I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Side 24
an lét ekki á sér standa. Ungmennin
flykktust að skákborðinu rétt einu
sinni og úr hópi þeirra eru margir af
okkar mestu afreksmönnum í dag.
En nú var einnig búið að undirbúa
jarðveginn enn frekar. Taflfélögin
fóru að gea sér þess ljósa grein, að
efla yrði æskulýðsstarfið til mikilla
muna ef skáklistin ætti að eiga von
um eflingu og endurnýjun. Rúman
síðasta áratug hefur æskulýðsstarfið
í skákfélögunum verið í öndvegi í fé-
lagsstarfsemi margra þeirra og vona
ég að á engan sé hallað þótt greinar-
höfundur telji, að þar beri hæst starf
Taflfélags Reykjavíkur og Ólafs H.
Ólafssonar, æskulýðsfulltrúa félags-
ins, en hann hefur löngum átt ást-
konu eina, skákgyðjuna Caissu, og
kropið að altari hennar. Hefur þeirra
ástúðarríka samþand borið geysi-
lega mikinn ávöxt.
Fyrir allmörgum árum var hafizt
handa um að virkja skákorkuna í
landinu við uppsprettulindirnar.
Það var þegar skipulögð var skóla-
skákin. Þar var farið inn á þá braut
að gefa æskunni kost á tafli, að
skipuleggja skólamót, þjálfun og
keppni og laða á þann hátt sem allra-
flesta unglinga til skákarinnar. Ár-
angurinn af þessu starfi hefur verið
einstaklega ánægjulegur. Er ástæðu-
laust að tíunda hann hér, en sýnt er
að skólaskákin og þróttmikið æsku-
lýðsstarf taflfélaganna felur í sér
vaxtarbrodd sem nær að skjóta rót-
um og verða að voldugum og lauf-
skrýddum meiði.
Þá er vert að minnast þess, að
mörg hin síðustu ár hafa íslenskir
skákmenn fengið tækifæri til þess að
etja kappi við ýmsa fremstu skák-
meistara heims í vaxandi mæli. Þátt-
taka okkar í Olympíumótum í skák
á sér langa sögu og í ýmsu öðru al-
þjóðlegu skáksamstarfi hafa íslend-
ingar verið virkir um langan tíma, og
má þar nefna Norðurlandamótið,
stúdentamótin, sexlandakeppni og
margt fleira. Þó er það ekki fyrr en
síðasta áratuginn eða svo sem mark-
visst hefur verið unnið að því að gefa
ungum skákmönnum færi á að vera
keppendur á alþjóðamótum ung-
linga í ýmsum aldursflokkum. Hef-
ur skákhreyfingin verið ötul að afla
sér fjár til þess starfs og það borið
ríkulegan ávöxt. Hæst ber að sjálf-
sögðu heimsmeistaratign Jóns L.
Árnasonar og Karls Þorsteins. Ungu
skákmeistaranir hafa fengið mikla
þjálfun og keppnisreynslu í þessum
ferðum sem komið hefur þeim til
góða og aukið þroska þeirra og getu
í skáklistinni.
Árangurinn af þessu hefur orðið
sá, að komin er fram harðsnúin sveit
ungra íslenskra skákmeistara sem
færir eru um að takast á við hverja
sem vera skal eins og frammistaða
þeirra í Chicago og nú í Reykjavík
sýnir mjög áþreifanlega, svo aðeins
sé minnst á það sem ferskast er í
huga. Því má bæta við, að auk þeirra
sem standa i efstu þrepum skákstig-
ans er fjöldi ungra skákmeistara á
hraðri uppleið eins og árangurinn á
skólaskákmóti Norðurlanda á dög-
unum er gott dæmi um.
Þetta sýnir að skákhreyfingin hef-
ur verið á réttri braut og henni hefur
tekist að virkja getu og hæfileika
ungra manna þrátt fyrir mikla erfið-
leika og mikinn tilkostnað sem oft
hefur kostað blóð, svita og tár að
standa undir.
Hér hafa verið rakin nokkur atriði
er varða skáklíf og skákgetu íslend-
inga. Margs er ógetið og mörgu
mætti bæta við, og er þá ekki sízt að
geta elju og atorku þeirra fjölmörgu
karla og kvenna sem lagt hafa skák-
InnRömmun
SuBunnesun
Vatnsnesvegi 12 - Keflavík
Sími 3598
Alhliða innrömmun
Opið 1—6 virka daga og 10—12 laugardaga.
Mikið úrval af,
HOLLENSKUM MYNDARÖMMUM,
hringlaga og sporöskjulaga.
Vönduð vara.
Mikiö úrval af hinum sívinsælu
GRAFÍKMYNDUM.
ROSENTHAL-GJAFAVÖRUR
í úrvali. — Aöeins þaö besta.
Höfum alls konar
pípur úr eir, plasti
og járni, ásamt
tengistykkjum.
Ennfremur
hreinlætistæki.
Einnig hin heimsþekktu
GROHE-blöndunartæki.
Byggingavöruverslun J.Á.
Baldursgötu 14 — Keflavík — Sími 1212
S________________________________y
24
l