I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Side 23
Högni Torfason:
Lítum á stöðuna
Hvert skákmótið rekur annað —
skáklífið blómstrar og að vanda
fylgist þjóðin í ofvæni með fram-
gangi íslenzku keppendanna í and-
legri baráttu við ýmsa fremstu snill-
inga skákheimsins á hvítu reitunum
og svörtu eins og það heitir á sígildu
skákmáli. Undanfarnar vikur hafa
fjölmiðlarnir verið ólatir að flytja
fréttir af skákmótunum og þó að
stundum sé sagt að engar fréttir séu
góðar fréttir, þá fer ekki á milli mála,
að fréttirnar af getu og snilld ís-
lenzku skákmannanna verða að telj-
ast góðar fréttir og ýta notalega und-
ir þjóðarrembinginn og þjóðarstolt-
ið.
Að sjálfsögðu byggist skákgeta
ekki á þjóðerni einu saman. Ein þjóð
er ekki endilega annarri fremri í að
skapa skáksnillinga. Þar kemur
margt annað til greina. Fyrst er að
telja hvernig unnið er að því að laða
fram hæfileika ungmenna til skák-
iðkunar og skákafreka. Á því sviði
hafa Sovétmenn náð allra þjóða
lengst. Látum liggja á milli hluta í
þessu viðfangi, að þetta er hluti af
þeirri stefnu þjóðfélagsformsins, að
töfra fram afreksmenn til að sanna
yfirburði kerfisins. Eftir stendur að
þessi aðferð hefur skilað árangri.
Samfara mikilli eðlisgreind og skák-
hugsun var jarðvegur fyrir skáklist-
ina gamalgróinn í þeim löndum sem
nú mynda Sovétríkin. í þann jarðveg
hefur verið sáð og uppskeran hefur
orðið rikuleg. Óþarfi er að tíunda
stórafrek Sovétmanna í skáklistinni
á undanförnum áratugum, um allt
slíkt vita þeir gjörla sem leggja á sig
að Iesa þetta greinarkorn.
En séu Sovétmenn færir um að sá
í frjóan akur, á slíkt ekkert siður við
um aðrar þjóðir. Þær eru ekkert síð-
ur vel gefnar né verr í stakk búnar á
sviði hugaríþrótta en Sovétríkin. Þar
skilur á milli Teits og Siggu, að þær
hafa einfaldlega ekki lagt sömu
áherzlu á þjálfun og þróun afreks-
manna á hinum ýmsum sviðum
íþrótta.
Þetta hefur þó verið að breytast. Á
nokkrum síðustu áratugum hefur at-
hygli manna á Vesturlöndum beinzt
að þeim frábæra árangri sem ýmsar
þjóðir Austur-Evrópu og Kína hafa
náð á þessum sviðum, en meiri at-
hygli hefur raunar vakið með hvaða
aðferðum þeim árangri hefur verið
náð. Menn hafa skilið það, að ein-
ungis með markvissri þjálfun og
ástundun allt frá unga aldri er árang-
urs að vænta. Hlúa verður að frjó-
öngum og vökva sprotana. Svo hald-
ið sé áfram þessum samanburði við
Sovétríkin, án þess að gera neina
pólitiska úttekt á þessu, er athyglis-
vert að þessi þróun þar eystra hefur
komið að ofan. Stjórnvöld hafa
ákveðið að svona skuli þetta vera og
svona skuli þetta gert.
Á Vesturlöndum horfir þetta
öðruvísi við. Þar hefur nær öll við-
leitni í þá átt að byggja upp afreks-
menn í íþróttum komið að neðan,
verið „grasrótarhreyfing" svo notað
sé tízkuorð. Það eru ekki stjórnvöld
sem hafa átt forystu, það eru samtök
áhugamanna sem hafa barizt harðri
og óeigingjarnri baráttu fyrir því, að
draumur þeirra um að eignast af-
reksmenn, hvert í sinni grein, nái að
rætast. Vissulega hafa stjórnvöld
sýnt þessari viðleitni skilning, þeirra
stuðning ber ekki að vanþakka.
Engu að síður ber allt að sama
brunni, það eru áhugamennirnir og
sjálfboðaliðarnir sem hafa undirbú-
ið þann jarðveg sem gróðurinn gef-
Högni Torjason.
ur. Fleiri eiga hlut að máli. Þá ber
hæst þann mikla fjölda fyrirtækja
sem leggja skákhreyfingunni ómet-
anlegt lið með öflugum stuðningi í
fjárframlögum í ýmsum myndum.
Án þeirra væru ekki haldin Reykja-
víkurmót og forsenda fyrir þrótt-
miklu skáklífi ekki fyrir hendi.
Við íslendingar erum svo gæfu-
samir að bera skákina í blóðinu, ef
svo mætti að orði komast. Nauð-
synjalaust er að vitna í fornsögurnar
um iðkun skáklistarinnar, svo oft
hefur sá söngur sunginn verið. En
það hefur sýnt sig æ ofan í æ, að
jafnskjótt og einhverjir hafa viljað
leggja á sig að hlúa að skáklistinni,
hefur áhugann ekki skort og unga
fólkið hefur flykkzt að skákborðinu.
Hver skákaldan af annarri hefur ris-
ið og blómaskeið hafizt í skákinni.
Vitanlega hafa komið þeir tímar, að
áhugi hefur dofnað og öldudalurinn
blasað við, en aldrei lengi í senn.
Allt frá því að Friðrik Ólafsson
stórmeistari hóf að gera garðinn
frægan hefur verið linnulaus áhugi
á skák hér á landi. Óteljandi eru þeir
ungu menn sem hrifust af snilld og
afrekum Friðriks þegar hann gat
notið sín að fullu. Marga dreymdi
um að feta í fótspor hans og hófu
skákiðkun fullir áhuga og margir
náðu langt. Fjörkippur kom í skák-
lífið og skákáhugamenn vöknuðu til
lífsins á nýju vori. Hlutur Friðriks
verður seint ofmetinn.
Næst rís aldan árið 1972. Skák-
samband íslands undir forystu Guð-
mundar G. Þórarinssonar ræðst í
það óframkvæmanlega stórvirki að
standa fyrir einvígi Spassky og
Fischers um heimsmeistaratitilinn í
skák. Sú saga er löngu kunn og verð-
ur ekki frekar rakin hér. En uppsker-
23