Bautasteinn - 01.05.2018, Blaðsíða 5

Bautasteinn - 01.05.2018, Blaðsíða 5
5 þeirri von undanfarin ár að ráðstafanir verði gerðar af hálfu ríkisins til að leiðrétta einingaverð til kirkjugarða landsins. Ekkert útlit er fyrir að það verði gert. Eftir miðjan mars á þessu ári setti ríkisstjórnin fram 5 ára áætlun um ríkisfjármál (2019-2023). Staðfest hefur verið að þar eru engar breytingar fyrirhugaðar varðandi þær leiðréttingar sem forráaðamenn kirkjugarða hafa reynt að koma ráðamönnum í skilning um að væru nauðsyn- legar. Á síðasta ári var mörgum brýnum framkvæmdum og fjárfestingum frestað hjá KGRP til að hallinn yrði ekki meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. KGRP frestuðu enn einu sinni undirbúningi að byggingu þjónustuhúss í Kópavogskirkjugarði, frestuðu stækkun grafarsvæða í Gufuneskirkjugarði, frestuðu lagfæringu á múrhúð og burðarvirki Fossvogskirkju og athugun og lagfæringu á múrnum kringum Hólavallagarð, fjölda fastráðinna starfsmanna hefur verið haldið niðri þrátt fyrir sífellt stærri umhirðusvæði og fleiri verkefni vegna fjölgunar andláta, skáru niður fjölda sumarstarfsmanna, sem eru nú um 50% af því sem þeir voru á árunum fyrir hrun. Síðastliði ár var birt auglýsing frá KGRP í dagblöðum um minnkandi umhirðu garðanna vegna rekstrarerfiðleika. Spyrja má hvaða úrræði stjórnendur kirkjugarða hafi til að mæta þessum skerðingum? Því er til að svara, að fátt sé um fína drætti í þeim efnum. Ekki er hægt að bjarga sér með sjálfsaflafé, nema skýrt sé að lög beinlínis heimili slíkt og á það hefur verið reynt að ekki er hægt að fá stjórnvöld til að breyta lögum til að létta undir með þessari samfélagsþjónustu. Þekktur er málareksturinn í kringum gjaldtöku í líkhúsi í Fossvogi sem KGRP tóku upp 2004 og kært var. Umboðsmaður Alþingis tefldi fram áliti á miðju ári 2006 þess efnis að slík gjaldtaka þyrfti lagastoð og beindi þeim tilmælum til KGRP að þeir stöðvuðu gjaldtöku og einnig fékk dóms- og kirkjumála- ráðuneytið þau tilmæli að lögin yrðu skýrð hvað þetta varðar. KGRP hættu gjaldtöku en þrátt fyrir ítrekanir frá umboðsmanni hefur ráðuneytið ekki farið að tilmælum hans. Svipað gerðist varðandi gjaldtöku KGRP í athafna- rýmum 2012 sem lagt var á til að mæta útlögðum kostnaði við rekstur fasteigna í Fossvogi. Allar bjargir virðast bannaðar og virðist því eina úrræðið vera að loka líkhúsinu í Fossvogi og Fossvogskirkju og tengibygg- ingum og draga síðan úr þeirri þjónustu sem kirkjugarðar eiga að veita lögum samkvæmt, s.s. umhirðu garðanna o.fl. Í því samhengi hefur verið rætt um að skipta görð- unum niður í aldurshólf og hætta allri umhirðu í elstu svæðunum. Þannig yrði Hólavallagarður hugsanlega án umhirðu og stór hluti Fossvogskirkjugarðs og hluti Gufuneskirkjugarðs. Fólkið í landinu vill almennt að hugsað sé vel um kirkjugarða og þangað sé hægt að koma án þess að eiga á hættu að leiði og minningarmörk séu á kafi í illgresi. Þeir sem vinna í kirkjugörðum eða stýra þeim eru sama sinnis og samfélagið í heild. Góður vilji nægir ekki einn og sér, umhirða og þjónusta í kirkjugörðum kostar peninga og til er gjaldalíkan sem þarf að endurstilla og þá getur það svarað því hvaða upphæð vantar til að hafa þessa hluti í góðu lagi hér á landi. Ef til áframhaldandi skerðingar umhirðu kemur og við bætast lokanir líkhúss og athafnarýma í Fossvogi er það ráðamönnum til skammar en er í raun og veru eina raunhæfa svar þeirra sem ábyrgir eru fyrir rekstrinum við því aðgerðarleysi sem þeir hafa mætt mörg síðastliðin ár. Allar bjargir virðast bannaðar og virðist því eina úrræðið vera að loka líkhúsinu í Fossvogi og Fossvogskirkju og tengibygg- ingum og draga síðan úr þeirri þjónustu sem kirkjugarðar eiga að veita lögum samkvæmt, s.s. umhirðu garðanna o.fl.

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.