Bautasteinn - 01.05.2018, Qupperneq 20
fram tillögu að framtíðarskipulagi á reitnum sem síðan
var samþykkt af sóknarnefnd. Hefur því skipulagi verið
fylgt í aðalatriðum frá þeim tíma.
Nýtt grindverk úr járni
Eiðakirkjugarður er nú 2.138 m² að stærð og heildarlengd
girðingar umhverfis hann er 187,6 m. Þessi girðing hefur
nú verið endurnýjuð frá grunni og sáluhliðið jafnframt
flutt á nýjan stað. Sáluhlið kirkjugarðsins hafði verið á
norðurhlið garðsins sem lá að lóðarmörkum. Nú fékk
kirkjan meira land til suðurs og þótti því upplagt að þegar
að því kæmi að umgjörð garðsins yrði endurnýjuð yrði
sáluhliðið flutt á suðurhliðina.
„Það sýndi sig næstu vetur að gamla grindverkið
umhverfis garðinn var orðið lélegt og stóðst oft ekki
veðurham og snjóþyngsli enda tréstaurarnir orðnir
gegnumfúnir, margir hverjir. Á árinu 2012 hófum við að
kanna hvaða kostir væru fýsilegir við endurnýjun
girðingarinnar. Leitaði ég til allmargra seljenda girðingar-
efnis innanlands og skoðaði jafnframt vefsíður fyrirtækja
erlendis sem framleiddu og seldu girðingar- og grind-
verksefni. Niðurstaðan af þeirri leit varð sú að ég hafði
samband við breskt fyrirtæki, Jacksons fencing, þar sem
mér leist vel á eina gerð sem fyrirtækið framleiddi og
gengur undir nafninu „Bow Top Fencing“. Eftir að hafa
rætt málin völdum við 2,15 langar grindur en við vildum
hafa sem styst bil á milli staura til að girðingin stæðist
snjóþyngslin sem oft verða hér eystra. Sveitarfélagið
veitti okkur myndarlegan stuðning sem dugði nokkurn
veginn fyrir grindverkinu öllu, hingað komnu.“
Framkvæmdir í þrjú ár
Þannig hagar til á Eiðum að að kirkjugarðurinn hallar til
austurs og þó einna mest neðst í garðinum. Milli vegar og
garðs var djúp hvilft og svo virtist sem að jarðsig væri í þá
áttina. „Vegna hallans var ljóst að grindverkið að sunnan
og norðan yrði að vera í stöllum og eftir heilmiklar
mælikúnstir taldist svo til að hæfileg stöllun þyrfti að
vera um 12 cm. Því þurftu þeir staurar sem stóðu í
hallanum að vera lengri hinum sem því nam. Við gerðum
strax ráð fyrir vélahliði á vesturhlið garðsins en létum
færslu sáluhliðsins bíða,“ segir Þórhallur.
Árið 2014 var grafinn um eins og hálfs metra skurður við
austurmörk kirkjugarðsins, þar sem grindverkinu var
ætlaður staður og var uppgreftrinum mokað í hvilftina
neðan við. Lagður var jarðvegsdúkur neðst í skurðinn og
hann síðan fylltur með grófri möl. Haustið 2015 var
steypt 35 cm breið og 40 cm þykk stétt eða biti ofan á
fyllinguna, járnbent með steypustyrktarjárni, 2x12 mm
efst og 2x12 mm neðst. Notaðir voru kverklistar við allar
brúnir og var steypan sementskústuð. Svæðið milli
kirkjugarðs og vegar var þökulagt og sömuleiðis var
austurjaðar garðsins lagfærður og þökulagður. Að því
loknu var grindverkið reist og boltað niður með múr-
boltum. Sumarið 2016 var verkinu haldið áfram. Grafið
var fyrir og jarðvegsskipt að nokkru leyti undir undir-
stöðum og þær voru síðan steyptar í stöllum allan
hringinn. Frágangur á undirstöðunum var sá hinn sami og
árið áður, þ.e. steypan var járnbent og sementskústuð. Að
því loknu var grindverkið reist. Að innanverðu var lögð
50 cm ræma af jarðvegsdúk og trjákurl sett ofan á til að
hindra að gras yxi upp að undirstöðu grindverksins.
Uppgert sáluhlið og betri aðkoma
„Þegar við fórum að huga að uppsetningu sáluhliðsins
töldum við eftir nokkra skoðun að best væri að nota
gamla sáluhliðið áfram. Verktakinn, Vilhjálmur Karl
Jóhannsson, tók að sér að hreinsa, endurbæta og mála
sáluhliðið og var því komið fyrir á nýjum stað. Þannig var
gengið frá sunnan garðsins að akfært er upp með honum
og að vesturhliðinni, þar sem vélgenga hliðið er staðsett.
Er það til þæginda ef fara þarf með vélar inn í garðinn, en
einnig er það hentug leið, þegar hreyfihamlaðir kirkju-
gestir þurfa að komast leiðar sinnar.“
20
Hér má sjá undirstöður grindverksins að sunnanverðu. Eftir að gamla sáluhliðið hafði verið gert upp var því
komið fyrir á nýjum stað.