Bautasteinn - 01.05.2018, Qupperneq 13

Bautasteinn - 01.05.2018, Qupperneq 13
13 á þeirri hlið. Árin 1993-1994 var svo gert endanlegt skipulag fyrir kirkjugarðinn og nánasta umhverfi hans og nýju kirkjunnar, þar sem m.a. var gert ráð fyrir nýjum inngangi og sáluhliði sem vísar á móti sameiginlegum innganginum í nýju kirkjuna og Snorrastofu. Í framhald- inu var unnin kostnaðaráætlun til aldamóta og fram- kvæmdum við umgjörð garðsins áfangaskipt. Hleðslugrjót til afmörkunar „Við byrjuðum á að ganga frá umhverfinu vestan og norðan við nýju kirkjuna og Snorrastofu og í framhaldinu var farið í framkvæmdir við nýtt sáluhlið ásamt frágangi kringum það og stígur á milli nýju kirkjunnar og kirkju- garðsins hellulagður. Fyrsti grjótveggurinn var hlaðinn með norðurhlið garðsins. Það verk vann ég ásamt Þorsteini Péturssyni og Benedikt Egilssyni. Árið 2000 lauk framkvæmdum við nýtt sáluhlið og gengið frá aðkomu að gömlu kirkjunni. Í þessum áfanga var hlaðinn lágur steinveggur við garðinn að vestanverðu á vegum Þjóðminjasafnsins af Unnsteini Elíassyni hleðslumeistara á Ferjubakka. Bjarni Guðráðsson í Nesi hlóð norðurvestur horn garðsins umhverfis nýja sáluhliðið en hann hefur komið hér myndarlega að framkvæmdum öllum um langt skeið. Þá má nefna að Árni Theódórsson á Brennistöðum gaf sáluhlið að gömlu kirkjunni sem síðar var fjarlægt.“ Framkvæmdir við austurmörk garðsins stóðu yfir í þrjú sumur. Í forgrunni er séra Geir að stýra sínum mönnum! Grjótgarðurinn að vestanverðu er frá árinu 2000.

x

Bautasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.