Bautasteinn - 01.05.2018, Qupperneq 24
24
„Já, ég hef dregist inn í alls konar verkefni sem lúta að
gerð minnismerkja og það hefur m.a. þróast þannig vegna
verkefna minna við garðana. Auðvitað hafa margir aðir
lagt hönd á plóg en ég hef tekið að mér að ýta hlutunum
áfram. Það var árið 1981, þegar sveitungi minn hann
Muggur hefði orðið 90 ára, sem ég ásamt Magnúsi
Björnssyni, fyrrverandi oddvita og Guðmundi Hermanns-
syni, þáverandi sveitarstjóra, hafði forgöngu um að reisa
Muggi minnisvarða í fæðingarbænum hans. Björn Th.
Björnsson, sá ágæti maður, var eins og menn vita sér-
fræðingur í Muggi og hjálpaði okkur við að koma málinu í
höfn. Við fengum Guðmund Elíasson myndhöggvara til
að vinna lágmynd af listamanninum sem settur var á
drang sem við fengum hjá Steiniðju Sigurðar Helgasonar.
Minnisvarðinn var afhjúpaður 5. september 1981 og flutti
Björn Th. þar blaðlaust ræðu sem lengi verður í minnum
höfð. Sá snillingur var engum líkur.“
Því skal bætt við að Jón Kr. Ólafsson hefur með öðrum
hætti sýnt minningu Muggs virðingu sína en hann hefur
um áratuga skeið hugað að minningamarki listamannsins
í Hólavallagarði en frá honum var sagt í síðasta tölublaði
Bautasteins.
Minning þeirra má ekki gleymast
Jón Kr. hefur beitt sér fyrir uppsetningu fleiri minnisvarða
og þá af ýmsu tagi. Árið 1978 reisti hann minnismerki um
Samúel Jónsson í Selárdal og fjármagnaði m.a. uppsetn-
inguna með útgáfu korts með mynd af málverki Gísla
Sigurðssonar af listamanninum. Árið 1987 beitti hann sér
fyrir uppsetningu minnisvarða um drukknaða sjómenn
við kirkjuna á Bíldudal en þá voru 50 ár liðin frá hinu
hörmulega Þormóðsslysi. Árið 1994 varð Jón Kr. sér úti
um steindrang hjá Steiniðjunni og bauð sóknarnefnd
Jón Kr. Ólafsson við kirkjugarðshliðið í Bíldudalskirkju-
garði. Hann vann sem sjálfboðaliði við endurgerð garðsins
undir lok 7. áratugarins. Það var upphafið að vinnu hans
við fjölmarga kirkjugarða á Vestfjörðum og víðar.
Ljósm. Hannes Pálsson.
„Við smíðum nokkra tugi af líkkistum á ári og sjáum fyrst
og fremst um markaðinn hér á svæðinu og í kringum
okkur,“ segir Guðmundur Arnar Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri Trésmiðjunnar Stíganda á Blönduósi sem er
eitt þeirra fyrirtækja á landinu sem smíða líkkistur. Þó
líkkistusmíðin hafi lengi fylgt fyrirtækinu þá er hún þó
fyrst og fremst hliðarverkefni við aðra starfsemi smiðj-
unnar en fyrirtækið annast almenna byggingaþjónustu,
auk smíði á innréttingum, tréstigum og fleiru.
Guðmundur Arnar segir að flestar líkkisturnar séu úr
MDF og sprautulakkaðar en fyrir kemur að viðskiptavinir
óska eftir að þær séu úr gegnheilum viði. Á þessu sviði
sem mörgum öðrum er hugað að umhverfismálum og því
er samkvæmt reglugerðum aðeins örfáar skrúfur í
kistunum. „Kisturnar eru tappaðar saman og höldin eru
úr viði þannig að það er mjög lítið af málmi sem fer með
kistunum í jarðveginn,“ segir hann.
Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri
Trésmiðjunnar Stíganda.
Trésmiðjan Stígandi á Blönduósi
Líkkistusmíði fastur liður í starfseminni