Bautasteinn - 01.05.2018, Page 18

Bautasteinn - 01.05.2018, Page 18
18 www.steinkompaniid.is Minningin lifir meitluð í stein 852 6111 852 7111Viðarhöfða 1 Allmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Eiða- kirkjugarði undanfarin misseri en grindverk umhverfis garðinn hefur verið algerlega endur- nýjað og öll aðkoma að garðinum gerð þægilegri. Samhliða þessum endurbótum var sáluhlið flutt á suðurhlið garðsins en það hafði áður verið á öndverðri hlið að norðanverðu. Við slógum á þráðinn til Þórhalls Pálssonar, formanns sóknarnefndar Eiðasóknar en hann er jafnframt arkitekt og hönnuður breytinganna. Kirkjugarðurinn stækkaður „Tildrögin að þeim framkvæmdum sem við höfum verið í undanfarin ár má rekja til þess að upp úr síðustu alda- mótum urðu þær breytingar á Eiðum að heimalandið allt og flest mannvirki á staðnum voru seld til einkaaðila. Undanskilin í sölunni voru nokkrar byggingar, m.a. kirkjan og kirkjugarðurinn. Það liðu hins vegar nokkur ár þangað til lóð kirkjunnar var útmæld og framtíðarskipan garðs og kirkjulóðar ákveðin.“ Þegar Þórhllur tók sæti í sóknarnefnd Eiðasóknar árið 2009 lagði hann fljótlega fram áætlun um endurbætur á kirkjunni og frágangi garðsins. Timburgrindverk umhverfis garðinn var þá orðið mjög lélegt og náði auk þess ekki umhverfis aðstöðuhús kirkjunnar, sem byggt hafði verið árið 2004. Eftir nokkra skoðun lagði Þórhallur Nýtt grindverk um Eiðakirkjugarð Rætt við Þórhall Pálsson arkitekt FAÍ, formann sóknarnefndar Eiðasóknar Grindverkið utan um kirkjugarðinn á Eiðum setur fallegan svip á staðinn.

x

Bautasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.