Víkurfréttir - 02.10.2024, Side 14
Sami metnaður kvennamegin
og karlamegin hjá Grindavík
„Síðasta tímabil var vonbrigði og við ætlum okkur að gera betur á þessu
tímabili,“ segir þjálfari kvennaliðs UMFG í Bónusdeild kvenna í körfu-
knattleik, Þorleifur Ólafsson. Lalli, eins og hann er kallaður, er að hefja
sitt fjórða tímabil með liðið sem hefur vaxið ásmegin allar götur síðan það
komst upp í úrvalsdeild árið 2021 en eftir það tók hann við. Í fyrra komst
liðið í undanúrslit í bæði bikarnum og í Íslandsmótinu en var óvænt slegið
út í bikarnum af Þór frá Akureyri og 0-3 tap gegn Njarðvík í undanúrslitum
Íslandsmótsins varð staðreynd.
Talsverðar breytingar eru á leik-
mannahópnum fyrir komandi
tímabil.
„Leikmannahópurinn okkar
breytist talsvert. Danielle Ro-
driguez sem fékk íslenskan ríkis-
borgararétt á síðasta tímabili
ákvað að spila í Evrópu, Alexandra
Sverrisdóttir gekk til liðs við Val,
Hekla Eik Nökkvadóttir er komin
til Bandaríkjanna í háskólaboltann
og Dagný Lísa Davíðs dóttir ætlar
að taka sér frí frá boltanum á þessu
tímabili vegna anna í vinnu. Við
verðum með nýja erlenda leik-
menn, fáum hina dönsku Sofie
Tryggedson í stað löndu hennar,
Söruh Mortensen, fáum Kat arzyna
Trzeciak sem er pólsk og lék með
Stjörnunni i fyrra, og Alex Morris
kemur frá Bandaríkjunum. Ég bind
miklar vonir við þessa erlendu leik-
menn og þar fyrir utan fengum
við öflugan liðsstyrk í þeim Ísa-
bellu Sigurðardóttur sem lék með
Njarðvík í fyrra, Sóllilju Bjarna-
dóttur sem hefur m.a. leikið sem
atvinnumaður í Svíþjóð, og Ragn-
heiði Björk Einarsdóttur sem lék í
fyrra með Breiðabliki og Haukum.“
SKeMMtileg deild FrAMuNdAN
Lalli er ánægður með metnaðinn
sem er kominn í kvennaboltann.
„Það eru mörg lið sem ætla sér
stóra hluti og gaman að sjá metn-
aðinn sem er kominn í kvenna-
körfuna. Auðvitað kemur Keflavík
fljótt upp í hugann, þær unnu allt
sem var í boði á síðasta tímabili og
litlar breytingar hafa orðið á leik-
mannahópi þeirra og þær fengu
Kana sem var valin í WNBA ný-
liðavalinu. Þótt Sverrir Þór hætti
með liðið þá er enginn aukvisi
sem tekur við af honum, ég hlakka
til að mæta Friðriki Inga í vetur.
Önnur lið eins og Haukar og Valur
hafa styrkt sig og Þór frá Akur-
eyri voru sterkar í fyrra, Stjarnan
kom skemmtilega á óvart í úr-
slitakeppninni, þessi lið ætla sér
örugglega að byggja ofan á flottan
árangur í fyrra. Njarðvíkurkonur
verða sterkar með Einar Árna sem
þjálfara og það verður gaman að sjá
hvernig nýliðunum reiðir af, Aþena
með Brynjar Karl í brúnni mun ef-
laust vekja athygli svo ég held að
við getum átt von á skemmtilegu
móti.
Það verður fróðlegt hvernig þetta
tímabil verður hjá okkur Grind-
víkingum en við munum æfa á
tveimur stöðum, í Smáranum þar
sem við spilum áfram heimaleikina
okkar en æfum líka í Kársnesskóla.
Blikarnir þurfa að koma öllum
sínum flokkum fyrir svo í þessu
frábæra samstarfi erum við meira
en til í að æfa á tveimur stöðum. Ég
vona að Grindvíkingar haldi áfram
að koma saman á körfubolta-
leikjum, þetta var samverustund
okkar í fyrra og engin ástæða til
að það haldi ekki áfram. Við erum
spennt fyrir vetrinum,“ sagði Lalli
að lokum.
Skemmtileg deild framundan í kvennakörfunni
„Við munum einfaldlega spila öðruvísi, nýtum okkur hraðann og hversu
góða skotmenn við erum með,“ segir nýráðinn þjálfari kvennaliðs Njarð-
víkur í körfuknattleik, Einar Árni Jóhannsson. Segja má að Einar sé kominn
hringinn en hann hóf meistaraflokksþjálfun sína árið 2001 með kvennalið
Njarðvíkur. Íslensku leikmennirnir í leikmannahópi hans í dag voru ekki
fæddar þegar hann hóf þjálfaraferilinn á sínum tíma og í dag er hann að
þjálfa dætur samferðarmanna sinna.
Það eru talsverðar breytingar á
leikmannahópi Njarðvíkur svo
væntingum verður stillt í hóf til að
byrja með.
Einar Árni á von á mjög
skemmtilegu móti í Bónusdeild
kvenna í vetur og segir að mörg lið
ætli sér stóra hluti.
„Njarðvík stendur á stórum
krossgötum því heimavöllurinn
er að færast úr Ljónagryfjunni í
Stapagryfjuna í Innri-Njarðvík.
Kvennaliðið hefur líka tekið
nokkrum breytingum. Á þeim
tímapunkti sem ég vissi af áhuga
Njarðvíkur voru bæði Jana Fals-
dóttir og Isabella Ósk Sigurðar-
dóttir í leikmannahópnum en Jana
fékk tækifæri á að fara í háskóla-
boltann í Bandaríkjunum og Ísa-
bella ákvað að spila með Grindavík.
Njarðvík tefldi fram fjórum út-
lendingum í fyrra en vilji var fyrir
því að fækka þeim í þrjá og þannig
ætlum við að byrja, þrátt fyrir að
við missum Jönu og Ísabellu. Það
var fljótlega ljóst að við gætum
ekki fengið sama Kana því Selena
Lott verður að spila annars staðar
fram í nóvember. Ég ákvað að fara
í þekkta stærð í staðinn, Brittanny
Dinkins sem hefur leikið bæði
með Keflavík og Fjölni. Emilie
Hesseldal kemur aftur og eftir
vangaveltur varðandi þriðja út-
lendinginn, ákváðum við að taka
Enu Viso aftur en höfðum hug-
leitt að taka stærri leikmann fyrst
við misstum Isabellu. Við munum
bara spila öðruvísi, nýta okkur
hraðann og hversu góða skotmenn
við eigum, við ætlum að láta á þetta
reyna svona og sjá hvernig okkur
mun reiða af.
Ég held að mótið í ár verði mjög
skemmtilegt, það er fullt af liðum
sem ætla sér stóra hluti. Keflavík
kemur eðlilega fljótt upp í hugann,
frábærlega mannað lið með frá-
bæran þjálfara sem tók við af
öðrum frábærum þjálfara. Keflavík
er með besta íslenska leikmanninn,
Söru Rún Hinriksdóttur og fengu
Kana sem hefur leikið í WNBA
svo auðvitað eru þær líklegar.
Grindavík ætla sér greinilega stóra
hluti og svo verða lið sem verður
fróðlegt að fylgjast með, t.d. nýliðar
Aþenu, það er athyglisvert starf
unnið þar en það verða þrír ný-
liðar í deildinni í ár, Aþena, Tinda-
stóll og Hamar/Þór. Þórsarar frá
Akureyri ætla að byggja ofan á gott
tímabil í fyrra, Stjarnan sömuleiðis,
Haukar hafa styrkt sig og líka
Valsarar, ég held við getum gert
ráð fyrir mjög skemmtilegu tíma-
bili. Gaman að fá reynda þjálfara
í kvennadeildina eins og Friðrik
Inga, Israel Martin með Tindastól
og Brynjar Karl hjá Aþenu. Það er
gaman að sjá hvernig metnaðurinn
í þjálfuninni í körfunni hefur vaxið,
það er ekki svo langt síðan að við
sáum ekki aðstoðarþjálfara í úr-
valsdeild karla, í dag eru þjálfara-
teymin jafnvel orðin þriggja manna
og reyndir þjálfarar til aðstoðar.
Ég hlakka mikið til vetrarins,
það er spennandi að fara inn í nýtt
íþróttahús en þar mun fara mun
betur um áhorfendur en í gömlu
Ljónagryfjunni, með fullri virðingu
fyrir því æðislega íþróttahúsi. Ég
hvet stuðningsfólk okkar til að fjöl-
menna á leiki kvennaliðsins í vetur,
þetta eru mjög efnilegir leikmenn
sem ætla sér mjög langt og ég lofa
að við munum alltaf leggja okkur
100% fram,“ sagði Einar Árni að
lokum.
Keflavíkurkonur þekkja ekkert annað en
að stefna á alla titla
„Þetta er skemmtileg áskorun, það er í raun ekki
hægt að gera betur en í fyrra þar sem liðið vann
alla titla sem voru í boði,“ segir þjálfari kvenna-
liðs Keflavíkur, Friðrik Ingi Rúnarsson. Frikki er
gamall refur í bransanum, hefur þjálfað meistara-
flokk síðan í kringum 1990 og var byrjaður fyrir
40 árum að þjálfa ungviðið í Njarðvík, þaðan sem
hann er. Hann hefur þjálfað karlalið Njarðvíkur,
Keflavíkur, Grindavíkur, KR og ÍR, hann hefur
þjálfað kvennalið Njarðvíkur og tekur núna við ná-
grannakonunum hinum megin við bæjarmörkin.
Frikki segir gaman hversu margir reyndir þjálfarar
eru komnir í kvennaboltann og á von á jöfnu og
skemmtilegu móti.
„Það er gaman að vera kominn aftur í baráttuna,
síðast tók ég við karlaliði ÍR tímabilið �21–�22 og stýrði
þeim frá fallsæti og hefði getað haldið áfram með liðið
en fjölskylduaðstæður buðu ekki upp á það. Þegar
Keflavík hafði samband í vor þá þurfti ég í raun ekki
langan umhugsunarfrest. Það er skemmtileg áskorun
að taka við liði sem vann allt sem í boði var á síðasta
tímabili og því ekki hægt að gera betur, ég tek við frá-
bæru búi af Sverri Þór og hlakka mikið til vetrarins.
Ég fylgist alltaf vel með og hef alltaf þegar ég hef
ekki verið að þjálfa, verið að spá og spekúlera í körfu-
bolta. Ég horfi mikið á íþróttina og er þá með skrif-
blokk við höndina og punkta niður og ég á marga vini
og kunningja í sportinu, bæði hér heima og erlendis
og fæ að fylgjast með þeirra störfum svo ég er mjög vel
inni í málum. Íþróttin hefur tekið miklum breytingum
frá því að ég byrjaði að þjálfa, hér áður fyrr var þetta
ósköp einfalt, tveir stærstu leikmennirnir voru settir
niður á blokkina nálægt körfunni og voru þar en í dag
er nánast gerð sú krafa að allir leikmenn geti skotið
fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var nánast litið á
það sem glæp hér áður fyrr ef miðherjinn skaut fyrir
utan. Þetta hefur opnað leikinn mikið og gert hann
skemmtilegri að mínu mati en auðvitað eru þeir til
sem fannst leikurinn skemmtilegri eins og hann var.“
óáreNNilegt KeFlAVÍKurlið
Líklega er ekki góð tilhugsun fyrir andstæðinga Kefl-
víkinga að þær halda nánast óbreyttu liði sem vann
allt sem var í boði á síðasta tímabili.
„Ég held sama kjarna en Birna Benónýsdóttir verður
frá allt þetta tímabil, hún er að jafna sig eftir kross-
bandsslit. Fyrirliði liðsins í fyrra sem þurfti að hætta
þar sem hún gekk eigi kona einsömul, Katla, er byrjuð
að lyfta og koma sér í stand svo ég á von á henni ein-
hvern tíma í vetur en þar fyrir utan eru allir sömu Ís-
lendingarnarir auk þess sem ungar og efnilegar stelpur
bætast inn í hópinn. Daniella Wallen fannst rétt að
segja þetta gott eftir síðasta tímabil enda ekki hægt
að enda betur, hún átti frábær ár með Keflavík en ég
náði vonandi að fylla hennar skarð með nýjum banda-
rískum leikmanni. Jasmine Dickey var valin af Dallas
Wings í WNBA og spilaði 34 leiki með liðinu, spilaði
svo á Ítalíu og var í Ástralíu í fyrra og varð meistari
með Southside Flyers. Ég held að þetta sé hörku leik-
maður og vænti mikils af henni. Við erum að leita að
Bosman-leikmanni í stað Elisu Pinzan sem er leik-
stjórnandi, ég er að líta eftir leikmanni í sömu stöðu.
Við höfum náð að leysa það í æfingaleikjum að undan-
förnu en viljum styrkja okkur í þessari stöðu.
Ég held að mótið í ár verði mjög jafnt en mörg lið
ætla sér stóra hluti. Við erum með lið eins og Val og
Hauka sem hafa unnið titla á undanförnum árum,
þau ætla sér stærri hluti, það er mikill metnaður í
Grindavík og svona mætti nánast telja upp öll liðin.
Gaman að sjá alla þessa reyndu þjálfara eins og Einar
Árna með Njarðvík, Israel Martin með Tindastól og
fróðlegt verður að fylgjast með Brynjari Karli og hans
konum í Aþenu, ég hlakka mikið til vetrarins,“ sagði
Frikki að lokum.
Körfuboltinn byrjaður að skoppa
Sumir vilja meina að Suðurnesin
séu vagga körfuboltans en alla
vega má halda því fram fullum
fetum að ekki skorti á áhugann á
íþróttinni á svæðinu. Úrvalsdeild
kvenna hófst í gærkvöldi (þriðju-
dagskvöld) með grannaslag
Njarðvíkur og Grindavíkur og
var um kveðjuleik að ræða í
Ljónagryfjunni. Karlarnir hefja
svo leik á fimmtudagskvöldið.
Segja má að keppnistímabilið
hafi hafist með formlegum hætti
síðasta laugardag þegar keppt
var um meistara meistaranna. Þá
mættust kvennamegin titilhafar
allra titla á síðasta tímabili hjá
konunum, Keflavík, og Þórskonur
frá Akureyri en þessi lið mættust
í úrslitaleik bikarsins á síðasta
tímabili. Öllum að óvörum unnu
Þórskonur nokkuð sanngjarnan
sigur en hafa ber í huga að það
vantaði Kana Keflvíkinga auk þess
sem ekki er vitað þegar þessi orð
eru skrifuð, hvort búið sé að finna
Evrópuleikmann.
Keflavíkurkarlarnir héldu heiðri
keflvískra íþrótta þennan daginn á
lofti, unnu öruggan sigur á Íslands-
meisturum Vals.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
Mynd/ingibergur Þór
14 // VÍKurFrÉttir á SuðurNeSJuM