Bautasteinn - 01.05.2018, Síða 7
7
Í sumar verða 70 ár liðin frá því fyrsta líkbrennsla fór
fram hér á landi en jarðneskar leifar dr. Gunnlaugs
Claessen voru brenndar þann 31. júlí 1948 í nýjum
líkbrennsluofnum sem höfðu verið settir upp við Foss-
vogskapellu. Af þessu tilefni rennum við yfir sögu bálfara
hér á landi og rifjum upp eitt og annað sem snertir
þennan útfararsið sem verður æ vinsælli.
Áður en lengra er haldið má geta þess að fyrsti Íslend-
ingurinn sem fékk bálför, fyrir utan þá sem brenndir voru
til forna, mun hafa verið læknir í Kaupmannahöfn að
nafni Edvald Johnsen sem lést 25. apríl 1893 þar í borg.
Hann mun hafa kosið að lík hans yrði brennt en ekki
jarðað og þótti það auðvitað fréttaefni hér á landi. Í
blaðinu Ísafold 24. maí 1893 segir: „Lík Edvalds Johnsens
læknis var eigi jarðað á venjulegan hátt, heldur brennt í
líkbrennsluofni. Það er hinn fyrsti Íslendingur, er þá
frægð hreppir.“
Málinu fyrst hreyft 1905
Bálfarir voru alsiða meðal heiðinna til forna en langur
tími átti eftir að líða þangað til þær náðu útbreiðslu á
Vesturlöndum á nýjan leik. Af heilbrigðisástæðum fóru
læknar að hvetja til líkbrennslu þegar kom fram á 19.
öldina og á heimssýningunni í Vín árið 1873 var kynntur
nýr líkbrennsluofn er þótti framúrskarandi til slíkra nota.
Ári síðar var Bálfararfélag Englands (Cremation Society
of England) stofnað og fyrsta bálstofan í Evrópu byggð
árið 1878 í borginni Woking þar í landi. Á þeim tíma var
með vaxandi þéttbýli farið að þrengja verulega að
kirkjugörðum auk þess sem æ fleiri töldu að eina leiðin til
að tryggja viðunandi hreinlætis- og heilbrigðisaðgæslu
við útfarir væri að brenna líkin.
Hér á Íslandi varð það raunin, eins og á Englandi, að
læknar gerðust baráttumenn fyrir bálförum. Læknarnir
Steingrímur Matthíasson og Guðmundur Björnsson
hreyfðu fyrstir manna líkbrennslumálinu hér á landi
þegar þeir skrifuðu um það mál í Skírni árið 1905 og
raunar aftur 1913. Fljótlega tók Gunnlaugur Claessen
læknir málið einnig upp á sína arma og inn á Alþingi
rataði málið þegar baráttubróðir hans í þessu, Sveinn
Björnsson alþingismaður og síðar forseti Íslands, flutti
frumvarp til laga um líkbrennslu er varð að lögum árið
1915.
Allmörg ár áttu þó eftir að líða þar til skriður komst á
málið á nýjan leik. Árið 1930 skipaði bæjarstjórn Reykja-
víkur þó nefnd til að gera tillögur um bálstofu og voru
kosnir í hana þeir Einar Arnórsson, Ágúst Jósefsson og sr.
Bjarni Jónsson. Tók Jón Þorláksson borgarstjóri málið í
sínar hendur og var bent á tvo staði undir bálstofu; fyrir
sunnan Hólavallakirkjugarð eða á svokölluðu Sunnu-
hvolstúni í Norðurmýri. Leyst þeim bálfararmönnum
betur á seinni kostinn. Ekkert varð úr þessum fyrirætl-
unum að sinni.
Spegillinn gerði óspart grín að þeim Bálfararfélagsmönnum og forvígirmenn félagsins urðu bitbein í pólitískri orðræðu
millistríðsáranna.