I. alþjóðamótið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Qupperneq 7

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Qupperneq 7
Jóhann Þórir Jónsson: Að ná Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri SKÁKAR. Ef byggir þú vinur og vogar þér hátt og vilt að það skuli ekki hrapa. Þá leggðu þar dýrustu eign sem þú átt og allt sem þu hefur að tapa. Ágætur vinur minn í lifenda tölu orðaði þetta líka vel. Hann sagði: „Gerðu aldrei litlar áætlanir, þær hafa ekkert afl til að hvetja menn“ Nú eru rétt tuttugu ár frá því fyrsta Reykjavikurmótið var haldið. Þótt hér hafi áður komið margir erlendir skák- snillingar til keppni og ber þar hæst stúdentamótið 1957 þar sem flestir þáverandi og núverandi meistarar skáklist- arinnar tóku þátt, var þetta mót hið fyrsta í langri röð al- þjóðlegra skákmóta sem veitt gátu mönnum rétt til alþjóð- legs- og stórmeistaratitils. Síðan hafa þessi mót orðið fast- ur þáttur í skáklífinu og haldin annað hvert ár. Hið ellefta nýafstaðið. Sá sem þessar línur skrifar naut þess happs að vera þátt- takandi í undirbúningi þessa 1. Reykjavíkurmóts, sem for- maður í Taflfélagi Reykjavíkur. Mikið vatn hefur streymt fram síðan en áhuginn á vegs- auka skáklistarinnar aldrei dvínað. Á þessum árum sem liðin eru hefur sífellt komið franr gagnrýni á forystumenn skákhreyfingarinnar í þá veru að skáklífið blómstri í Reykjavík en hinar dreifðari byggðir fái litla sem enga athygli. Ég hef verið einn í þeirra hópi sem vilja færa athafna- sviðið út. Það var því ekki sæmandi þegar framkvæmda- valdið taldi enga raunhæfa möguleika á því að meiriháttar skákmótahald færi fram utan höfuðborgarinnar sakir fjármögnunarörðugleika, að gagnrýna án aðgerða. Vorið 1980 tók ég áskoruninni og réðst í að koma á lagg- irnar fyrsta Helgarskákmótinu. Það fór frarn í Keflavík og Fjölbrautaskólinn var mótsstaðurinn. Mótið tókst í alla staði vel og er ég bæjarstjórn Keflavíkur ævarandi þakk- látur fyrir stuðninginn. Sem dæmi um vonleysi nranna á að þetta gæti tekist er, að dagana eftir mótið hitti ég marga skákvini sem urðu alveg undrandi þegar þeim var sagt frá nrótinu og stundu upp: „Fór það virkilega fram, þá hefði ég vissulega verið með.“ Það var því að vonum að ég hefði ekki hátt um þá fyrir- ætlan mína að halda 10 slík mót víðsvegar um landið og það síðasta í sjálfri Grímsey. Vissulega var þetta erilsamt, en allt gekk þetta samt upp og 10. mótið fór fram í Gríms- ey, sællar minningar. Um Jónsmessuna 1982 vorum við komnir þarna út að heimsskautsbaug og fengum viður- kenningu fyrir að hafa teflt á honum sem frægt er orðið. Grimseyjarförin var vissulega kórónan á helgarskák- mótunum og er það enn. Það var ekki um það að ræða að hætta. Margir staðir voru eftir sem vildu standa fyrir móti. Nú eru mótin orðin 22 og ekkert lát á eftirspurn. Sjálfsagt er það að vonum, þvi þau eru nánast eina tæki- færið sem landsbyggðarmenn fá til þess að etja kappi við þá sterku skákmeistara höfuðborgarinnar. Mörg mót eru framundan og efst ber mótið sem halda í í Flatey á Breiða- firði um mánaðamótin júní—júlí í sumar. Er það mér mikið tilhlökkunarefni. Þegar lagt var upp í helgarskákmótin á sínum tíma voru fáir tiltrúendur á að þau tækjust. Þó hélt ég því ótrauður fram að stefnan væri á alþjóðleg mót sem haldin væru um landið þvert og endilangt. Menn brostu góðlátlega. Nú hefur þessu marki verið náð. Fyrsta Alþjóðmótið utan höfuðborgarinnar er staðreynd og annað mótið kemur í kjölfarið í Neskaupstað. Að þetta tókst á sér rnargar ástæður. Fyrst er það að bæjarstjórn Grindavíkur ákvað að taka áskorun nrinni og ganga til liðs við mig um mótshaldið. Með því að skuld- binda sig sem bakhjarl varð eftirleikurinn auðveldari. í öðru Iagi var ég svo lánsamur að fá í framkvæmda- stjórn mótsins valinkunna menn sem ekki eru vanir því að sitja við orðin tóm. Þeir hafa nánast leyst öll vandamálin fyrir mig. í þriðja lagi hafa forustumenn t'yrirtækja á Suðurnesj- um verið boðnir og búnir að leggja hönd á plóginn. Mér hefur því orðið að ósk minni með þetta. Mér er það mikil ánægja og verði það til þess að fleiri fái tækifæri á að reyna snilli sína við skákborðið er sigri náð. 7

x

I. alþjóðamótið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.