I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Side 38
"WF
Hið glœsitega félagsheimili FESTI þar sem skákmótið fer fram.
fiskveiðum og hefur svo haldist allt
fram á 5. tug aldarinnar að dregið
hefur verulega úr landbúnaði. Hann
var þó umtalsverður fyrrum og er
sagt frá því að árið 1779 fengu
Grindvíkingar verðlaun fyrir garð-
yrkju frá Danakonungi og hlutu þau
14 bændur.
Allgóð skipalægi hafa verið í
Grindavík frá upphafi að minnsta
kosti í skaplegum veðrum. Munu
kaupstefnur hafa hafist þar
snemma. Á miðöldum sigldu þang-
að bæði enskir og þýskir kaupmenn.
Áttu þeir illt saman og er sagt frá því
að 1532 dró til bardaga á milli þeirra.
Eftir bardaga við enska réðu Ham-
borgarkaupmenn öllu með verslun í
Grindavík um hríð.
Þegar einokunarverslun komst á
árið 1602 varð Grindavík ein af lög-
skipuðum verslunarhöfnum. Versl-
unarsvæði hennar var lítið, náði að-
eins yfir Grindavík og Krísuvík.
Verslunin var í Járngerðarstaða-
hverfi fram til ársins 1640 en þá
hættu kaupmenn siglingum sínum
þangað, töldu hana of hættulega.
Urðu Grindvíkingar því að sækja
verslun til Básenda uns verslun var
tekin upp að nýju í Staðarhverfi árið
1664. Árið 1897 hóf Einar G. Einars-
son, frá Garðhúsum að versla í húsi
sem hann lét byggja ofan við lend-
inguna í Járngerðastaðahverfi. Var
það fyrsta fasta verslunin í Grinda-
vík til ársins 1932, að þeim fjölgaði.
Grindavík liggur fyrir opnu úthaf-
inu þar sem brimaldan gengur næst-
um óbrotin á land. Hafnarskilyrði
voru þvi nánast engin frá náttúrunn-
ar hendi. Sjósókn var því frá fyrstu
tíð erfið og áhættusöm frá Grinda-
vík, en þaðan var þó jafnan mikið
útræði, meðal annars á vegum Skál-
holtsstóls. Má enn sjá för í klettum
fyrir ofan varnirnar þar sem skipin
voru sett upp.
Fram til ársins 1926 voru veiðar
eingöngu stundaðar á árabátum,
oftast teinæringum á vetrarvertíðum
en á minni bátum annan tíma ársins.
Eftir 1926 komu vélar í alla vertíðar-
báta og þá komu þilfarsbátar til sög-
unnar. Stærð bátanna miðaðist þó
við að hægt væri að setja þá á land.
Árið 1939 var ráðist í að grafa inn
í Hópið. Var það gert með handverk-
færum. Eftir það gátu bátarnir flot-
ið inn rennuna í hálfföllnum sjó og
fengið öruggt lægi í Hópinu. Árið
1945 voru innsiglingar og höfnin
bætt mikið. Var þá farið að gera út
stærri báta og má því með sanni
segja að eftir það hefjist hið mikla
framfaraskeið í Grindavík, sem stað-
ið hefur óslitið síðan.
Hafnarframkvæmdir voru geysi-
miklar á árunum 1973—1976. Inn-
siglingin dýpkuð og gerð öruggari,
að frumkvæði ríkisins og með lánum
frá Alþjóðabankanum vegna eld-
gossins í Vestmannaeyjum. Voru
Grindavík og Þorlákshöfn taldar
best fallnar til þess að þjóna Vest-
mannaeyjabátunum. Nú er höfnin í
Grindavik sú fullkomnasta á Suður-
nesjum, en innsiglingin er erfið þeg-
ar vindátt er þannig að mikið brim-
ar. Vegna nálægðar við miðin og
góðra hafnarskilyrða, hefur Grinda-
vík verið notuð sem uppskipunar-
höfn fyrir báta frá öðrum útgerðar-
stöðum SV-lands en aðallega af Suð-
urnesjum.
Niður við ströndina eru víða stór
hús — fiskverkunarstöðvar sem
fylgja miklu athafnalífi þar í byggð.
Fyrsta hraðfrystihúsið í Grindavík
var byggt árið 1941. Hraðfrystihús
Grindavíkur hf. og má segja að það
hafi risið fyrir sameiginlegt átak
flestra hreppsbúa. Hraðfrystihús
Þórkötlustaða hf. var stofnað 5 ár-
um síðar. Nú starfa alls 9 aðrar fisk-
vinnslustöðvar í Grindavík, og að
auki ein fiskimjölsverksmiðja. Salt-
fiskverkun er hlutfallslega meiri en
annars staðar á landinu og stærstu
saltfiskverkunarfyrirtækin Fiskanes
hf. og Þorbjörn hf. eru stærst sinnar
tegundar á landinu. Önnur fyrirtæki
í Grindavík eru tengd byggingariðn-
aði eða styðja útveginn. Meðal ann-
ars trésmiðja, tvær vélsmiðjur, neta-
og nótastöð.
38