Golf á Íslandi - 01.07.1990, Side 3

Golf á Íslandi - 01.07.1990, Side 3
 Konráð R. Bjarnason: FYLGT ÚR HLAÐI Verkefni Golfsambands íslands eru bæði mörg og margvísleg, en útgáfustarf á vegum sambandsins hefur verið í lág- marki. Síðastliðin ár hefur mótabók sambandsins verið gefin út. Nú í vor var útgáfunni breytt í lítinn handhægan bækling og efni dregið saman, þar eru aðeins upplýsingar um stjórnir og nefndir, klúbbamótaskrár hvers klúbbs og heildar skrá yfir opin mót og meistaramót. Til að bæta úr þessu og auka upplýs- ingar til kylfinga, var ákveðið að stofna til útgáfu golfblaðs, þar sem greint verður frá úrslitum móta, ýmsar greinar o.fl. Gott væri að fá ábendingar frá lesend- um blaðsins hvaða efni ætti að vera birt í blaðinu. Blaðið kemur væntanlega út tvisvar á ári. Ég vona að blaðið fái góðar móttökur hjá kylfingum landsins. „GOLF Á ÍSLANDI“ — blað okkar allra „Golf á íslandi“, er nú komið fyrir augu kylfinga í fyrsta skipti, og má segja að draumur margra um íslenskt golftímarit sé loksins að verða að veruleika. Stjórn Golfsam- bands íslands áformar að blaðið komi út tvívegis á ári hverju, í upphafi vertíðar kylf- inga hér á landi, og síðan að hausti til þegar golfvertíðinni er lokið. Stefnan er að í þessu blaði verði birt öll úrslit opinna móta hér á landi auk íslands- mótanna allra, árangur lands- liða okkar og úrslit úr meist- aramótum klúbbanna. Þetta verða fastir liðir á hverju ári, en um annað efnisval eru ekki skýrar línur enn. Og þá er komið að því sem skiptir ekki svo litlu máli ef við kylfingar viljum að blaðið okkar „Golf á íslandi“ verði áhugavert blað, en það er að kylfingar sjálfir sýni því áhuga að senda inn efni til birtingar. Blað sem þetta á auðvitað ekki að vera neitt ,,einkablað“ Golfsambandsins. Það á að vera vettvangur fyrir golf- klúbbana þar sem þeir geta komið einu og öðru á fram- færi. Efni frá einstaklingum um hvaðeina sem snertir golfið verður einnig vel þegið. „Golf á Islandi" á að vera vettvangur allra kylfinga, vettvangur þar sem þeir geta skipst á skoðun- um, sent inn skemmtilegar golfsögur sem hlýtur að vera til nóg af víða og áfram mætti telja. Næsta blað af „Golf á ís- landi“ kemur út í Október, og er nú ekkert annað að gera kylfingar góðir en setjast niður og festa á blað hvað eina sem ykkur liggur á hjarta. Gylfi Kristjánsson GOLF Á ÍSLANDI 3

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.