I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 3

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 3
Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri Grindavíkur: Velkomin til Grinda- víkur Jón Gunnar Srefánsson. Grindvíkingar hafa nú í samvinnu við tímaritið Skák og með stuðningi félaga á Suðurnesjum stofnað til meiriháttar skákmóts í Grindavík. Skákmót þetta er fyrsta alþjóð- lega skákmótið á íslandi, sem haldið er utan Reykjavíkur og markar að því leyti tímamót. Skákíþróttin hefur lengi verið ís- lendingum hugleikin, ekki síst meðal sjómanna og verkamanna víðs vegar um landið, en vegna einangrunar og fjarlægðar frá vettvangi hafa menn utan höfuðborgarsvæðisins átt erfitt með þátttöku og það að fylgjast með tafli innlcndra og erlendra meistara. Með því að flytja mót með áhuga- verðum keppendum nær alþýðu manna við sjávarsíðuna geta fleiri landsmenn notið taflsins og það aft- ur leitt til þess að víðar komi fram einstaklingar sem teljast hlutgengir forystumenn í íþróttinni. Uppeldisgildi skákiðkana ungs fólks verður ekki dregið í efa og væntum við þess að viðureignir meistara í augsýn verði til þess að hvetja ungmenni sem aðra til dáða. í nafni Grindvíkinga býð ég mcist- ara taflsins velkomna til keppni í Grindavík og ennfremur þá sem eiga eftir að njóta þess með okkur að sjá þær viðureignir senr mótið býður uppá. 3

x

I. alþjóðamótið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.