I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 30
Helgi Ólafsson.
Ingvar Ásmundsson.
Elvar Guðmundsson.
bóginn hefur hann verið mjög virkur
þátttakandi í Helgarmótum okkar
hjá Tímaritinu SKÁK. Hefur hann
borið sigur úr býtum í svo mörgum
helgarmótum, að sumir hafa fremur
viljað kalla þetta Helgamót.
Jóhann Hjartarson er maður
Búnaðarbankamótsins og Reykja-
vikurmótsins. Frábær og markviss
taflmennska hans hefur ekki komið
þeim á óvart sem fylgzt hafa með
skákferli þessa geðþekka unga
meistara. Hann hefur nú 2415 ELO-
stig, en ekki leikur vafi á þvi, að af-
rek hans á þessum tveimur mótum
lyfta honum verulega upp í skákstig-
anum. Jóhann á mikla og glæsta
Jóhann Hjartarson.
framtíð í skákinni. Hann er furðu-
lega vel lesinn í fræðunum, en skap-
andi kraftur i taflmennsku hans hef-
ur sprungið út eins og rós á vori í
þessum tveimur síðustu mótum.
Sprenging er í rauninni rétta orðið
yfir hinn snögga þroska Jóhanns og
reyndar á það við um ungu ljónin öll,
eins og Helgi Ólafsson hefur rétti-
lega bent á í viðtali við fjölmiðla.
Næstur í þrepi er gömul en vígfús
kempa í íslensku skáklífi, enginn
annar en Ingvar Ásmundsson skóla-
meistari með 2405 ELO-stig. Ingvar
hefur aldrei látið deigan síga í skák-
inni og enda þótt hann standi nú
ekki lengur jafnfætis „strákunum“,
Haukur Angantýsson.
getur enginn þeirra „bókað“ vinning
á aldursforsetann fyrirfram.
Síðan kemur alþjóðameistarinn
Haukur Angantýsson með 2395 stig.
Haukur er hreint óútreiknanlegur
sem skákmeistari. Á góðum degi
gæti hann sigrað hvern sem vera skal
ofantaldra. Hann hefur ekki lagt þá
stund á skák sem ýmsir vinir hans
hefðu kosið. Langar fjarvistir frá
fósturjörðinni og brauðstritið hafa
dregið úr setum hans við skákborð-
ið.
Að lokum koma tveir ungir og öfl-
ugir meistarar, þeir Elvar Guð-
mundsson með 2330 stig og Björgvin
Björgvin Jónsson.
30