Golf á Íslandi - 01.07.1990, Page 12
Aftari röð f. v.: Hannes Eyvindsson, Sigurjón Arnarson, Guðmundur Sveinbjörnsson og Ragnar Óiafsson. Fremri röð f. v.: Sigurður Sigurðsson, Jóhann
R. Benediktsson liðsstjóri, Samúel Smári Hreggviðsson fararstjóri og Úlfar Jónsson.
EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ 1989 í PORTHCAWL, WALES:
ÍSLAND í 13. SÆTI
Að þessu sinni var Evrópumót
landsliða haldið á golfvelli The
Royal Porthcawl Golf Club á
suðurhluta Wales, dagana 28.
júní til 2. júlí s.l.
Lið mættu frá 20 þjóðlöndum.
Landslið íslands var þannig
skipað: Úlfar Jónsson GK, Sig-
urjón Arnarsson GR, Ragnar
Ólafsson GR, Hannes Eyvinds-
son GR, Guðmundur Svein-
björnsson GK, Sigurður Sigurðs-
son GS. Liðsstjóri var Jóhann
Benediktsson og fararstjóri
Samúel Smári Hreggviðsson.
Frá íslandi var flogið til
London 25. júní og komið til
Porthcawl og á hótelið, The
Rest, um nóttina. Æfingardagar
voru mánud. 26. og þriðjud. 27.
John Garner, landsliðsþjálf-
ari, kom til liðs við okkur að
kvöldi mánudagsins og var
með liðinu þar til síðdegis á
sunnudag.
Mikill fengur var í komu
Garners, en hann kom með
ýmsar góðar ráðleggingar til liðs-
manna um hvernig best væri
staðið við að spila hverja holu á
vellinum svo bestur árangur
næðist, liðsmenn voru mjög
áhugasamir og fóru í öllu eftir
leiðbeiningum Garners.
Fyrstu tvo keppnisdagana
miðvikudaginn 28. og fimmtu-
daginn var leikinn höggleikur og
varð árangur sem hér segir:
Úlfar Jónsson GK
79 + 71 = 150
Sigurjón Arnarsson GR
86 + 74 = 160
Ragnar Ólafsson GR
83 + 80 = 163
Hannes Eyvindsson GR
85 + 81 = 166
Sigurður Sigurðsson GS
85 + 82 = 167
Guðmundur Sveinbjörnsson GK
88 + 80 = 168
Árangur Úlfars var mjög
góður og lenti hann í 7. sæti sam-
tals, en besta skor í keppninni var
70 högg.
Völlurinn er par 72 og SSS 74.
Samtals var liðið með 804
högg, annars varð röð þjóða eftir
höggleikinn þessi:
1. England 757
2. Irland 762
3. Wales 766
4. Frakkland 778
5. Svíþjóð 778
6. Skotland 784
7. Þýskaland 786
8. Noregur 793
9. Danmörk 795
10. Spánn 796
11. Holland 799
12. Ítalía 802
12
GOLF Á ÍSLANDl