Skákritið - 01.07.1950, Blaðsíða 16
Skákför ±5.1 Norðurlands
Að tilhlutan Taflfélags Reykja-
víkur var lagt upp í skákför norð-
ur að Reykjum í Ilrútafirði hinn
24. júní s.l. til keppni við Skákfélag
Akureyrar. Hafði verið ráðgert að
mætast á þeim stað og heyja þar
kapptefli daginn eftir; var ráðgert
að tefla á 15 borðum.
Haldið var af stað úr Reykjavík
kl. 2 e.h. í 16 manna langferðabíl.
Þéttingsgola var og skýjað loft, en
sólfar þó annað veifið. Farþegar
voru allir í sólskinskapi, sungu og
tefldu á vasatöfl á milli þess, sem
„brandarar" fuku. Var hinn aldni
skákjöfur Eggert Gilfer afkasta-
mestur og hagvirkastur við brand-
arasmíðina. Var honum óspart
kiappað lof í lófa.
Að Hreðavatni var drukkið kaffi
og var það eina viðdvölin á norður-
leiðinni.
Komið var að Reykjum um átta-
leytið. Voru þá Norðlingar enn ó-
komnir, en komu að stundarfjórð-
ungi liðnum á ákvörðunarstað.
Urðu þar fagnaðarfundir. Var
brátt setzt að snæðingi, en að borð-
haldni loknu hófst hraðskákkeppni,
sem lauk með sigri sunnanmanna.
Að því loknu gengu menn til náða.
Viðurgjörningur allur var hinn
bezti í hinu vistlega sumarhóteli
að Reykjum.
Klukkan 9 á sunnudagsmorgun
voru menn i)æstir og gengu þá marg-
ir til laugar og skoluðu af sér ferða-
rykið, áður en moi'gunkaffi var
drukkið og aðalkeppnin hófst, en
það var klukkan 10 f. h.
Hér fara á eftir úrslit þeirrar
keppni:
S. A.
m
Margeir Steingrímsson %
Júlíus Bogason 0
Jóhann Snorrason 0
Steinþór Helgason 0
Björn Halldórsson 0
Jón Ingimarsson 0
Snorri Rögnvaldsson 1
Haraldur Bogason 1
Haraldur Ólafsson %
Guðmundur Jónsson %
Jónas Stefánsson 0
Steinþór Kristjánsson 1
Anton Magnússon 1
Stefán A^alsteinsson 0
Björn Sigurðsson %
Samtals: 6
T. R.
1. borð: Guðjón M. Sigurðsson %
2. — Eggert Gilfer 1
3. — Guðm. S. Guðmundsson 1
4. —• Friðrik Ólafsson 1
5. -—- Sveinn Kristinsson 1
6. — Þórir Ólafsson 1
7. —■ Björn Jóhannesson 0
8. — Jón Pálsson 0
9. —■ Jón Einarsson %
10. —■ Arinbj. Guðmundsson %
11. —■ Hákon Hafliðason 1
12. — Karl G. Þorleifsson 0
13. — Tryggvi Arason 0
14. — Magnús Alexandersson 1
15. —■ Reimar Sigurðsson %
Samtals: 9
12
SKÁKRItTÐ