Skákritið - 01.07.1950, Blaðsíða 12
fyrsta sinn sæti í landsliði. Er það
vel, að sá ótti reyndist ástæðulaus,
að stofna þyrfti sérflokk fyrir
Bjarna mitt á milli meistaraflokks
og landsliðsins!
Nr. 6—7 urðu þeir Benóný Bene-
diktsson og Lárus Johnsen. Mun
Lárus hafa brugðizt vonum margra
og óneitanlega hefði maður getað
vænzt betri frammistöðu af honum,
því að hann er tvímælalaust mjög
sterkur skákmaður, er honum tekst
upp. Hann og Benóný verða nú að
heyja einvígi um 8. sætið í lands-
liðinu, en hvenær það einvígi hefst
er blaðinu, ókunnugt um, en óeðli-
legur dráttur virðist þegar orðinn
á því.
Sturla Pétursson féll að þessu
sinni úr landsliði og sýnir það
hversu hörð keppnin hefur verið.
Skák nr. 2.
Ur landsliðskeppninni 1950.
Hvítt: Baldur Möller
Svart Lárus Johnsen
Sikileyjarvörn
1. e2—ei c7—c5
2. Rgl—f3 e7—e6
Þetta er hið svonefnda Schewen-
ingen varnarkerfi, sem hefur gefizt
svörtum fremur ilia upp á síðkastið.
3. Rbl—c3 —
Hvítur forðast troðnar slóðir og
leikur því þessum leik í stað d4, sem
er venjulegra. Byrjunin verður nú
allóregluleg.
3. — a7—a6
4- g2—g3 , —
Hvítur teflir rólega og heldur
opnum margvíslegum möguleikum í
komandi miðborðsátökum.
4. — g7—g6?
En nú fær hvítur tækifæri til hag-
kvæmra aðgerða á miðborðinu, sem
hann lætur ekki ganga sér úr greip-
um. Gott virðist 4. —• d5.
5. d2—d4l ' c5xd4
6. Ddl xdJf f7—/6'
111 nauðsyn. Ef t.d. 6. — Bf6, þá
7. Bg5, Be7; 8. e5, Rc6; 9. Dd2, Rh5
10. Bxe7, Dxe7; 11. Re4 og svarta
staðan er allt annað en glæsileg. Og
ef 6. — Df6, þá 7. Dxf6, Rxf6; 8. e5
og hvítur hefur yfirburðastöðu.
7. Bcl—e3 Rb8—c6
8. Dd4—d2 Rg8—e7
9. Hal—dl Bf8—g7
10. Rc3—a4! ■—■
Hótar að vinna drottninguna með
Bb6. Með leiknum nýtir hvítur einn-
ig til fullnustu. yfirráð sín yfir
svörtu reitunum á drottningarvæng,
en þau tryggja honum sigurinn.
10. — Dd8— -a5
11. Ra4—b6 Da5xd2f
12. Rf3xd2! Ha8— —b8
13. Be3—c5 fe- -/5
14. Rd2—c4 0- -0
15. e4—e5 Gefið.
Svartur er innilokaður með allt
sitt lið og segja má, að hvítur geti
unnið á hvern þann hátt, sem hann
æskir. Hann hótar nú þegar Bd6
með skiptamunsvinningi, og svartur
fær ekki andæft þeirri hótun.
8
SIvÁKRITIf)