Golf á Íslandi - 01.07.1990, Side 14
„MARKMIÐIÐ AÐ EIGNAST
BETRA LANDSLIÐ"
— segir Hannes Þorsteinsson sem sér um unglingamál Golfsambandssins
„Golfþing sem haldið var
snemma árs 1986 ákvað að ráða
mann til þess að sjá um ungl-
ingamálin og það varð úr að mér
var falið það verkefni. Það kom
upp dálítið sérstök staða við
þessa ákvörðun, þingið ákvað
nefnilega að ég myndi ekki heyra
undir stjórn Golfsambandsins,
heldur aðeins undir forseta þess.
Stjórnin getur því ekki rekið
mig, en Konráð getur sparkað
mér samkvæmt þessari sam-
þykkt ef honum sýnist svo“.
Þetta segir Hannes Þorsteins-
son sem hefur undanfarin ár
verið einvaldur þegar unglinga-
mál Golfsambandsins hafa verið
annars vegar. Menn munu vera
sammála um að Hannes hafi
unnið mjög gott starf að ungl-
ingamálunum, og þau séu nú
mun betur á vegi stödd en áður.
„Það var sá hugur í mönnum
á þessum tíma að það þyrfti að
vinna átak í þessum málum, með
það markmið að í framtíðinni
eignaðist ísland frambærilegra
landslið á alþjóðlegum mæli-
kvarða, og menn töldu heppilegt
að einn aðili hefði með þessi mál
að gera“.
— Hafði lítið verið unnið að
þessum málum?
„Ég vil ekki segja það en hins-
vegar var enginn einn aðili sem
sinnti þessum málum. Verkefni
fyrir unglinga voru ekki mörg
og við tókum t.d. ekki þátt í
Evrópumótum unglinga sem eru
á hverju ári og höfðum ekki gert
í 3 ár. Það var eitt af mínum
fyrstu verkefnum að komast
með liðið okkar inn í þessa
keppni, og um leið að fjölga
verkefnum á erlendri grund.
Þetta hefur gengið vel, og nú
eru fjölmörg verkefni fyrir
okkar bestu unglinga á hverju
ári. Af verkefnum i ár get ég
nefnt Norðurlandamót, Evrópu-
mót sem við höldum reyndar í
Grafarholti, skólakeppni á St.
Andrews í Skotlandi og boðsmót
í Hollandi og Belgíu.
Vekja athygli
Við höfum gert vart við okkur
á alþjóðlegum vettvangi, og það
hefur þýtt að okkur er boðin
þátttaka í fleiri mótum. Ég hef
verið einstaklega heppinn með
þá unglinga sem hafa valist til að
fara erlendis fyrir hönd íslands.
Þeir vekja hvarvetna athygli
fyrir góða framkomu og reglu-
semi. Einnig vekja þeir athygli
fyrir það hversu langt þeir slá
golfboltann, en því miður einnig
fyrir það hversu slakir þeir eru
í kringum flatirnar og á þeim.
Þessi auknu boð sem til okkar
hafa borist hafa leitt til þess að
Golfsambandið veitir nú meiri
peningum til unglingamálanna
en karla- og kvennaiandsliðanna
til samans, og ég tel það vera
mjög gott mál“.
— Hver er helsti sýnilegi ár-
angurinn af þessu starfi undan-
farin ár?
„Það er fyrst og fremst þessi
aukna þátttaka okkar í keppn-
um erlendis sem ég minntist á.
Það er síðan spurning hvort
afraksturinn er sýnilegur golf-
lega séð. John Garner hefur
komið inn í þetta starf og unnið
mikið að kennslu með ungling-
unum. Hans hlutverk er að
byggja upp islenskt golf frá
grunni og hans starf er þegar
farið að skila sér og á eftir að
skila sér lengi. Garner hefur
breytt hugsunargangi þeirra
íslensku kylfinga sem æft hafa
undir hans stjórn verulega og
honum hefur tekist að fá erlendu
golfkennarana í lið með sér og
þeir eru farnir að vinna í samráði
við hann. Allt þetta hefur orðið
til þess að unglingarnir eru farnir
að taka golfið fastari tökum,
æfa mun meira á veturna en
áður, vitandi það að golf er
heilsárs íþrótt, og verkefnin
erlendis ýta undir þetta“.
— Hvert er helsta vandamál
íslenskra unglinga sem eru
komnir í fremstu röð?
„Það er það sama og hjá
öðrum islenskum kylfingum,
stutta spilið. Ég er búinn að sjá
allt það besta í unglingagolfi í
Evrópu undanfarin ár og maður
er ekki lengi að sjá að okkar
strákar eru með þeim högg-
lengstu. Hinsvegar versnar stað-
an verulega þegar kemur að
stutta spilinu og því að bjarga
sér úr vandræðum ef menn
lenda t.d. utan brautar. Við
eigum sennilega þann vafasama
heiður að eiga lélegustu spilar-
ana í Evrópu þegar kemur að
flötunum.“
— Hvað veldur þessu aðallega
og hvað er hægt að gera til úr-
bóta?
„Við búum við aðstæður sem
að mínu mati valda þarna lang-
mestu, því flatirnar á völlunum
hér eru þannig að menn geta
ekki lært á þeim réttu aðferð-
irnar. Við flatirnar getur þó
verið hægt að gera alla hluti rétt
en með þeim afleiðingum að
boltinn hafnar langt frá holunni,
og menn geta líka gert allt vit-
laust og þá skoppar kúlan e.t.v,
beint í holuna. Það er ekki hægt
að standa og æfa og sjá árangur-
inn nákvæmlega því þetta snýst
allt of mikið um heppni og
óheppni með það hvernig kúlan
kemur niður og hvernig hún
rúllar.
Ég hef rætt þetta vandamál
mikið við John Garner og hvað
er hægt að gera til að bæta
þetta. Ein leiðin er auðvitað sú
að íslenskir kylfingar leggja
aukna áherslu á þennan þátt
golfsins og æfi stutta spilið t.d.
í 80°7o af sínum æfingatíma, pútt
og stutt spil en fari ekki bara
með ,,driverinn“ og láti það
nægja. Þetta er ein leiðin, þótt
erfitt sé að mæla með henni
vegna þess hvernig flatirnar eru.
Gras vex á íslandi
Við verðum einfaldlega að fá
betri flatir á vellina okkar, og ég
neita að trúa því að það sé ekki
hægt. Það vex gras á íslandi,
reyndar á fáum stöðum betur en
okkur vantar þekkinguna og
kunnáttuna. Við eigum ekki
fagmenn í „greenkeeping" sem
er einfaldlega eins og her önnur
iðn. Erlendis er þetta hluti af
garðyrkjunámi og við verðum
að senda menn út í þetta nám og
tryggja þeim síðan atvinnu að
því námi loknu. Grastegund-
irnar höfum við, spurningin
snýst einfaldlega um að byggja
flatirnar rétt upp og meðhöndla
þær rétt“.
— Hver er helsti árangurinn
sem þú sérð af þínu starfi þessi
ár, golflega séð?
„Það er erfitt fyrir mig að
fara að gefa út eitthvað um það.
Unglingastarfið hefur stóraukist
Gullkúla
Klúbbþjónninn rak þann fulla á dyr, en sáfulli kom að vörmu
spori aftur. Þetta endurtók sig þrisvar sinnum. Þá gat golf-
kennarinn ekki á sér setið og varð að orði: ,,Leó, það er
heldur mikið bakslag í teigskotunum hjá þér“. (brandari í
kylfingi 1950).
14
GOLF Á ÍSLANDI