I. alþjóðamótið


I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Page 15

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Page 15
Jón G. Briem, lögmaður: Skáklíf á Suðurnesjum í tilefni þess að fyrsta alþjóðlega skákmótið utan Reykjavíkur er hald- ið á Suðurnesjum er við hæfi að gera úttekt á skáklífi Suðurnesjamanna. Á Suðurnesjum eru nú þrjú starf- andi taflfélög. Það elsta er Skákfélag Keflavíkur sem nær yfir Njarðvík og Keflavík. Félagið var líklega stofnað árið 1929 og hefur starfað síðan, en með nokkrum hléum. Félagið afrek- aði það árið 1945 að kaupa hús undir starfsemina. Næstu árin á eftir starf- aði það af mjög miklum krafti. En svo hallaði undan fæti. Félagið varð að selja húsið, eignir þess tvístruðust og það lagðist í dvala í nokkur ár. Eftir endurreisn árið 1957 hefur fé- lagið starfað af mismiklum þrótti, en lengst af hefur það starfað vel. í Sandgerði er starfandi Taflfélag Sandgerðis. Síðustu árin hefur starf- semi þess einskorðast við skákþjálf- un unglinga. I Garði var stofnað taflfélag nú í vetur. Áhugasamir menn stofnuðu félagið og væri óskandi að það lifði vel og lengi. Eitt af fyrstu verkefnum þess var að halda Skákþing Suður- nesja árið 1984. Og þá er komið að Grindavík. Þar, eins og víðar í sjávarplássum, hefur skákin átt nokkuð örðugt upp- dráttar. Það á sínar skyringar í at- vinnuháttunum. Sjómenn eru oft lengi í burtu í einu, eða stunda vinnu þannig að enginn tími er til skákiðk- unar. En ekki eru allir Grindvíkingar sjómenn og ýmsir sjómenn gefa sér tíma til að tefla skák. Ég hef grun um að þó nokkuð stór hópur Grindvík- inga iðki skák sér til skemmtunar og vonandi eykst áhuginn við að fá al- þjóðlegt skákmót inn fyrir bæjar- dyrnar. í upphafi árs 1978 var stofn- að Taflfélag Grindavíkur. Að því stóð stór hópur skákáhugamanna. En eftir þróttmikla byrjun dró úr starfinu og félagið liggur nú í dvala. Mér þætti vel við hæfi að endur- vekja félagið nú þegar alþjóðlegt skákmót er haldið í Grindavík. Taflfélögin á Suðurnesjum hafa myndað með sér samband sem heitir Skáksamband Suðurnesja. Það var stofnað árið 1978 og er markmið þess að efla skáklíf á svæðinu. Jafn- framt getur skáksambandið komið fram fyrir hönd félaganna gagnvart Skáksambandi Islands og gætt hags- muna þeirra þar, sem og á öðrum sviðum. Skáksamband Suðurnesja hefur reynt að auka samskipti milli félaga á svæðinu. Skákþing Suður- nesja er haldið árlega og hafa taflfé- lögin í Sandgerði, Garði og Keflavík haldið mótið síðustu árin. Vegna atvinnuhátta virðist skákin ekki hafa verið eins mikið stunduð á Suðurnesjum eins og t.d. á Akureyri og í Reykjavík. Þetta er þó að breyt- ast. Nú eru fleiri farnir að stunda reglubundna vinnu, eða a.m.k. þannig vinnu að fleiri frístundir gef- ast. Vonandi eflir „Grindavíkur- skákmótið“ áhuga manna á að nota frístundir sínar til skákiðkunar. Auk þess sent skákíþrótt er skemmtileg og þroskandi þá gildir einnig um þá sem tefla „að þeir gera þó ekkert af sér á meðan“. Ekki má ljúka þessuin skrifum án þess að geta þeirra sem fræknastir hafa talist í skákíþróttinni á svæð- inu. Fyrst skal telja Pál G. Jónsson sem gerði garðinn frægan fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi. Hann náði þar ítrek- að mjög góðum árangri í landsliös- flokki og konrst hæst í annað sæti. Jón U. Bnem. Helgi Ólafsson (eldri) mun þó hafa náð lengst Suðurnesjamanna í íþrótt sinni. Hann varð íslandsmeist- ari árið 1964 en tefldi lítið eftir það. Til að auka hróður Suðurnesja- manna í skákinni má eigna þeim hlut í Hauki Angantýssyni, alþjóðlegum skákmeistara og íslandsmeistara með meiru. Hann er fæddur Keflvík- ingur og byrjaði skákiðkun á heima- slóðum. Frægð sína hlaut hann þó í höfuðborginni og síðar erlendis, er hann þjarmaði að útlendum skák- meisturum. Og síðast en ekki síst er við hæfi að geta Björgvins Jónssonar sem teflir í Grindavíkurskákmótinu. Hann hefur í raun aðeins stigið fyrstu sporin á leiðinni að verða öfl- ugur skákmeistari. Engu að síður hefur hann þegar vakið athygli fyrir hæfileika sína og mun tefla í lands- liðsflokki á Skákþingi íslands unt páskana. Að sjálfsögðu ber þessi upptaln- ing keim af því að nú sé verið að hreykja sér af því litla sem til frægð- ar hcfur orðið. Ekki ber ég á móti því. En hitt bendi ég á að það er oft þannig að afrek hinna fáu góðu, auka áhuga okkar hinna sem minna getum. En hvað sent þessu öllu líður þá óska ég þess fyrst og fremst að Grindavíkurskákmótið auki áhuga Suðurnesjamanna, sem og allra ann- arra á þeirri hollu iðju sem skák- íþróttin er. Jón G. Briem forseti Skáksambands Suðurnesja. 15

x

I. alþjóðamótið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.