Bautasteinn - 01.04.2003, Blaðsíða 9

Bautasteinn - 01.04.2003, Blaðsíða 9
98 LEGSTEINAR Í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla. Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP., SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 S.HELGASON HF STEINSMIÐJA Norræn ráðstefna í Reykjavík árið 2005 Fyrirhugað er að halda norræna ráðstefnu um málefni kirkjugarða í Reykjavík í ágúst árið 2005. Ráðstefnan var síðast haldin í Finnlandi og fóru fulltrúar frá Íslandi þang- að eins og greint var frá í síðasta tölublaði Bautasteins. Undirbúningur að ráðstefnunni hófst þegar að ráðstefn- unni í Finnlandi lokinni og farið var í að taka frá hótelher- bergi og ráðstefnusali. Sérstök nefnd var skipuð til að ann- ast frumskipulag og ráða ráðstefnuhaldara. Ráðstefnur sem þessar eru afar áhugaverðar og gagnlegar, enda sækja þær stjórnendur kirkjugarða, garðyrkjufræðingar, landslagsarkitektar, sölumenn, sem og framleiðendur tækja og áhalda til notkunar í kirkjugörðum. Búist er við að 4-500 manns sæki ráðstefnuna í Reykja- vík og líklega munu drög að dagskrá liggja fyrir þegar næsta tölublað Bautasteins kemur út. Stjórn NFKK (Nor- disk Forbund for Kirkegårder og Krematorier) kemur til landsins 23. apríl nk., en sú stjórn ákvarðar endanlega allt er lýtur að dagskrá og framkvæmd ráðstefnunnar. Þór- steinn Ragnarsson, forstjóri KGRP, er fulltrúi Íslands í stjórninni. Einnig verða haldnir fundir í norrænum nefnd- um, annars vegar í nefnd sem hefur með málefni kirkju- garða að gera og á Þórsteinn sæti í henni fyrir hönd Ís- lands og hins vegar í nefnd sem hefur með málefni bál- stofa að gera, en þar á Sigurjón Jónasson, rekstrarstjóri KGRP sæti.

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.