Bautasteinn - 01.05.2018, Page 10

Bautasteinn - 01.05.2018, Page 10
10 Fossvogskapella var í smíðum og haustið 1943 var gerður samstarfssamningur milli kirkjugarðanna og Bálfarar- félagsins um samstarf. Komst þá skriður á byggingar- málin og lánaði félagið m.a. talsvert fé til byggingar kapellunnar sem þá var vel á veg komin. Gjaldeyrishöft voru hamlandi á stríðsárunum og drógu verulega úr framkvæmdum. Árið 1943 tók Bálfararfélagið tilboði frá sænskum framleiðanda um kaup á tveimur rafhituðum líkbrennsluofnum í fyrirhugaða bálstofu en það var ekki fyrr en árið 1945 sem viðskiptaráð veitti samþykki sitt til yfirfærslu gjaldeyris vegna kaupa á ofnunum. Húsnæðið reis svo smátt og smátt af grunni á næstu árum. Duftgarður í skipulag Í samstarfsamningi Bálfararfélags Íslands og kirkjugarðs- stjórnar Reykjavíkur er kveðið á um sérstakan reit „til þess að jarðsetja duftker, en stjórn Bálfararfélagsins skal skipuleggja svæðið.“ Staðurinn sem menn höfðu auga- stað á „er fyrir norðvestan núverandi takmörk kirkju- garðsins, ásamt 10 metra breiðri ræmu innanvert við þau.“ Ennfremur segir í samkomulaginu að „kirkjugarðs- stjórn lætur á sinn kostnað girða hið nýja kirkjugarðs- svæði, gjöra aðalstíga um það og undirbúa það sem grafreit.“ Var ráðist í samkeppni um gerð reitsins og útbjó stjórn Bálfararfélagsins ítarlega verklýsingu fyrir þátttakendur. Gerð var krafa um að hver duftreitur væri 65x130 cm að stærð og áskilið að á milli reita í beinum röðum væri mjór stígur, aðeins 25 cm. Tillagan sem valin var til að framkvæma eftir var eftir Ole Pedersen cand hort, síðar garðyrkjustjóra kirkjugarða Reykjavíkurpró- fastdæma. Örlögin höguðu því svo til að 24. júlí 1948 andaðist dr. Gunnlaugur Claessen sem alla tíð hafið verið aðaldrif- fjöðrin í félaginu og hvatamaður þess með fleirum að hér á landi yrði reist bálstofa. Um þær mundir voru fram- kvæmdir við bálstofu og kapellu á lokastigi. Því hittist svo á að jarðneskar leifar dr. Gunnlaugs voru þær fyrstu sem þar voru brenndar á vígsludegi mannvirkjanna þann 31. júlí 1948. Takmarkinu náð Það er ljóst af fundargerðum Bálfararfélagsins að verulega dregur úr starfsemi þess eftir að helstu baráttu- málin voru komin í höfn og fundir aðeins haldnir á nokkurra ára fresti. Á stjórnarfundi 8. apríl 1964 leggur stjórnin til að félaginu verði slitið. Var jafnframt ákveðið að peningaeignum félagsins yrði varið til stofnunar duftgarðssjóðs er ætti að fjármagna skipulag og fegrun duftgarða Reykjavíkur í framtíðinni. Stofnfé sjóðsins var 95.337,59 kr. og var stjórn kirkjugarðanna afhent það til varðveislu. Lauk þar með sögu Bálfararfélags Íslands. Vinningstillagan. Árið 1948 var efnt til samkeppni um „tillögu um fyrirkomulag á duftgarði félagsins við kapelluna í Fossvogi“. Verðlaun voru 3.000 kr. Höfundur var Ole Pedersen.

x

Bautasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.