við vera með smá yfirhönd í seinni
hálfleik án þess að skapa okkur einhver
alvöru færi, við fengum hornspyrnur og
aukaspyrnur – við náðum bara ekki að
þjarma nógu vel að þeim.“
bói sagði að næsta verk væri að huga
að leikmannamálum og koma sterkari til
baka á næsta ári.
ásgeir Helgi orrason var hársbreidd frá því að koma
Keflavík yfir en Jökull Andrésson varði glæsilega. VF/JPK
ÍÞRÓTTIR
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
sport