Golf á Íslandi - 01.07.1990, Síða 6

Golf á Íslandi - 01.07.1990, Síða 6
Golfvöllurinn í Grafarholti. 900 FÉLAGAR í GOLF- KLÚBBI REYKJAVÍKUR „Þótt fjölgun félaga í Golf- klúbbi Reykjavíkur hafi fært okkur vandamál, þá er hún af hinu góða. Hjá okkur hafa komið inn um 100 nýir félagar á hverju ári að undanförnu, einhverjir hafa að sjálfsögðu hætt í klúbbnum, þannig að árleg fjölgun undanfarin ár hefur verið á bilinu 50-100 manns. Félagar í GR eru í dag um 900 talsins, og klúbburinn því fullsetinn. Við urðum að visa frá fólki á síðasta ári með þeim orðum að það komi inn í ár, og í dag tökum við ekki inn í klúbbinn fleiri en þeir eru sem hætta“ segir Guðmundur Björnsson formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. „Þessi mikli fjöldi félaga þýð- ir auðvitað óhemju álag á völl- inn í Grafarholti. Menn geta ekki komist út að spila þegar þeim sýnist, heldur þurfa að panta sér rástíma. Bráðabirgða- völlur okkar á Korpúlfsstöðum hefur bjargað miklu, en sá völlur er 12 holur og er langt frá því að vera í sama gæðaflokki og Graf- arholtið“. — En það eru stórfram- kvæmdir framunda, ekki rétt? „Jú, borgin er búin að úthluta okkur landi fyrir 18 holu völl í Grafarvogi þar sem öskuhaugar borgarinnar eru í dag. Það er gott land niður við sjó sem mun gefa okkur möguleika að spila golf allt árið. Nú er í gangi frum- hönnun á þeim velli og við stefn- um að því að hefja þar fram- kvæmdir á næsta ári. Fram að þeim tíma verður þar grafið sorp, og við vonumst til þess að eiga gott samstarf við borgina á þeim tíma m.a. varðandi það hvernig sorpið verður urðað, þannig að á staðnum verði til landslag fyrir golfvöll. Við höfum einnig fengið við- bótarland í Grafarholti þar sem koma má fyrir litlum 9 holu velli með par-3 holum. Það land er hinsvegar þannig að það verður mjög kostnaðarsamt að vinna það, og fullvíst má telja að við einbeitum okkur að Grafarvogs- vellinum fyrst í stað“. Guðmundur sagði að helsta vandamálið í Grafarholti væri varðandi grjót sem sífellt kemur upp úr brautunum. „Þrátt fyrir áratuga þrotlaust starf sér aldrei fyrir endann á þessu og við erum í Grafarholti í erfiðasta golfvall- arlandi sem fyrirfinnst hér á landi“. — Njótið þið mikils stuðnings bogaryfirvalda? „Mér finnst ánægjulegt að geta komið því að hér, að borg- aryfirvöld hafa sýnt mjög vax- andi skilning á okkar starfi und- anfarin ár, og það ber að þakka. Menn gera sér grein fyrir því að golf er ekki bara fyrir einhvern þröngan hóp sérvitringa heldur fjöldann. Við getum líka bent á mikilvægi þess að Reykjavíkur- borg geti boðið upp á góða golf- aðstöðu, það er mjög mikilvægt fyrir borgina sem borg sem vill taka vel á móti ferðamönnum“ sagði Guðmundur. Guðmundur Björnsson 6 GOLF Á ÍSLANDl

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.