Bautasteinn - 01.05.2018, Side 9

Bautasteinn - 01.05.2018, Side 9
9 blettir 6 og 10. Þar var býli sem stóð rétt utan við bæinn nálægt þeim stað sem síðar var nefnt Klambratún. Var Bálfararfélaginu úthlutað þeirri lóð í ársbyrjun 1936. Þegar þessum áfanga var náð hófust Bálfararfélagsmenn ötullega handa við undirbúning byggingar kapellu og bálstofu við Klambratún og einnig að safna fé í sjóði sína, m.a. með sölu á bálfararskírteinum. Í aprílmánuði 1936 eru á fundi félagsins lagðir fram uppdrættir Sigurðar Guðmundssonar arkitekts að skipulagi lóðarinnar og frumdrög að bálstofu. Áætlaði húsameistarinn að byggingin myndi kosta um 95.000 krónur fyrir utan brennsluofna og frágang á lóð. Menn voru hér býsna stórhuga og í Alþýðublaðinu í desember 1936 er vitnað í ræðu Gunnlaugs Claessen þar sem hann kynnir fyrir- hugaða byggingu. Hann segir: „Meginhluti byggingar- innar, og það sem hæzt ber, er kapella fyrir keðjuathöfn, með kór, það sem kistunni er ætlaður staður. Turninn er upp af kórnum. Næst aðaldyrunum eru tvö herbergi á báða vegu, en söngpallur þar yfir. Í lágu bakálmunni, sem stendur þvert á aðalhúsið, er skrifstofa, biðstofa, lík- geymsla, stofa fyrir vandamenn til að ganga frá kistunni, prestsherbergi, rafmagnslíkofn, íbúð fyrir gæslumann og snyrtiherbergi fyrir starfsmenn og almenning. Sæti eru ætluð fyrir 150 manns niðri, en auk þess á söngpalli. Sætin verða þægilegir stólar, með útbúnaði eins og menn kannast við úr bíó.“ Bálstofa og kapella rís Fossvogskirkjugarður hafði verið vígður 1932 og skyldi hann vera aðalkirkjugarður Reykvíkinga til næstu áratuga. Áform voru uppi um að reisa þar útfararkapellu og þótti forvígismönnum kirkjugarðstjórnar Reykjavíkur strax skynsamlegra að fyrirhuguð bálstofa risi í tengslum við þann garð. Má ráða af fundargerðum Bálfararfélags- ins að þar á bæ vildu menn drífa framkvæmdir í gang á lóð sinni á Sunnuhvolstúni og töldu frekari breytingar á fyrirætlunum fresta málinu enn og aftur. Áhugi á bálförum hafði aukist og til að sinna þeirri eftirspurn beitti félagið sé fyrir því að Eimskip flytti lík til Kaup- mannahafnar til bálfara á hagstæðum kjörum. Eftir að stríðið skall á var samið um slíka þjónustu við bálstofu í Edinborg. Mönnum lá á að koma málinu í heila höfn hér heima. Vorið 1942 ítrekaði kirkjugarðsstjórnin tilmæli um samstarf og að bálstofa yrði reist við kapelluna í Fossvogi. Sigurður Guðmundsson arkitekt hannaði þá byggingu en hann var jafnframt ráðgjafi Bálfararfélagsins varðandi byggingarmál þess. Má vera að það hafi leitt til þess að félagið ákvað að segja sig frá lóðinni á Miklatúni og færa fyrirhugaða bálstofu suður í Fossvogskirkjugarð. Þegar hér var komið sögu átti félagið alldrjúgar inni- stæður í bönkum og þess albúið að hefja framkvæmdir. Minning sem lifir Álskildir – koparskildir – krossar – merkingar fyrir duftker

x

Bautasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.