Bautasteinn - 01.05.2018, Síða 22
Þetta stúss mitt í kringum kirkjugarðana byrjaði á
Bíldudal undir lok 7. áratugarins þegar ég tók mér
það fyrir hendur að ráðast í endurgerð garðsins sem
þá var í afar slæmu ásigkomulagi en til þess bær yfirvöld
höfðu ekki haft döngun í sér til að gera eitthvað í málinu.
Ég sá að við svo búið mátti ekki standa og vatt mér í
verkefnið og í kjölfarið tók við sjálfboðaliðavinna í
nokkur sumur við að koma garðinum í lag. Og ég sé ekki
eftir einni einustu mínútu sem í þetta fór, það máttu vita.“
Prófsteinar á skyldur okkar
Það er Bílddælingurinn Jón Kr. Ólafsson sem hefur orðið
en Bautasteinn tók hús á kappanum fyrir skömmu. Jón
Kristján, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 22.
ágúst 1940 og ólst upp og býr á Bíldudal. Jón Kr. hefur
flutt fjölmörg dægurlög á hljómplötum sem vinsæl voru
með þjóðinni en einnig klassík sönglög. Þá rekur hann
stórmerkilegt tónlistarsafn á Bíldudal, Melódíur minn-
inganna, sem byggist að mestu á söfnun hans á innrömm-
uðum hljómplötum, plötuumslögum, myndum og munum
sem áður voru í eigu landsþekktra listamanna. Jón Kr. er
auðvitað fyrir löngu landsþekktur fyrir söng sinn en hann
hóf að syngja með kirkjukór Bíldudalskirkju árið 1954 og
hefur sungið við kirkjulegar athafnir þar sem og í öðrum
kirkjum landsins. Færri vita hins vegar um hlut Jóns Kr.
Ólafssonar við endurgerð kirkjugarða og áhuga hans á
kirkjulegu starfi fyrir vestan.
„Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að kirkjugarðar séu
stórmerkilegt fyrirbæri og að í þeim sé að finna upp-
lýsingar um gengið fólk sem allt á sér auðvitað sögu með
einhverjum hætti. Þeir eru því í sjálfu sér sagnfræði. Þá
Kirkjugarðar
eru sagnfræði
Rætt við Jón Kr. Ólafsson, söngvara, frumkvöðul og safnara á Bíldudal
22
Við minningamark Muggs í Hólavallagarði en Jón Kr. hefur sýnt minningu þess sveitunga síns margháttaða virðingu í
gegnum tíðina. Frá vinstri Ásgeir Nikulás Ásgeirsson, sölustjóri S. Helgasonar, Jón Kr. Ólafsson og Brjánn Guðjónsson,
forstjóri S. Helgasonar. Ljósm. Anna Sigríður Einarsdóttir.